Íslensk endurreisn - 29.06.1933, Blaðsíða 2

Íslensk endurreisn  - 29.06.1933, Blaðsíða 2
ÍSLENSK ENDURREISN Aukinn þegnskapur íslendinga er eina viðreisnarvonin. Hann viljum vjer efla, en ekki þann hugsun- arhátt, að velta öllu' á annara herðar. Vjer vilj- om samhjálp og samúð, en ekki reipdrátt milli stjettanna, eins og nú er alið á af óhlutvöndum. Þegar litið er á atvinnuliorfur suinarsins, | sem nú fer í hönd, er ekki bjart framundan og | liggja lil þess margar ástæður. Um landbúnaðinn þarf ekki að fjölyrða, því að flestallar landbúnaðarafurðir, sem til út- flutnings eru ætlaðar, eru i sára lágu verði og eðlileg afleiðing þess er, að verðlag innanlands á afurðum bænda er svo lágt, að það virðist sem f jöldi bænda sje að flosna upp á búskapn- um. Landbúnaðurinn krefst mikillar vinnu, spar- semi og ótakmarkaðrar elju og nýtni, en jafn- vel þótt þessi skilyrði sjeu uppfylt, berjast samt bestu bændur í bökkum, og er lijá þeim því lítillar atvinnu von. I>að er ekkert ósvipað um útgerðina. Flestir togarar safna skuldum og virðist enginn hafa áhuga á því lengur að leggja fje i þá útgerð, sem eðlilegt er, þvi að rekstur síðustu ára sýn- ir alt annað en framgang i þeirri atvinnugrein. Línuveiðaraútgerðin er tiltölulega ný hjer á landi og, eins og oft vill verða, reyndist það dýr skóli, er byrjað var að nota linuveiðarana á fleira en síldveiðar, eins og t, d. netjaveiðar við Vestmannaeyjar og línuveiðar, en smám saman skóluðust menn og lærðu af reynslunni í þessu sem öðru. En þegar loksins virtist vera kominn nokkurn veginn heilbrigður grundvöllur undír þessa úlgerð, komu Jafnaðarmenn og bjuggu til kaupdeilui’, sem urðu meðal annars lil þess, að þrjú skip (Fjölnir, Fróði og Venus) vfirgáfu Reykjavík og leituðu þangað, sem meiri vinnu- friður var. Öll þessi skip eru nú komin til Þing- eyrar og orðin heimilisföst þar. Það var ekki hyggilegt hjá þessum mönnum að flæma togarana þannig burt úr bænum, þvi að það er hægra og fyrirhafnarminna að koma útgerð út úr bænum en inn í hann. Þessi línuveiðarafloli virðist nú rjett skrimta af. Síðasll. ár gaf hann eigendunum viðhald skipanna, og sjómönnum, sem atvinnu stund- uðu á þeim, heldur lágt kaup í samanburði við kaup á togurum þeim, sem stund veiðar mest alt árið, en ekki er um marga möguleika að ræða til jiess að afla sjer betri alvinnu, og liefði þó þessi atvinna gelað vcrið betri, ef aðstaðan við síldveiðarnar hefði verið bætt með bygging nýrra síldarverksm iðja. Vjelbátaútgerðin er, eins og nú standa sakir, uppistaða sjávarútvegsins að því leyti, að hún veitir fleira fólki atvinnu og skapar meira verð- mæti en liinar greinir útgerðarinnar, en sá er gallinn á, að ekki er hægt að stunda þenna at- vinnuveg nema lítinn liluta ársins, og verður það því framtíðartakmarkið, að afla þessari úl- gerð atvinnu, sjerstaklega um sumartímann. Jeg Jiekki þetta af eigin reynslu. Jeg hefi reynt sum- arútgerð með vjelbátum á þorskveiðar tvö sum- ur, en yfirleitt eru fiskimiðin ekki nógu auðug til þess að geta borið útgerðina uppi fjárhags- íega. ÖII stærri útgerðin, svo sem togarar, línuveið- ófyrirleitnum og' ábyrgðarlausum óþokkum á j stjórnmálasviði hinnar íslensku þjóðar. Vjer viljum, að þeir ráði, sem hafa einbeitt- astan vilja, mestan drengskap og bestan hug til þess að vinna ö 11 u m landsins börnum gagn og' ættjörö sinni sóma. Kr. Linnet. arar og stærri „mótorkútterar“ (40 smál.), hafa alt aðra aðstöðu, og getum við sjálfum okkur um kent, að hún er ekki notuð og næg atvinna handa þeirri útgerð allan sumartímann. En það er hægt með því að notfæra sjer auðugustu síld- armiðin í heimi og er það ljett verk með því að byg'gja fleiri nýtísku síldarbræðslustöðvar, og þá sjerstaklega við Húnaflóa. - Þegar jeg fyrst kom fram með hugmynd rnína um ríkisverksmiðjur, var henni tekið dauflega, en nú er svo komið, að útgerðarmenn og sjómenn gætu ekki hugsað sjer að vera án rikisverksmiðjunnar á Siglufirði. En verkið er ekki nema liálfunnið enn þá, þar sem ekki er komin nema ein verksmiðja, en hugmynd mín var að byggja að minsta kosti tvær verksmiðj- ur, og hafa sjómenn ekki þráð annað heitar undanfarin ár, en að komin væri önnur verk- smiðja í viðbót. Er nú svo komið, að þessi krafa verður ekki lengur þöguð í hel. Að vísu liefir ríkisstjómin þessa dagana keypt síldarverksmiðju Dr. Paul á Siglufirði, en hún er svo lítilvirk, að hún getur ekki nándar nærri fullnægt þörfinni, hvað þá heldur hinni auknu þörf, er leiddi af þvi, að langtum fleiri skip stunduðu sildveiðar. Svo að jeg komi aftur að smáútveginum, -— en þar á jeg við 18 til 28 smálesta báta, eins og t. d. báta á Akranesi, í Keflavik og Vest- mannaeyjum, þá vantar þá sumaratvinnu og þarf eitthvað fyrir þá að gera. Jeg hefi hugsað mjer, að það mætti t. d. byrja á, að gera tilraunir með að senda þessa bála til Grænlands, á hin auðugu fiskimið þar, um sum- artimann. Það hlýtur að vcra auðsótt, að fá leyfi lil að bálarnir megi athafna sig á cinhverri hentugri eyðivik eða firði þar vestra. Þessir góðu og kraftmiklu bátar, með okkar seigu og duglegu sjómönnum, hljóta að geta skapað sjer þar arðvænlega sumaratvinnu, engu síður en aðrar þjóðir, seni sækja þessi mið nú, auk þess sem lega íslands er hagkvæmari en annara landa, sem láta sækja sumarafla sinn þangað. Þessi Grænlandshugmynd mín er nokkurra ára gömul, en jeg held að það hafi aldrei verið jafnmikil þörf á, að henni væri gaumur gefinn og nú, og liggja lil þess margar ástæður, þó sjer- staklega þær, að síldaralvinna (reknetjaveiði) þessgra báta er ekki lengur arðvænleg og auk jiess eru margir bátarnir orðnir svo stórir, með kraftmiklum vjelum og vel út búnir að öðru leyti, að það má bjóða þeim langtuni meira nú en áður. Jeg hefi átt tal um þetla efni við fjölda sjó- manna, innlendra og útlendra, sem stundað hafa fiskveiðar við Grænland og hafa þeir gefið mjer margvíslegar upplýsingar um þetta efni, en of langl mál vrði, að skýra frá því í stuttri blaða- grein. Óskar Halldórsson. ikkiuar Isani. III. I 7. tölublaði af íslenskri Endurreisn birtiun vjer kafla úr bók þýsks verkfræðings, Peter- mann að nafni, um Sovjetrússland, í íslenskri þýðingu. Hefir grein sú vakið athygli margra og' þykir oss því hlýða, að birta hjer annan kafla úr frásögn lians, er óefað mun vekja eftirtekl fjölda manna, eigi siður en hinn fyrri. Petermann segir m. a. þannig frá: „Fyrstu dagarnir í Moskva. Moskva er undantekningarlítið fyrsta rúss- neska borgin, sem útlendingar, er ferðast til Rússlands, kynnast að ráði. Þar liafa embættis- mennirnir, sem þeir þurfa að ná tali af, aðset- ur sitt. Um Leningrad (Pjetursborg) ferðast yfirleilt ekki aðrir útlendingar en þeir, sem koma sjóleiðina. Moskva hefir töfrandi áhrif á flesta ferðamenn. Ivirkjuturnarnir fögru, kín- verski múrinn, Kreml-höllin, hin skrautlega Basiliuskirkja og götulífið, sem ber á sjer aust- rænan blæ, gagnlaka aðkomumanninn fyrst i stað. Hann tekur naumast eftir liúsunum, sem 'komin eru að falli, óreglunni og óhreinindun- um á götunum og' fólkinu, sem ferðast um þær, klætt i tötrá og trjeskó. Álirifin, sem liann fær af Moskva eftir fljótlegt yfirht eru yfirleitt frekar góð. Undrunin ber allar aðrar tilfinn- ingar ofurliði, a. m. k. fyrst í stað. Vegna anna vinst fæstum ferðamönnum tími til að kynna sjer Moskva nánara. Rússar hafa * auk þess sjerstakt lag á þvi, að láta menn ekki taka eftir neinú óþægilegu eða því, er kynni að falla íiiönnum miður i geð. Þeim tekst jafn- an snildarlega að hagnýta sjer alla örðugleika ferðamanna. í Ieikstjórn eiga þeir, sem kunn- ugt er, engan sinn líka, síðan jieir gerðu „Potem- kin“-kvikmyndina. Þeir hafa alveg sjerstakt lag á að sýna útlendingum aðeins jiað, sem jieir eiga að sjá. Það er ekki einu sinni, að Jicir fái nokk- urn tíma að sjá liina troðfullu spoi*\ragna í út- hverfum borgarinnar. Leið þeirra liggur aldrei um úthverfi Moskva, þar sem fólkið hefst við liópum saman í daunillum og ógeðslegum lier- bergiskytrum. Þeir fá heldur aldrei að vita um, að fólkið verður tímunum saman að standa í halarófu framan við sölubúðir rikisins, til þess að bíða eftir að því verði úthlutað ögn af brauði, sild, kjöti og olíu og öðru jivi, er það Jiarf sjer til Iifsviðurværis. Þeir frjetta ekki, að Jiegar um miðnætti leita menn til sölubúðanna og að foreldrar og börn skiftasl á að bíða eftir að röðin komi að sjer. Þeir frjetta ekki lieldur, að konurnar slanda dag eftir dag, ffá morgni lil kvelds, fyrir fram- an fangelsin, til Jiess að grenslast cftir, hvert fjölskyldufaðirinn eða sonurinn, sem varpað hefir verið í fangelsi, hafi vcrið flultur. Það kemur varla fyrir, að getið sje um, af hverju Jiessi eða hinn liafi verið tekinn fastur, livort liann sje enn á lifi, eða hvort Jiegar sje búið að flytja liann i^útlegð til Archangelsk eða eitt- hvað annað. Oftast líða fleiri mánuðir, Jiar til fjölskyldan frjettir hver hafa orðið örlög ást- vinar síns. Sá, sem dvelur aðeins skamman tima í Sovjet- rússlandi, liefir hvorki tima nje tækifæri til Jiess að kynna sjer ástandið Jiar, eins og það er i raun og veru. Hann fær ekkert að lieyra um útlagaeyna Solovezki i Ishafinu; hann frjettir heldur ekkert um kvalir Jiær, sem 30 þúsund „Lisclienzis“, Ji. e. rjettleysingjar, verða að Jiola, aðcins fyrir það, að þeir töldust áður fyr til borgarastjettarinnar. Hann kemur varla út fyrir aðalgötur borg- arinnar, þar scm skrifstofurnar, Kreml-höllin og leikhúsin standa. Þurfi hann að leita upp- lýsinga hjá mönnum, er skilja móðurmál hans, þá eru Jiað nær undantekningarlaust erindrek- ar G. P. U. leynilögreglimnar eða Kommúnistai'. Þeir sem koma til Rússlands scm meðlimir iðn- Hvar er sumaratvinnu að hafa? Togarap, línuveiðarar og mótorskip gætu liaft næga sumaratvinnu, ef rjett væri á lialdid. Væri ekki rjett að atliuga Grænland fyrir vjelbátautveginn ?

x

Íslensk endurreisn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk endurreisn
https://timarit.is/publication/385

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.