Íslensk endurreisn - 19.08.1933, Blaðsíða 2

Íslensk endurreisn  - 19.08.1933, Blaðsíða 2
ISLENSK ENDURREISN Atvmnnmál. Hjer í blaðinu lieí'ir ínargoft verið bent á það, sem aflaga fer í þjóðmálum vorum. Með skýrum 'dæmum hefir verið sýnt fram á að stjettarrígur, skipulagsleysi og óstjórn ðr smátt og smátt að koma þjóðinni á vonar- völ. í þessari grein mun verða bent á nokkrar leiðir, sem fara verður ef nokkurntíma eiga að koma nýir og betri límar vfir þjóðina. Atvinnuleysið er mesti vágesturinn og at- vinnuleysinu ver'ður að útrýma livað sem það kostar. Margt hefir verið rætl og ritað um leiðir út úr ógöngunum en samt hefir litlu verið áorkað. Enn þá gangá hundruð manna atvinnulausir um liábjargræðistímann, aðeins vegna þeirrar óreyðu og skipulagsleysis, sem í atvinnumálunum rikir. Það fjTsta sem gera verður í atvinnumálun- um er að skipuleggja atvinnuna. Hjá ríki og bæjarfjelagi starfar fjöldi manna, sem ýmist er óþarfur eða þannig efnum búinn að hann á að víkja fyrir öðrum, sem ver eru settir. Einn af innheimtumönnum bæjarins hefir selt ríkinu jörð auslur í Ölvusi fyrir um 100 þús- und krónur, svo að hann ætti t. d. ekki að vera á flæðiskeri staddur og svo mun um fleiri. Það mun ekki ofmælt, að ef rjettlæti er látið ríkja í starfsmannaskipan og Iaunagreiðslum ríkis og bæjarfjelaga, þá muni sþarast hundr- uð þúsunda króna. — Því fje mætti verja til atvinnuaúkningar í landinu. Það er óhæft og óverjanlegt með öllu hvern- ig forstjórar ríkisstofnana og fyrirtækja, sem ríkið styrkir á einn eða annan hátt misnóta stöður sínar, fjölskyldum sínum og vinafólki í vil. Það er ranglæti að nokkrar fjölskyldur fá svo tugum þúsunda skiftir árlega frá því opinbera á meðan hundruð manna hafa eng- an slarfa og engin laun. Krafan um skipu- Jagningu atvinnunnar hjá ríki og bæjarfje- lögum er rjettmæt og á rökum reist og henni verður að fylgja fast fram. Forráðamenn þjóð- arinnar, ríkisstjórn, alþingismenn, sýslu- og bæjarstjórnir, hafa fylgt þeirri meginreglu að ldaða á atvinnuvegina og framleiðendur skött- um, tollum og allskonar álögum, sem gera allan atvinnurekstur torveldan og sem verður til þess að auka atvinnuleysið. Fjölda margir menn vilja ekki leggja út í nokkurn iðnað, útgerð eða önnur fyrirtæki þar sem þeir eiga það víst að allur ágóði (og stundum höfuð- stóllinn líka) verður tekinn af þeim með óhæfilegum sköttum og ákyldum. Skattarnir og áiögurnar hafa stórkostlega dregið úr fram- kvæmdum einstakra manna og fjelaga. En ,á þessu verðúr að ráða bót. Atvinnuvegir lándsmanna eru fjöregg þjóðarinnar og þá verður að efla, bæla og auka en ekki sliga með fyrirhyggjulausri skattheimtu. Ríkisstjórnin verður að hefjast handa og taka til hyggilegra og varanlegra ráða í þessu stór- máli. — Það er tilgangslítið að sletta einhverj- um „atvinnubótum“ í nokkur hundruð menn um háveturinn; það sem verður að gera er að útvega fólkinu trygga og varanlega atvinnu og það verður að eins gert með auknum iðnaði, útgerð og framkvæmdum í landinu. íslenskur Iðnaður getur aukist og blómgast ef lionum væri sómi sýndur og iðnaðurinn mun i framtíðinni verða athvarf fyrir þús- undir manna hjer á landi. Skilyrði fyrir aukn- um iðnaði eru mörg og mikil. Nægilegt vatns- afl til raforku og verksmiðjureksturs í stór- um stíl er fyrir hendi og ýms efni í landinu sjálfu, sem gera mætti úr markaðshæfa vöru. Forráðamennirnir eiga að skilja betur en allir aðrir þá nauðsyn, sem er á auknum iðn- aði, sem er sama og aukin atvinna. Og þess vegna verður að gera þá skýlausu kröfu, að ríkisvaldið styðji iðnaðinn með skvnsamlegri löggjöf á ýmsum sviðum. (Um iðnaðarlög- gjöfina verður bráðlega rætt lijer i blaðinu). Þá leið má taka upp að greiða fyrir mönuum um að flytja inn ýmsar vjelar til aukins iðn- aðar og krefja ckki um neina lolla eða af- j gjöld af þeim. Myndi þetta ráð, el' upp væri tekið, 'verða lil j)ess að ýmsar starfandi verksmiðjur, sem þyrftu að fá sjer nýjar og betri vjelar eða auka við sig, myndu ráðast í kaup á þeim, cn sem nú er gert ill mögulegt. Innflutnings og gjaldeýrisnefnd gera allan innflutning á' slílcu erfiðari og lorveldari. Afuám cða rýmk- un innflutningshafta og afnám tolla á öllum nauðsynlegum vjelum, lil aukins iðnaðar í landinu, er rjett og stórt spor i áttina til að útrýma atvinnúleysinú. Hver atvinnulaus maður og fjölskylda hans kostar rikið beint eða óbeint fleiri þúsund krónur á ári, og þess vegna er j)að beinn gróði fyrir ríkið þegar atvinnan er i góðum gangi. Atvinnulaus mað- ur verður að fá styrk — vinnandi maður veit- ir styrk. Þess vegna væri það athugandi hvorl ekkí væri unt að veita verðlaun þeiin fvrirtækjum eða atvinnurekendum á sjó cða landi, sem gætu aukið eða bætt rekstur sinn svo að unt væri að veila fleiri mönnum fasta atvinnu alt árið. Er hægl að liafa þessi verð- laun i lækkuðum sköttum eða tollum eða á annan liátt sein heppilegt kynni að þykja. Er til mikils að vinna ef slíkt væri unt, en það er þvi aðeins hægt jiegar föstu og rjettu skipu- lagi er komið á atvinnumál þjóðarinnar. Vandræði síldarútvegsins í smnar. Síldveiðaflotinn liggur að mestu athafnalaus eftir 4—5 daga veiði. Til þess að hjálpa síldarútveginum þarf nýja síldarverksmiðju, er vinnur úr 4000 málum á sólar- hring. í vor skrifaði jeg nokkrar greinir í „íslenska Endurreisn“ um nauðsynina á því, að gera til- raun með að fá sumaratvinnu við þorskveiðar í Grænlandi fyrir mótorbátaútveginn. Jafn- framt sýndi eg fram á, að við gætum haft næga sumaratvinnu handa togurunum, línu- veiðurunum og stærri mótorskipum með því, að gera jiessi skip út á síldveiðar, en til þcss þyrfti ríkið að byggja stóra nýtísku sildarverk- smiðju við Húnaflóa. í sumar hefir síldveiði verið meiri cn nokk- uru sinni áður. Strax eftir að almenn veiði byrjaði, voru komin 50—60 þús. mál í ríkis- bræðsluna eftir að eins 4—5 daga veiði, og gat verksmiðjan ekki tekið við meiru þá i svipinn. Urðu skipin, sein þar höfðu samn- inga, að hætta veiðinni. Það er stuttur tími, fjórir, fimm dagar af sildveiðatimabilinu, sem er Venjulega tveir mánuðir, en þetta sýnir betur en nokkuð ann- að, hversu illa við erum staddir með síldar- atvinnuveg okkar, vegna vöntunar á síldar- bræðslum. — Sama gildir um aðrar versmiðj- ur norðanlands, þvi að strax í júlímánuði voru orðsendingar. í útvarpinu lil síldveiðiskipa, að koma ekki inn með aflan, því að þar væri allt yfirfullt og ekki liægt að taka við meira „fyrst um sinn.“ Það er eklci nóg með það, að skipin liafi strax eftir þessa fáu daga komist í vandi’æði með veiðina, heldur eru síklarverksmiðjurnar það líka ekki síður. Þegar t. d. ríkisversmiðj- au tekur á móti 70 þús. málum í einni lotu á stuttum tíma, þá gerir hún sjer stórtjón með því, þvi að það tekur hana svo langan tíma að bræða þessa síld, að hún grottnar á meðan í geymsluþrónum, þótt söltuð sje, og verður þar af leiðandi jafnt lýsi sem mjöl hvorugt góð vara, borið saman við, að síldin væri brædd ný, auk þess sem þetla tefur rekstur- inn mikið, því að versmiðjan vinnur mikið færri mál á sólarhring af gamalli síld en nýrri. Það cr ekkert gaman, að vita af nægri veiði og hjálpa ekki skipum og mönnum til að losna við aflann, og hefir rikisversmiðjan teygt sig meira en hún gal gert ineð góðu, og gert sjer tjóu þar með. Hefi eg oft sjálfur og fjöldi annara síldarkaupmanna g'ert hið sama, því að það liorfir enginn upp á það að gamni sinu, að sjá menn og skip atvinnulausa, ef hægt er að greiða fyrir þeim. Það sem þarf að gera er að byggja ný- tísku síldarverksmiðju við Húnaflóa. Eg er talsvert kunnugur á Ströndum. Hefi verið þar þjú suniur, og er það álit mitt, að Reykjafjörður sje tvímælalaust besti staður- inn fyrir þann rekstur. Auk þess hefi eg átt tal um þetta við fjölda sjómanna, sem kunn- ugir cru við Húnaflóa, og slaðfesta þeir hið sama, að, að öllu samanlogðu, sje Reykja- fjörður bestur. Sildarverksmiðja þessi má ekki vera minni en svo, að hún geti brætt 4000 mál á sólar- hring, til þess að geta fullnægt þeirri þörf, sem nú er. Síldarbræðslan verður að vera svo stór, að hún geti brælt sýldina nýja jafnóð- um sem hún fiskast, svo að úr henni fáist fyrsla flokks lýsi og mjöl. — Það er betra að láta verksmiðjuna vanta sild dag og dag á vertíðinni, heldur en að hafa alt yfirfult og vera að bræða síldargrút allt sumarið. \rerksmiðju þessa þarf að byrja að byggja vorið 1934, svo að hún geli tekið til slarfa í júlíbyrjun 1935. Lega verksmiðjunnar er eitlhvert stærsta at- riði þessa máls, og má ekki flana að því að velja henni slað. Að hugsa um Vestfirði eða Austfirði til byggingar nýrrar siídarbræðslu- stöðvar er brjálæði. Aftur er Rcykjarfjörður sjálfsagður staður undir síldarverksmiðju vegna þess, hversu hann liggur nærri hinuin auðugu sildarmiðum og sparar útgerðinni tugi ef ekki hundruð þúsunda á hv.erju ári. Jeg þekki þetta af eigin reynslu, því að eg hefi sjálfur orðið að selja sild til bræðslu á Vest- fjörðum og vcit hvert erfiði, tímalöf og kostn- aður er því samfara. Auk þess atvikaðist svo eitt sinn, að jeg var framkvæmdastjóri IJest- eyrarverksmiðjunnar í nokkuite daga, vegna dauðsfalls framkyæmdastjórans, sem fyrir var, og sá jeg þá um kaup á síld i verksmiðj- una. Var mjer lieimilað að kaupa málið þá á 14 kr. aflient á Hesteyri, eða 10 kr. komið um borð í skip á Siglufirði, og varð reynsl- an sú, að miklu fleiri vildu selja síldina til Siglufjarðar fyrir hið lægra vcrð, og gerði það ekkert annað en lega Hesteyrarverksmiðj- unnar. Þar sem sjávarútvegurinn er og verður að- aluppistaða þjóðfjelagsins, má ekki horfa í eins og liálfa miljón lil nýrrar siklarverk- smiðj u. Ný verksmiðja minkar mikið það mikla at- vinnuleysi, sem nú er fram undan, fyrir út- gerðarmenn og sjómenn yfir sumartímann, og bætir jafnframt kjör þeirra, sem fyrir eru, um leið og hún skilar ríkinu framlagi sínu margföldu aftur, beint og óbeint. Óskar Halldórsson. Aug’lýsið i íslenskri Endurreisn.

x

Íslensk endurreisn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk endurreisn
https://timarit.is/publication/385

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.