Íslensk endurreisn - 22.06.1933, Blaðsíða 3

Íslensk endurreisn  - 22.06.1933, Blaðsíða 3
ÍSLENSK ENDURREISN ríkisstjórnin gert sér fulla'grein fyrir þessu í tíma, ímynda jeg mjer að þingmenn hefðu liikað við að samþykkja samningana. Aðdáendur samninganna lialda því fram, að við andstæðingarnir höfum notað samninginn til árása á stjórnina. Þetta er ekki rjett, en við sem þekkjum langtum betur til síldarútgerð- ar, sjáum betur fram í timann en hún í þessu máli, og er slcvlda okkar að benda henni á það. Það er ekkerl leyndarmál, að rikisstjórnin ætlar að halda samningana út i ystu æsar, en það getur liæglega orðið henni ókleift, jafnvel þótt hún vildi grípa til hinnar nýstofnuðu rík- islögreglu til þess að framkvæma samningana. Hvað kosta norsku samningarnir þjóðina þá? Óskcir Hctlldórsson. Framboðið. Þann 18. þ. m. var framboðsfrestur til Al- þingis útrunninn að þessu sinni, og mun nú frjett um frambjóðendur úr öllum sýslum landsins. Eins og getið var um i síðasta blaði, sá Þjóð- ernishreyfingin sjer ekki fært, að fylkja liði sínu svo sem æskilegt hefði A*erið, enda var tæpast við því að búast, þareð liðnir eru aðeins rúmir tveir mánuðir síðan Þjóðernishreyfing- in hóf göngu sina og undirbúningstími mjög n’aumur. í Suður-Þingeyjarsýslu mun þó Þjóðernis- hrevfingin hafa mann í kjöri: Jón Þorbergs- son bónda á Laxamýri. Er hann, sem kunn- ugt er, einn af þektustu bændum landsins og er hans getið*nánar á öðrum stað lijer i blað- inu. Af liálfu Framsóknar-, Alþýðu- og Sjálf- stæðisflokksins er um litlar verulegar breyt- ingar á framboði að ræða frá því áður. Þó má geta þess, að Jónasi útvarpsstjóra hefir nú verið „útvarpað" úr Dalasýslu. Voru lengi -áhöld um Jivor fram skyldi fara fyrir hann, Gísli Tímaritstjóri eða Þorsteinn Briem. Mun Framsóknarmönnum Jiafa litist ritstjórinn litl sigurvænlegur að lijóða Dalamönnum upp á og fór það að vonum. Er ráðlierranum ætlað að erfa ríki.útvarpsstjórans. — En vel á minst: úr því að Framsóknarmenn álíta Jónas Þor- bergsson ekki lengur hæfan til þingmensku, hvernig dettur þeim þá í hug að bjóða þjóð- inni lengur upp á hann, sem útvarpsstjóra? í Strandasýslu á Tryggvi Þórhallsson að verða sjálfkjörinn. Hafa Sjálfstæðismenn jafnan haft þar mann í kjöri þangað til nú. Er mönnum með öllu óskiljanleg sú lilífð er þeir sýna nú einum allra mesta skaðræðismanni í ís- lensku stjórnmálalífi með því að Jjjóða eigi fram manii á móti hon- um. Það, sem einkum einkennir liið nýja fram- boð er þátttaka Kommúnista í því. Hafa þeir menn i kjöri í ekld færri en 15 kjördæmum landsins. Má af því ráða nokkuð um útbreiðslu 'Kommúnistaetefnunnar hjer á landi undir verndarvæng núverandi valdhafa. Nýr doktop. Nýlega liefir magister Einar Ól. Sveinsson hlotið doktorsnafnbót fyrir rit sitt „Um Njálu“. Fór doktorsvörnin fram í neðri deild- ar sal Alþingis þ. 1G. þ. m. Andmælendur voru prófessorarnir Sigurður Nordal og Árni Páls- son. Luku þeir báðir lofsorði á rit Iiins nýja doktors. Þjððernissinnar heiðra minningn Jóns Sigurðssonar. Þann 17. júní s.l., á fæðingardag Jóns Sig- urðssonar, gekk sveit manna úr fánaliði Þjóð- ernishreyfingarinnar, með íslenska fánann i broddi fylkingar, upp að leiði forsetans. Var staðnæmst þar um Jirið og lagðun* krans á leiðið. Lengi getnr vont versnað! Nýlega Jiafa orðið ritstjóraskifti við sorp- blað það hjer í bæ, sem kennir sigvið íslenska alþýðu. Ólafur Friðriksson ljet af aurkastinu í Alþýðublaðinu og við tök Einar Magnússon lcennari. Maðurinn mun vera guðfræðingur, en lieldur þylcir mönnum iðja lians óprests- leg. Þótt ritstjórnarferill lians sje ekki nema tveggja daga gamall, virðist liann á skömmum tima ætla að setja met í lygum og rógburði um Þjóðern- ishreyfinguna. Var það þó sannarlega ekki á hvers manns færi, að skara fram úr fyrirrennara hans í því efni. En lengi getur vont versnað. í Alþbl. þ. 20. þ. m. birtist grein með fyrir- sögninn/ „Landrúð íslenskra násisla• Stórvcld- isdraumar Hillers." Þar úir og grúir af liinum gífurlegustu dylgjum og rógi um Þjóðernis- hreyfinguna. Telur höfundur liklegt „að Þjóðernishreyfing Islendinga sje landráðaflokkur, flokkur, sem stefnir að því að svíkja sjálfstæði þjóðarinnar, svíkja hana undir erlend yfirráð“. Ekki þorir hann samt að fullyrða þetta al- | veg! En líklegt telur hann það!! Af þessum og fléiri líkum ummælum er augljóst, að hjer er á ferðinni blaðasnápur af allra aumasta tæi. Að hætti allra örgustu kjaftakerlinga reynir hann að fylla upp í eyður vanþekking- ar sinnar með andstyggilegum orðatiltækjum, sem huglausum mönnuin einum eru samboð- in, s. s.: „sumir segja“, „sagt cr og“ og „sum- ir mæla það og“ og annað þess liáttar. Ber þetta vott um ótrúlega meingallað innræti Röfund- arins: annarsvegar ástriðuna til þess að rægja Þjóðernishreyfinguna og hinsvegar heigul- skápinn og kjarkleysið, að þora ekki sjálfur að bera ábyrgð á ósóma sinum, heldur vilja klina henni á „suma“. Eins og sjá má á öðrum stað hjer í blaðinu i dag, hefir verið ákveðin málshöfðun gegn Alþýðublaðinu út af hinum umræddu ásökun- um og rógi í garð Þjóðernishreyfingarinnar. „íslensk Endurreisn“ hefir vfirleitt ekki sjeð ástæðu til þess að elta ólar við ósanninda- þvætting þann, er daglega vellur út úr Al- þýðublaðinu. Hún mun heldur ekki gera það eftirleiðis, nema sjerstök þörf sje á því. Hún veit það, að Alþýðublaðsbroddarnir eru ómerkingar, sem íslensk alþýða er tekin að snúa baki við, með andstygð og fyrirlitningu. Frá Hósavík. Frá Húsavík hefir blaðinu borist eftirfar- andi brjefkafli: „Við kattpfjelagsmennirnir hjef i Suður- Þingeyjarsýslu fneguin muna tvenna tímana. Kaupfjelagið okkar er elsta kaupfjelag lands- ins. Um margra áratuga skeið var þvi stjórn- að af snild og prýði. Fjelagið var altaf vel birgt af nauösvnjavörum, sumar, vetur, vor og haust. Allir þeir fjelagsmenn, er áttu inm hjá l'jelaginu fengu að sjálfsögðu inneign sina greidda í peningum, hvenær sem þeir óskuðu eftir. En nú er komið annað hljóð í strokk- inn. Ivaupfjelagsstjóranum okkar, Bjarklind, hefir tekist að koma fjelaginu í það horf, að fjelagið hefir ekki nema einstaka vörutegund- ir og úttekt fjelagsmanna á þeim er skorin svo við neglur, lxvort sem menn eiga inni eða ekki, að leita verður til annara verslunarfyrir- tækja. Enda þótt fjelagsmenn eigi inni lijá fjelaginu, má það heita gersamlega útilokað að fá peninga til nauðsynlegustu útgjalda, svo jeg sje mjer ekki fært að koma suður til að hitta þig eða kunningjána i sumar eða liaust, nema að þú getir lánað mjer 60—80 ki\, en sem jeg get aldrei horgað þjer, ef þessu held- ur áfram, nema með úttekt í kaupfjelaginu okkar hjer. En hvernig þú getur notfært þjer það, verður þú sjálfur að ráða fram úr. — Ástandið hjefna er nú þannig, að Suður-Þing- eyjarsýsla er önnur skuldugasta sýsla lands- ins, þrátt fyrir forystu okkar ágætu manna, Jónasar frá Hriflu, Ingólfs frá Fjósatungu og Sigurðar Bjarklind. -— Það er nú orðin al- menn skoðun lijer i sveitinni, að timi sje til kominn að Bjarklind hverfi úr þessari stöðu sinni, því að engar auðlindir hafa frá honum runnið.“

x

Íslensk endurreisn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk endurreisn
https://timarit.is/publication/385

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.