Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 17

Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 17
VALSBLAÐIÐ 17 æfingatöflu Vals fyrir eina tíð, en þar stóð: Æfingar fjórða flokks fara ekki fram í rigningu! Ur8u að fara aö hátta. Föstudaginn áður en Austur- ríkismenn áttu að leika við Breta, var efnt til dansleiks, þar sem þeir bjuggu, og þar sem þeir voru mjög vinsælir, var þeim boðið að koma og dansa svo- lítið. Formaður úrtökunefndarinnar þakkaði gott boð, en nú yrðu þeir að fara að hátta, þeir væru að búa sig undir leikinn á sunnu- daginn. 500 kg. af uxakjöti og ... Til þess að Argentínumenn yrðu sem minnst varir við breyt- inguna að búa og borða hér á norðurhjara veraldar, meðan H. M. stendur yfir, Fengu þeir heimild til þess að senda til Sví- þjóðar dálitla matarrjátlu. Send- ingin hljóðaði upp á: 500 kg af uxakjöti, 300 kíló af rifjasteik og 250 kjúklingar auk margs ann- ars smávegis! 23 ár milli elsta og yngsta manns! Bæði elzti og yngsti keppand- inn í H.M.-keppninni eru frá Suð- ur-Ameríku. Sá yngsti var 17 ára og heitir Pele, og var kallaður Svarti-Pétur, enda blökkumaður, en sá elzti var frá Argentínu og heitir Amadeo Labruna og er 40 ára. Næstir koma Gunnar Gren frá Svíþjóð 38 og Fritz Walter frá Vestur-Þýzkalandi líka 38 ára. Báðir heimskunnir knattspyrnu- menn. Verður a8 skóa til aö geta l/ifað. Skotski leikmaðurinn Bobby Collins, sem stóð sig vel í liði sínu, sagði, að hann hefði aðeins 1000 pund í laun á ári. Þetta eru svo lítil laun, að ég verð að ger- ast skóari jafnframt því, að leika knattspyrnu. Hann hefur leikið í 10 ár sem atvinnumaður í knatt- spyrnu, í Cheltic, er innherji. Hann er aðeins 165 cm. á hæð og er lægsti keppandi í Ii. M. Víkmgsvöllur vígður Sunnudaginn 15. júní s. 1. var vígður og tekinn í notkun nýr knattspyrnuvöllur hér í bænum. Völlur þessi er í eigu Víkings og staðsettur við félagsheimili hans í Bústaðahverfi, en þar hefur Víkingur komið sér fyrir, svo sem kunnugt er og reist þar mikið og myndarlegt félagsheimili. Alls munu þær framkvæmdir, sem þegar hafa verið gerðar á félags- svæði Víkings, vera um 2 millj- ónir króna að mati, en þegar fé- lagið hófst handa átti það aðeins um 80 þúsundir króna í hand- bæru fé, en var því ríkara af bjartsýnismönnum, sem trúðu á sigur góðs málstaðar og töldu ekki eftir sér að leggja fram vinnu og starf, sem síðar skyldi koma æsku Reykjavíkur að liði. Draumur — bjartsýnismannanna hefur rætzt. Félagsheimilið er ris- ið af grunni, glæsilegt og vítt til veggja, og fyrsti knattspyrnuvöll- urinn hefur verið vígður. Upp- skeran lætur heldur ekki bíða eft- ir sér, ungir drengir úr hinu fjöl- menna bæjarhverfi, sem þessi íþróttamannvirki eru staðsett í, streyma nú hundruðum saman inn í Víking og fá notið þar góðs félagslífs, hollra íþróttaiðkana við hin beztu skilyrði, sem enn eiga þó eftir að aukast og eflast. Skiljanlega hefur Víkingur þurft á styrk að halda til fram- kvæmdanna, enda hefur hann not- ið hans bæði frá opinberum aðil- um og öðrum að ógleymdri þeirri aðstoð, sem skilningsríkar fjöl- skyldur í hverfinu, hafa sýnt fé- lagsstarfinu í heild, í trausti þess, að það komi æskulýðnum þar um slóðir til góða, í æ ríkari mæli, ár frá ári. En s. 1. ár greiddu um 300 fjölskyldur mánaðarlega kr. 10 í félagssjóð Víkings, og er hér öðrum hverfum borgarinnar vissulega gefið fagurt fordæmi. Vígsla vallarins fór fram með hátíðlegum hætti og að viðstöddu fjölmenni, bæði úr Víkingshverf- inu og lengra að. Formaður Vík- ings flutti vígsluræðuna, þar hann lýsti undirbúningi öllum og þakkaði margþætta aðstoð félag- inu til handa. Að því búnu fóru fram tveir kappleikir á hinum nýja velli og keppti þar 3. og 4. fl. Víkings við jafnaldra úr Val og K. R. En áður en leikurinn hófst, skipuðu liðin sér á miðjan völlinn, en tveir litlir Víkingsfé- lagar strengdu borða yfir hann þveran, sem formaðurinn svo klippti á, um leið og hann til- kynnti, að völlurinn væri tekin í notkun, með þeim óskum, að hann mætti verða Víking og knatt- spyrnuíþróttinni í heild til aukins gengis og blessunar. Þá hófst fyrri leikurinn, sem var við Val og beið Víkingur ósigur með 3 mörkum gegn engu, einnig tapaði hann síðari leikn- um við KR með einu marki gegn engu. En Víkingar skyldu minn- ast þess, að fall er faraheill, og með þessari bættu aðstöðu eiga þeir, er stundir líða fram, að geta undirbúið sig vel til þess að rétta hlut sinn. Að leikjunum loknum var svo boð inni í félagsheimilinu, marg- ar ræður fluttar og mikið sung- ið, sem sagt heilbrigður gleðskap- ur, þar sem glaðst var yfir því, að merkum íþróttalegum og fé- lagslegum árangri hefur verið náð.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.