Ísland - 06.03.1937, Blaðsíða 3

Ísland - 06.03.1937, Blaðsíða 3
6. marz 1937 ÍSL AND Ameríkuferð Viðtcsl við Óskar Halldórsson útgerdarmann. P*'. • '~J , '.V" ' Öskar Halldórsson útgerðar- maður er nýkominn heim úr Ameríkuferð og hefir fréttarit- ari blaðsins átt tal við hann um þessa vesturför hans og sagðist honum þannig frá: — Ég kom til New York 24. nóv. og hef ég aldrei verið hræddari um líf mitt en þá fáu daga, sem ég dvaldi þar. Hvergi hef ég séð annað eins bílaþvarg og þar — og þó það væri óslitin bílaröð, eins langt og augað eygði, þá virtist mér, að hver einstakur bíll æki eins hratt og orka hans leyfði. Það er ýkju- laust, að Ameríkumenn aka eins og fantar, og feitum mönn- um og þungum á sér eins og mér er allsstaðar hætta búin! Á hafnarbakkanum, þar sem ég steig á land í New York, hitti ég fyrir Svíana Pontus Nielsen og Walström, sem báð- ir eru miklir vinir okkar ís- lenzkra útgerðarmanna og auk þess mörgum kunnir hér á landi, og þótti mér gaman að hitta „kollega“ mína í þessari voða- legu borg! — Og þröngvuðu þið ekki strax út heilmiklu af síld í New York-búa? — Nei, þar er lítill markað- ur fyrir þá venjulegu harðsölt- uðu síld. Þegar þeim er boðin hún til kaups, benda þeir ósköp kaldir upp í kirkjugarðinn og segja, að þarna haldi þær sig nú, gömlu skandinavisku síldar- æturnar, að afkomendur þeirra kæri sig ekkert um þá fæðu. Á s.l. sumri voru þó 12,000 tunnur af léttverkaðri síld seld- ar héðan beint til New York, og um svipað leyti seldu Norðmenn og Svíar þangað 10,000 tunnur af samskonar síld, veiddri hér við land. Það eru aðallega „barrónar“, í reykvískri merk- ingu þess orðs, sem borða þessa síld. Það, sem New Yorkbúar eru gráðugastir í frá okkur Islend- ingum, er meðalalýsið, og er mikil eftirspurn eftir því. — En þeir vilja ekki líta við saltf iskinum ? — Nei, það er sama og eng- inn markaður fyrir þurkaðan saltfisk í Norður-Ameríku. Frekar væri leið að selja þeim blautsaltaðan fisk — annars kæra þeir sig ekkert um salt- fisk. En fái þeir til meðferðar íslenzkan saltfisk, er hann „flakaður“ og látinn í 1—2 punda kassa. Og það sem ekki er flakað „rispa“ þeir niður í mjöl, sem notað er í hinar svo- nefndu saltfiskkökur. Þær eru seldar í litlum öskjum, svipuð- um sígarettuöskjum. — En þektu Ameríkanar nokkuð til karfans okkar? rw.r* — Karfalýsið könnuðust þeir við og líkaði það vel, en það hafði lengi staðið í stappi um það, hvort setja skyldi verðtoll á þá vöru, en þó varð það úr, að skattalöggjöfin leyfði á því frjálsan innflutning og er þess vegna nokkur markaður fyrir karfalýsi. En aftur á móti höfðu þeir lítinn áhuga fyrir síldarlýsi og síldarmjöli af því að báðar þessar vörur geta þeir keypt frá Japan við miklu lægra verði. Fyrstu þorskflökin, sem Fiskimálanefnd sendi vestur í fyrra, líkuðu vel, en umbúðirnar þóttu ófullnægjandi, og efast ég um að þar verði nokkur fram- tíðarmarkaður fyrir frystan fisk héðan. I fyrsta lagi af því að Ameríkumenn borða lítið af fiski og í öðru lagi af því að þeir hafa sjálfir nokkurn fiski- flota og afla töluvert. Og í þriðja lagi af því að borga verð- ur innflutningstoll af ísl. fiski og verður hann því dýr fæða. Aldrei hafa amerískir fiski- kaupmenn átt eins miklar birgð ir af frystum fiski og nú, og sögðu mér fróðir menn í þess- um efnum, að ef slæmar gæftir yrðu þar við land í janúar og febrúar þá gæti orðið skortur á fiski í 15—20 daga, og að þá mættum við senda íslenzkan fisk — annars ekki. — Álítið þér að ameríski fiskurinn sé eins góð fæða og okkar fiskur? — Það orkar ekki tvímælis, að íslenzki fiskurinn er miklu betri, ef ég má dæma eftir því, sem ég sá, í fiskihöfninni í New York og svo sérstaklega í Boston. Sá fiskur var 7—14 daga ísfiskur úr togurunum þar. — Fóruð þér líka til Boston ? — Já, og það var það versta ferðalag, sem ég hef komist í. Þeir eru í mesta máta bölvaðir svefnklefarnir í amerísku járn- brautunum, sérstaklega fyrir það, að ferðafólkinu er skylt að afklæða sig uppi í rúmunum, hvað sem tautar — og þeir, sem þekkja mig geta getið því nærri hve létt mér muni veitast svo leiðis brölt uppi í hárúmi! Ame- ríkumenn eru víst ekkert tepru- legir, sem m. a. sést af því, að í sama svefnklefa er öllu raðað holt og bolt, konum og körlum, ungum og gömlum, horuðum og feitum, allt eftir þeirri röð, sem fólkið kemur inn á gangana Eftir mikla armæðu gaf ég það upp á bátinn að hafa mig úr fötum, en losaði hálslínið, sofn- aði brátt og svaf til morguns. En ég vaknaði ónotalega. Biksvartri krumlu var gripið í öxlina á mér og ég skekinn til af miklum móði. Þegar ég leit upp grúfði fram yfir mig geig- | vænlegt negraandlit með skelfi- legum hrosstönnum. Mér flaug óðara í hug, að líklega væri ég komin eitthvað norður og nið- ur. — How, how — Boston, Sir, — Boston, vældi ámátlega í negr- anum. Þá rankaði ég við mér. Þett var einn af svefnklefaþjón- unum. — Hvað voruð þér svo lengi 1 Boston? — í 2 daga, og hafði ég mik- ið gagn og ánægju af dvöl minni þar. 1 Boston eru nú búsettir um 60 íslenzkir sjómenn. Þeir þykja bera þar af öðrum sjómönnum og eru 12 þeirra togaraskip- stjórar og 10 stýrimenn. Allir eru menn þessir fæddir og upp- aldir hér heima, og þeim, sem ég átti tal við, kom saman um það, að þeir þráðu fátt annað meira en að koma heim í skemmti- og kynnisför og svo aftur í ellinni — til að deyja. En við viljum ekki koma heim til að taka vinnuna og brauðið frá ykkur hinum, því í þeim efnum fáum við yfirleitt heldur slæm- ar fréttir að heiman! Okkur langar líka í íslenskan mat, t. d. hangikjöt og svið, sögðu þeir. Um útgerðina í Boston ræddi ég sérstaklega við Magnús Magnússon frá Isafirði. Magnús er skipstjóri á togaranum Heklu, en þann togara á hann sjálfur. Eftir upplýsingum Magnúsar eru í Boston um 100 togarar — þar af 80 diseltogarar — og hin- um 20, sem gengu fyrir kola- kyndingu hefir nú verið breytt svo þeir ganga fyrir olíukynd- ingu. Flest eru skip þessi frá 110—150 feta löng. Mörg þeirra eru nýbyggð tréskip með 350 750 hestafla vélum. Þau skip, sem brenna olíu eyða um 3000 lítrum á sólarhring, og nemur sú olíueyðsla nálægt 150 krón- um. Fiskimið Boston togaranna eru um 500 sjómílur frá Boston og venjulega eru togararnir viku til hálfan mánuð í hverjum ,,túr“. Allur fiskurinh er ísað- ur um borð, á sama hátt og hér er gert á ísfiskvertíð, og þegar komið er að landi er mikill hluti fisksins seldur nýr, víðsvegar út um land, en það sem ekki er selt þannig, er látið í íshús og þar flakað og fryst. Ishúsin standa niður í fiskihöfninni. Mest veiðist þorskur, ýsa, ufsi og karfi. Fisksalan fer fram í kauphöll í fiskhöfninni og minnst seld 1000 pund. Fiskurinn er seldur óséður um borð í skipunum og ekki skipað upp fyrr en eftir söl- una. Skipstjórinn má sjálfur selja afla sinn á kauphöllinni, en fái hann mann til að selja fyrir sig skal hann greiða honum 90 krónur fyrir söluna — en sölu- maður kostar mann við vigtina. Það er fjörugt á kauphöllinni þegar verið er að selja fiskinn. Sölumennirnir standa afgirtir í kringlóttu hólfi á miðju gólfi og í kringum þessar grindur hópast svo fiskikaupmennirnir æpandi og skrækjandi — og allt gengur í þessum mikla flýti. — Hvað leið nú fiskverðinu á kauphöllinni ? — Þessa daga, sem ég dvaldi í Boston var karfinn um 15 aura kílóið og þorskurinn 40 aura (slægður með haus). — Eru togaramir gerðir út allt árið? — Já, allt árið. Og afkoma þeirra kvað vera mjög góð. Meðal afli úr hverri veiðiför selst venjulega fyrir 12—15 þús. kr. — en ekki er leyfilegt að selja fisk úr öðrum skipum en þeim, sem byggð eru í Banda- ríkjunum. 'Ráðningarkjörin á togarana eru tvenns konar: Á sumum skipum er fast kaup og afla- premía, á öðrum hlutarráðning, og er hún almennari. Fast kaup háseta er 230 kr. á mánuði, frítt fæði og 40 kr. á mann af hverri 4500 króna sölu. Skipverjar eiga lifrina sjálfir, og matsveini er borgað 27 kr. á dag og frítt fæði. Allur þorri skipanna hefir hlutarráðn- ingu og er hún þannig, að af óskiptum afla er tekið kaup loftskeytamanns og leiga af loftskeyta- og taltækjum skips- ins. Venjulega er skipshöfnin 15—17 menn, og séu skipverjar t. d. 15 er aflanum skipt í 30 hluti og fær hver skipverji einn hlut — en af hlutum skipsins bætir útgerðin upp yfirmönn- um skipsins kjör þeirra. Það lætur því nærri, að skipið fái nettó 40% af andvirði aflans fyrir skip, vátryggingu og veið- arfæri. En af hlutum skipverja er greidd öll olía, ís og löndun- arkostnaður. Auk þess fæða há- setar sig sjálfir, þegar hlutar- ráðning er. Með öðrum orðum, að skip- verjar fá engan hlut úr afla fyrr en allur kostnaður hefir verið að fullu greiddur. — En hverjar skyldu þá vera árstekjur þessara togara- manna ? — Árslaun háseta eru nettó vanalega milli átta og níu þús- und krónur, en stýrimanna tólf til f jórtán þúsund krónur. Marxistum sparkað. 1 ritnefnd skólablaðsins í Menntaskólanum hafa marxist- ar haft meirihluta, og notuðu þeir þá aðstöðu sína til þess að gera blaðið að marxistísku róg- og sorpmálgagni. Þetta þoldu þjóðlegir nemendur skól- ans ekki, sem von var. Marx- istamir vom reknir með afli lýðræðisins, og er nú ritnefndin skipuð þjóðhollum ungum mönnum, þeim Ágúst Bjama- syni, Guðmundi Péturssyni, Hannesi Kjartanssyni, Jóni Kr. Havsteen og Lámsi PéturssynL

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.