Vörður


Vörður - 31.03.1928, Blaðsíða 1

Vörður - 31.03.1928, Blaðsíða 1
Utgefandi: Miðstiórn íhaldsflokksiue. Afgreiðslumaður og gjaldkeri Asgeir Magnússon Laugav. 32. Sími 1432. VI. ár. RefkjaTÍk 31. niars I03S. ■5. blaö. í gapasfokknum. Stjórnin og steinolían. \ . ------- Staðarfellsskólinn tekur til starfa 15. september og stendur yfir til júníloka ár hvert. Kent erþar: Hússtjórn, fatasaumur, hannyrðir margs- konar, vefnaður, smjör-, skyr og ostagerð. — Auk þess ýmsar bóklegar námsgreinar. — Eiginhandarumsókn sje komin til undirritaðrar fyrir maí lok. — Dvalakostnaður og skólagjald er 60 kr. á mánuði. — Nánari upplýsingar fást hjá undirritaðri. Sigurborg Kristjánsdóttir, Slaðarfelli, Dalasýslu. I. í greininni „Olía og ábyrgð. arleysi“, sem birtist hjer í blað- inu, er þess getið ao stórblaðið þýska, „Vossische Zeitung“ hafi flutt um áramótin í vetur, fijettaskeyti hjeðan þar sem látið er í veðri vaka, að fram- kvæmdir Shellfjelagsins hjer á landi sjeu gerðar með það fyr- ir augum, að Englendingar geti haft hjer bakhjarl fyrir flota sfnn, ef til ófriðar komi. Jafn- framt er þess getið, að sendi- herra vor hafi hnekt þessum orðrómi og hafi hið þýska blað tekið leiðrjettingar hans til greina og síðan haft hljótt um málið. Er umrædd grein var rituð var „Verði“ ókunnugt um, uð þýska blaðið hefði að nýju hafið umræður um málið. En svo sem að líkindum lætur gáfu ummæli dómsmálaráðherrans á eldhúsdegi orðrómi þessum nýj- an byr í s.eglih. Dómsmálaráð- herrann hnekti þar skýringum fulltrúa vors erlendis og gerði hann ómerkan orða sinna. Hvar sein er í heiminum mundi slíkt hneyksli hafa verið vítt, og inargoft hafa stjórnir landanna orðið að hröklast frá völaum fyrir langtum minni sakir. Síðan umrædd grein var rituð hefir oss borist í hendur danska blaðið „Berlingske Tidende“ frá 11. þ- ln- Birtist þar skeyti frá frjettaritara blaðsins í Berlín og er efni þess á þessa leið: „í sambandi við símskeyti til „Vossische Zeitung“ í janúar- mánuði, sem raiddi um tilraun þá sem sagt var að England væri að gera til að gera ísland að flotastöð, flytur blaðið i kvöld símskeyti frá Reykjavik, og er þar meðal annars svo að orði komist: „Á Alþingi hefir orðið orða- senna (Diskussion) milli ráð- herra fyrverandi ihaldsstjórnar, sem veitti Shellfjelaginu sjer- leyfið til bygginga á olíu- geymunum á íslandi, og núver- andi stjórnar. í Umræðunum sakaði núverandi dómsmálaráð- herra fyrverandi atvinnumála- ráðherra opinberlega um það, að hann með þessum ráðstöf- unuin hefði teflt sjálfstæði landsins í alvarlega hættu og á öðrum fundi lýsti dómsmála- ráðh. því ennfremur yfir, að orðrómurinn um bækistöð (Fodfæste) ensku flotamála- stjórnarinnar á íslandi væri ekki algerlega órjettmætur". Prjettaritarinn deilir því næst á mótmæli (polimiserer mod det Dementi), seui sendiherra ís- ands i Kaupmannahöfn, Sveinn Björnsson, birti, eftir fyrstu frásögn „Vossische Zeitung" um þetta mál, þar eð enginn vafi sje d að Sliellfjelagið sje i sambandi við Anglo Persian Oil, en í því fjélagi ætti enska flotamálastjórnin meiri hluta hlutafjárins. (Leturb. vor). Það er heldur ekki til þess fallið, að koma kyrð á hugi manna (det kan heller ikke virke bero- ligende) að Englendingar nota „leppa“ á íslandi og hafa mynd- að íslenskt Shellhlutafjelag. Að minsta kosti er allur þorri ís- lensku þjóðarinnar mjög á- hyggjufullur um varðveislu hlutleysis iandsins, og verður að álíta það með rjettu, einu rjettmætu stjórnmálastefnu, sem ísland verður að fylgja i hverskonar árekstri (Kon- flikter)". II. 1 þeirri útgáfu af ræðu sinni, sem dómsmálaráðherrann hef- ir látið Tímann birta, segir meðal annars svo: „Eins og menn vita, þá er valdið yfir olíunni eitt af heit- ustu deilumálum þjóðanna. Um- ráð þeirra yfir olíulindunum og aðstaða þeirra til að geyma hana á hentugum stöðum vegna herskipa sinna. Ná er stærð þessara islensku geyma svo mikil, að likast er, sem hcr- flota sje ætlað að liafa hjer birgðir. Ef svo er ekki þá skora jeg á hv. 1. þm. Skagf. (M. G.) að gefa skgnsamlega skýringu á þessu“. (Leturbr. vor). Síðan fer ráðherrann nokkr- um orðum um, að vjer verðum að auka sjálfstæði vort á næstu árum. Og eigum þvi að vera á verði gegn „hverskonar erlend- um áhrifum og ásælni, sem kynni að leita hjer fangs og yrði til þess að veikja eða hnekkja sjálfstæði voru. En einkum er það þó umhugsunar- efni, þegar ráðherra veitir vold- ugu heimsauðfjelagi hiklaus rjcttindi og gcrisi siðan einn af leppum þess. (Leturbr. vor). Hjer ur furðulega digur- barkalega mælt og mun þó frekar dregið úr orðum ráð- herrans eins og þau voru töl- uð en á þau bælt. Menn skyldu ætla, að sú stjórn, sem þannig talar hefði fyllilega hreinar hendnr. En er það nú svo? III. Allri þessari sjálfstæðisher- ferð ráðherrans er snúið gegn Shellfjelaginu. Það á að hafa bygt geyma sína hjer til þess að gefa erlendum „herílotum“ aðstöðu til þess að hafa hjer olíubirgðir. Ráðherra íhalds- flokksins er gerður að hálf- gerðum landráðamanni fyrir að hafa veitt íslenska Shellfje- laginu, sem stofnað er í fuílu samræmi við íslensk lög, heim- ild til að byggja hjer olíu- geyma. Dmrh. minnist ekki á að sjálfstæði voru geti stafað hætta af starfsemi nolckurs ann- ars steinolíufjelags, sem hjer starfar. Þó var honum kunnugt um, að hjer er starfandi annað steinolíufjelag, Olíuverslun ís- lands hf., sem er sölufjelag fyr- ir Anglo Persian Oil Co., öðru nafni British Petroleum Co. Þessu fjelagi hafði núverandi stjórn gefið heimild til að byggja hjer olíugeyma, og reka olíuverslun. Fjelag þetta hefir þegar bygt olíugeyma sam- kvæml heimild stjórnarinnar og tekið að reka hjer verslun. Að öðru leyti er mönnum lítt kunn starfsemi þess, því ekk- ert hefir opinberlega birst um hana í Lögbirtingablaðinu, þótt undarlegt megi virðast. IV. Árás ráðherrans á Shellfje- lagið og þögn hans um sölufje- lag Anglo Persian er sjerstak- lega eftirtektarverð, þegar höfð eru í huga orð frjettaritara , þýska blaðsins, sem tilfærð eru hjer að framan. Því hvað er það sem þýski frjettaritarinn telur varhugavert við Shellfje- lagið? Jú, það er það eitt, að eitt- hvert samband sje milli þess og Anglo Persian fjelagsins, en i Anglo Persian-fjelaginu eigi cnska flotamálastjórnin meiri hluta atkvæða. Eftir þcssu hefir stjórnin „með nokkurri legnd“ gefið fje- lagi, sem enslca ftotamála- stjórnin ræður gfir, lieimild til þess að bijggja hjer oliugeijma. Vjer fullyrðum ekki, að þessi ummæli þýska frjettaritarans um yfirráðin í Anglo Persian- fjelaginu sjeu rjett. En ef þau eru rjett, verður sjálfstæðjs- glarnur þeirra niðja Einars Þveræings, sem nú skipa stjórn landsins, æði hjáróma. Frjettaritari þýska blaðsins álítur Anglo Persian-fjelagið svo hættulegt, að það eitt að Shellfjel. sje í einhverju sam- bandi við slikt fyrirtæki, geri framkvæmdir Shellfjelagsins al- varlega varhugaverðar. íslenska stjórnin ræðst á Shellf jelagið en veitir aðal-háskagripnum ýms fríðindi. Ef svona er alt í poltinn bú- ið, verður gorgeir ráðherrans svo yfirgengilegur og biræfnin svo takmarkalaus, að engan veginn verður með orðum lýst. V. Hlutliafarnir í Shellfjelaginu eru að dómi ráðherrans „lepp- ar“ og jafnvel landráðamenn. En hvað eru að hans dómi mennirnir, sem standa að „fje- lagi ensku flotamálastjórnar- innar“? Og hverjir eru það? Framkvæmdastjóri fjelagsins er flokksbróðir ráðherrans og vinur, Hjeðinn Valdimarsson. Og auk þess er mælt að í stjórn þess sje starfsbróðir dómsmála- ráðherrans, Magnús Kristjáns- son, fjármálaráðherra. Dómsmálaráðherrann segir: „En einkum er það umhugs- unarefni þegar ráðherra veitir voldugu heimsauðfjelagi hik- laus rjettindi og gerist síðan einn af leppum þess“. Væri það síður umhugsunar- efni, ef „heimsauðfjelagið“ væri jafnframt undir yfirráð- um erlends „herfIota“? Út frá þessu fer að verða skiljanleg þögnin um Anglo Persian-fjelagið. Það gat verið óheppilegt að nánustu pólitisku venslamenn ráðherrans yrðu mikið bendlaðir við slíkt fyrir- tæki meðan verið var að út- mála fyrir þjóðinni hvilík feinknahætta sjálfstæði voru gæti stafað af starfsemi Shell- fjelagsins. Það var ekki heppi- legt að stjórnin, sem árásirnar gerði, yrði staðin að því að hafa veitt ýms fríðindi fjelagi, sem talið er miklu hættulegra en fjelagið, sem árásirnar beindust að. Þögnin var enn einn votturinn um siðgæði og óhlutdrægni stjórnarinnar. VI. Með ræðu sinni ætlaði dóms- málaráðherrann að koma and- stæðing sínum í gapastokkinn. Honum var það ljóst, að um- mæli hans gátu haft alvarlegar afleiðingar fyrir sambúð vora við erlendar þjóðir, ef þau bær- ust út. En hann hikaði ekki við að setja alla þjóðina í gapa- stokkinn, ef jafnframt mætti hnekkja áliti áhrifamikils and- stæðings. Andstæðingurinn hef- ir gert hreint fyrir sínum dyr- um, eins og enn mun sýnt verða, er framhald ræðu hans birtist hjer i blaðinu. Vjer höfum í lengstu lög þagað um þetta alvarlega mál. Vjer höfum skirst við, að hafa opinberlega eftir ummæli dóms- máfaráðherrans bæði í þessu máli og öðrum, sem að erlend- um þjóðum vita. Vjer höfum látið oss nægja að víta fleipur hans og benda á hættuna, sem af því gæti stafað. Engu skal um það spáð hvaða afleiðingar þetta frumhlaup dómsmálaráðherrans kann að hafa. En vonandi er að þjóðin þurfi ekld að súpa seyðið af heiftrækni lians og fram- hleypni. Hann hefir komið sinni eigin stjórn í gapastokk. Og hann verður að sætta sig við að glíina nú um stund við sín- ar eigin ályktanir um sjálf- stæðishættur og leppmensku. Gengisviöaukinn. Krían og kjóinn. Eins og frá hefur verið skýrt hjer í blaðinu bar stjórnin fram frumvarp um framleng. ingu 25% gengisviðaukans á ýmsum tollum og gjöldum- Á framlengingin að gilda til árs- lolia 1930. Frv. þetta var borið fram i neðri deild. Þegar málið kom til 2. umr. bar Hjeðinn Valdi- marsson fram breytingartil- lögu um afnám gengisviðauk- ans á kaffi og sgkri. Sú tillaga vaf feld með 20 atkv. gegn 5. Fór nú málið til Ed. og báru þá flokksmenn Hjeðins aftur fram sömu till. Hefur reyndin verið sú að Framsóknarmenn- irnir i þeirri deild hafa verið sýnu leiðitamari jafnaðarmönn- um, en flokksmenn þeirra í Nd. Varð það og að þessu sinni. Tillagan sem Nd. hafði felt með svo yfirgnæfandi meirihluta náði samþykki deildarinnar með sameiginlegum tilstyrk jafnaðar- og Framsóknarmanna gegn atkvæðum íhaldsmanna. Þegar málið kom aftur til Nd. báru íhaldsmenn tillögu um að færa frumvarpið aftur til síns upprunalega horfs, í sam- ræmi við vilja stjórnarinnar og yfirlýstan vilja deildarinnar. Og þá skeðu þau undur að Framsóknarmenn, að einum undanskildum (H. St.) hlupu frá fyrri afstöðu sinni og

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.