Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1995, Blaðsíða 1
^^.1 w II 13 ð Málgagn jafnaðarmama í Hafnarfirði 6.TBL. 53. ÁRG. l.DES. 1995 Alveriö stœkkaö Hjólin snúast aftur af krafti Ingvar Viktorsson bœjarstjóri og Tryggvi Harðarson formaður álviðrœðunefndarbœjarins undirrita álsamninganna fyr- ir liönd Hafnarfjarðarbœjar ásamt Indriða H. Þorlákssyni sem undirritaði samnigana fyrir Itönd fjármálaráðherra. „Stækkun ólversins í Straumsvík mun efla og styrkja atvinnulífið í Hafnarfirði og væntanlega slá verulega á at- vinnuleysið", segir Tryggvi Harðarson, formaður álvið- ræðunefndar bæjarins. „Hjól atvinnulífsins fara nú væntan- iega aftur að snúast af krafti með stækkun álversins, fluttn- ingi SIF til bæjarins og með til- komu flotkvíarinnar, svo eitt- hvað sé nefnt" Bærinn liefur þegar hafið undir- búning að byggingu nýs viðlegu- kannst í Straumsvfkurhöfn en á- ætlað er að sú framkvæmd komi til með að kosta um 200 milljón- ir króna. Jarðvegsframkvæmdir vegna stækkunarinnar eru farnar í gang. Uppgröfturinn verður m.a. annars notaður sem uppfyllingar- efni fyrir höfnina. Með stækkun álversins er gert ráð fyrir að framleiðslugeta þess aukist um 60% í fyrsta áfanga og frekari stækkanir kunni að auka framleiðsluna um 100% frá því sem nú er. Búist er við að um 90 ný störf verði til vegna stækkun- arinnar nú en allt að 700 manns vinni í tengslum við framkvæmd- irnar. Þá er ljóst að stækkunin mun kalla á einhverjar virkjana- framkvæmdir. Bærinn hefur freistað þess á umliðnum árum að halda uppi framkvæmdum, segir Tryggvi, á meðan atvinnulífið var í kreppu og framkvæmdir í lágmarki. Það var pólitísk stefnumótun okkar kratanna en við höfum jafnframt ætíð sagt að bærinn myndi draga verulega saman seglin um leið og úr rætist á hinum almenna mark- aði. Því mun bænum nú gefast svigrúm til að draga úr fram- kvæmdum og greiða niður skuld- ir án þess að það komi til með að auka atvinnuleysið. „Þá veröur alveg bullandi atvinna“ -sjá opnuviðtal við Ingvar Viktorsson bœjarstjóra Hafnarfjarðar Stöö 3 á kapal■ kerfió? Nú standa yfir samningar milli Stöðvar 3 og Rafveituunnar um at'- not stöðvarinnar af kapalkerfi bæj- arins . Jónas Guðlaugsson rafveitu- stjóri segir að hann rcikni með að samningar takist á næstu dögum. Það sé því rétt hjá þeim sem aðgang liafi að kapalkcrfi bæjarins að hinkra við með að fá sér loftnet fyrir Stöð 3 þar til í Ijós kemur hvort af samningum verður. Um er að ræða dreifingu á öllu efni Stöðvar 3, það er fimm rásum, einni dagskrárstöð og fjórum gervihnattar- sendingum. Jónas segir að verið sé að auka við tæknibúnað dreifikerfisins til að mæta þessum nýju þörfum. Enn eigi eftir að koma í ljós hvemig tæknibún- aðurinn reynist en vonir standi til að það eigi alit að ganga upp. Nú þegar eru á kapalkerfinu fimm rásir. Alls verða því 10 rásir á kerfinu gangi samningar við Stöð 3 eftir. Það á að vera möguleiki að koma allt að 18 rásum fyrir á kapalkerfinu. Á móti til aö vera á móti Bæjarbúar botna ekki neitt í þeirri heift og andstöðu sem bæjarfulltrúar Alþýðubanda- lagsarms Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- bandalagsins sýna starfsemi í miðbæ Hafnar- fjarðar. Velflestir bæjarbúar vilja sjá miðbæ- inn sinn vaxa og dafna, bæði Miðbæjarhúsið svo og aðra starfsemi við Fjarðargötu og Strandgötu. En bæjarfulltrúar komma og í- halds eru gjörsamlega heillum horfnir. Þegar þeir stjórnuðu bænum í eitt glatað ár gerðu þeir það sem þeir gátu til að drepa alla starf- semi þar í dróma. Þeir fóru burtu með mið- stöð strætisvagna upp á hraun, fóru burtu með skrifstofur sýslumanns og upp á hraun. Það var síðan amen eftir efninu, þegar skrifstofur Sjóvá - almennra, sem fyrrum formaður bæj- arráðs, Magnús Gunnarsson, stýrir núna fyl- gdu á eftir sýslumanni úr miðbænum og upp á hraun. Þessu lil viðbótar gerði fyrrum meiri- hluti allt sem hægt var til að bregða fæti fyrir nýja starfsemi í miðbænum. Hvað þessum bæjarfulltrúum Alþýðubanda- lags og AB-arms Sjálfstæðisflokksins gengur til, átta bæjarbúar sig ekki á. En áfram halda þeir með offorsi og hávaða og ráðast gegn. al- mennri uppbyggingu í miðbæ. „Þeim er ekki sjálfrátt þessum mönnum," sagði fyrrum kjós- andi Alþýðubandalagsins við tíðindamann Alþýðublaðs Hafnarfjarðar, þar sem þeir hitt- ust áförnum vegi, um þessa niðurrifsstefnu komma og íhalds. „Þeir eru bara á móti til að vera á móti. Það var verk Alþýðuflokksins að treysta miðbæjarstarfseminá, sem alls staðar er eitt af meginverkefnum bæjarfélaga. Og þá eru þeir á móti af því einu að kratarnir eiga málið,“ bætti þessi Hafnfirðingur við. Kór Öldutúnsskóla 30 ára -sjá bls. 2

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.