Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 17.12.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 17.12.1962, Blaðsíða 1
Jafnaðarstefnan er stefna álþýðunnar ALÞYÐ UB LAÐ Verzlið við þá, sem auglýsa í Alþýðublaði Hafnarfjarðar MÆW N IFJJAJRHD)A.IR1 XXI. ARGANGUR HAFNARFIRÐI, 17. DESEMBER 1962 15. TOLUBLAÐ Reikningar bæjarsjóðs 1961 lagðir fran i - Farsæl stjórn Alþýðuflokksins SKULDLAUS EIGI EN TVÖFALDAÐI NDÆ ISTS. JAI 1. ISJÖÐS MEIRA FJÖGUR ÁR : ! i Reikningar bæjarsjóðs Hafnarfjarðar fyrir árið 1961 voru lagðir fyrir bæjarstjórnarfund til fyrri umræðu 4. desember s.l. Niðurstöðutölur efna- hagsreiknings eru 55. millj. króna, en rekstursreiknings 27,7 milljónir króna. Eignir bæjarins umfram skuldir eru 34,4 milljónir króna og hafa aukizt um rúmar 3 milljónir króna á árinu. Hinir ýmsu útgjaldaliðir hafa yfirleitt stað- izt fjárhagsáætlun með þeirri aðalundantekningu þó, að framlög til verk- legra framkvæmda, þ. e. til vegalagninga, vatnsveitu og holræsagerðar, hafa farið verulega fram úr áætlun, eða um 1,7 milljónir. Sama er að segja um fjárframlög til skólabygginga. En þessar umfram greiðslur reyndust óhjákvæmilegar vegna nauðsynlegra framkvæmda, sem fylgja hinni öru fólksfjölgun, sem orðið hefur hér í bæ á undanförnum árum. Reikningarnir sýna glögglega, að fjárhagur bæjarsjóðs er með blóma og stendur traustum og öruggum fótum. í upphafi síðasta kjörtímabils bæjarstjórnar var skuldlaus eign bæjarsjóðs 15,7 milljónir kr. en í lok kjörtímabilsins 34,4 millj. kr. Eignir umfram skuldir bafa þannig á síðastliðnum 4 árum meira en tvöfaldast eða aukizt um tæpar 19 milljónir kr. Fjölda margar af eignum bæjarsjóðs eru taldar með mjög lágu verði og langt undir sannvirði og ýmsar framkvæmdir alls ekki taldar til eigna, svo sem götur, skolpræsi, og vatnsveitukerfi að mjög litlu leyti, þótt bærinn hafi varið árlega albniklu fé í nýsmíði á því sviði. Arlegar fyrningar eigna eru að sjálf- sögðu dregnar frá og lækkar það enn eignirnar á efnahags- reikningi. Þegar Alþýðuflokkurinn tók við völdum í bæjarstjórn Hafn- arfjarðar af íhaldinu eftir 18 ára óstjórn þess, var fjárhag bæjarins svo illa komið, að (Framhald á bls. 7) HLÍFARMENN GEGN ATVINNUOFSÓKNUM Hlífarmenn hafa nú látið til sín taka og risið upp gegn atvinnuofsókn- um núverancli valdhafa hér í bæn- um. Þessi mál voru til umræðu á fundi hfá Hlíf hinn 10. desemher s.l. Eftir miklar umræður var eftirfarandi til- laga samþykkt af öllum fundarmönn- um nema einum: „Eitt af aðalsmerkjum lýðræðisþjóðfélags er skoðanafrelsi þegnanna. Þess vegna blýt- ur bver sannur lýðræðissinni að fordæma allar aðgerðir er miða að því að hefta skoð- anafrelsi, eins og t. d. með því að svipta menn atvinnu vegna stjórnmálaskoðana. Fundurinn þakkar þeim verkamönnum Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, sem mótmælt bafa uppsögn verkstjóra síns, með því að segja sjálfir upp vinnu. Fundurinn skorar á bina nýju ráðamenn Hafnarfjarðarbæjar að virða skoðanafrelsi manna og láta engan gjalda stjórnmála- skoðana sinna.“ Hér hefur Verkamannafélagið Hlíf eins og svo oft áður tekið karlmann- lega og einarðlega á málunum, en félagið hefur einatt vakið á sér at- hygli fyrir einurð og réttsýni, hvort sem afturhald eða kommúnismi á í hlut. Nú er eftir að sfá, livort að nú- verandi bæfarstfórnarmeirihluti tek- ur þessari ábendingu Hlífar og ástundi betur hið sanna lýðræði hér eftir en hingað til. = 3»9»3»3»3»3«»3*3»3*3*3»3»3*3*3»3»9*3»3»»3»3»3»9»3»3»3»3»3»3*9»3»3»3»3ii*3»3»3»3*9»3»3*9»3*3*3«3»3»3»3»3»3»3í3M3»3*»3*3M3*3*3M3»3»3»3»3W i\ý „iparnaðarráðstöfnn Á síðasta bæjarstjórnar- fundi samþykktu Jón 5. og íhaldið, að föst árslaun bæj- arstjóra skyldu vera rúmar 200 þúsund kr. á ári. Á reikningum bæjarsjóðs fyrir árið 1961 sést, að laun þáverandi bæjarstjóra, Stef- áns Gunnlaugssonar, voru rúm 109 þúsund krónur. Vegna fyrirspurnar upp- lýsti svo Páll V. Daníelsson, að auðvitað yrði kaup bæjar- stjórans hækkað, ef starfs- menn ríkis og bæja fengju einhverjar launabætur á næstunni, eins og útlit er fyr- ir. Já, öðru vísi mér áður brá, má segja um það. Það virðist því vera viðtekin regla hjá meirihlutanum nýja: hækki Iaun binna lægst launuðu lijá bænum, hækka laun bæjar- stjórans í hlutfalli við það, en hækki hins vegar laun bæjarstjórans stórlega, skulu hinir lægra Iaunuðu standa í stað. Virðist þetta vera í sam- ræmi við hinar yfirlýstu stefnu íhaldsins (og þá auð- vitað einnig Jóns 5.) „að auka sparnað" í rekstri bæj- arins!!! Stórbættar almannatryggingar Þriðjudaginn 11. þ. m. var samþykkt við síðustu umræðu, á Alþingi, stórfelld breyting á almannátryggingalögunum. Hér eftir verða allar bætur trygg- inganna jafnar, hvar sem bóta- þegi er heimilisfastur á landinu. Fram til þessa hafa verðlags- svæðin hins vegar verið tvö og bæturnar mjög misjafnar eftir því á hvoru verðlagssvæðinu bótaþeginn var heimilisfastur. Fyrsta verðlagssvæði voru þeir staðir þar sem íbúafjöldinn var 2000 eða þar yfir, en annað verðlagssvæði þeir staðir, þar sem íbúafjöldinn var minni. Er með þessu leiðrétt mikið misræmi, sem verið hefur í bóta- greiðslum trygginganna, þar sem heita má, að framfærslu- kostnaður sé nú mikið til hinn sami um allt land. í þessu sama frumvarpi, sem samþykkt var 11. þ. m., eru líka ákvæði um að ellilífeyrisgreiðsl- ur og örorkubætur skuli hækka um 7% og reiknast hækkunin frá 1. júní s. 1. Þessi hækkun er greidd nú fyrir tímabilið frá 1. júní til 31. des. með desember- greiðslunum. Þá er þess einnig skemmst að minnast, að í fyrra var gerð sú höfuðbreyting á almannatrygg- ingalögunum, að skerðingar- ákvæðið svokallaða var afnum- ið, en það þýðir, að þó að full- orðnir menn og konur geti að einliverju leyti stundað vinnu eftir 67 ára aldur og hafi af því nokkrar tekjur, missir þetta fólk einskis í ellilífeyrisgreiðsl- um, en það gerði það áður, ef tekjurnar fóru fram úr vissu, til- tölulega lágu marki. Breytingar þessar allar á al- mannatryggingalögunum ásamt hinni miklu hækkun bóta, sem gerð var 1960, liefur gerbreytt tryggingakerfinu frá því sem (Framliald á bls. 6)

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.