Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1992, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1992, Blaðsíða 1
Ta ALÞYÐUBLAÐ Hafnarfjaröar 1. tbl. 50. árg. mars 1992 Gagnlegur fundur um málefni Setbergsskóla: NU VITUM VIÐ HVAR VIÐ STÖNDUM -segir Hrönn Ljótsdóttir, formaöur Foreldrafélags Setbergsskóla, „og gerum okkur grein fyrir því aö börnin veröa ekki flutt í aðra skóla." „Fundurinn var ágætur og mjög nauösynlegur. Nú vitum viö hvar viö stöndum og gerum okkur grein fyrir því aö börnin veröa ekki flutt í aöra skóla, en af því höföum viö áhyggjur. Eins og máliö liggur fyrir núna er þaö útrætt af okkar hálfu," sagöi Hrönn Ljótsdóttir í samtali viö Alþýðublaö Hafnarfjaröar eftir fund um skólamál í Setbergi. Hrönn gat þess einnig aö bæjarstjóri heföi lagt til á fundinum aö fulltrúar foreldra- félagsins yröu skólanefnd til halds og trausts viö uppbyggingu 2. áfanga og kvaöst hún mjög ánægö meö þá tilhögun. Aö lokum sagöi Hrönrr. „Auðvitað hefðum viö kosiö aö allt yröi kláraö nú í haust, en gerum okkur grein fyrir aö ekki veröur á allt kosiö, en viö sættum okkur viö niöurstööurnar og viö hlökkum til að takast á viö verkefnið meö skólanefndinni." Þaö voru bæjarstjóri, skólastjóri Setbergsskóla og foreldrafélag skólans sem fyrir skömmu efndu til þessa fundar meö foreldrum, um stööu og framtíöarhorfur skólamála í hverfinu. Bæjarráöi haföi borist undirskriftarlisti foreldra í Setbergshverfi, þar sem þess var fariö á leit, aö framkvæmdum viö 2. áfanga Setbergsskóla yröi lokiö strax á þessu ári. Bæjarstjórn haföi samþykkt aö framkvæmdum viö 2. áfanga, sem hófust s.l. haust yröi lokiö voriö 1993i þannig að kennsla hæfist þá um haustið. Bæjarstjóri, skólastjóri og fulltrúar foreldra voru um þaö sammála, aö heppilegast væri aö efna til fundar með aðilum þessa máls, þar sem staöa skólamanna yrði reifuð og rædd. Fundinn sóttu um 60 manns og framsögu höföu, Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri, Loftur Magnússon skólastjóri og Gísli Ágúst Gunnlaugsson formaöur skólanefndar. Hrönn Ljótsdóttir formaöur foreldra- félagsins bauö fundarmenn velkomna í upphafi fundar. Hreinskiptar umræöur um málið fóru fram og var gerö grein fyrir þróun skólamála í bænum síðustu árin og þeim endur- bótum, sem geröar hafa verið í þeim efnum. Jafnframt var því lýst yfir af bæjarstjóra, aö meö ýmsum ráðstöfunum yröi farsæl starfsemi skólans tryggö næsta skólaár, þótt 2. áfangi kæmist ekki í gagnið fyrr en áriö 1993. Ennfremur sagöi bæjarstjóri, aö ekki kæmi til greina aö nemendur Set- bergsskóla yröu fluttir í önnur skóla-hverfi, í aðra skóla. Framsögumenn svöruöu ýmsum fyrirspurnum fundar- manna og var rætt um skólastarfið í nútíö og framtíð. Var þaö mál manna aö fundur þessi hefði verið vel heppnaöur og nauðsynlegur til aö koma á framfæri réttum og sönnum upplýsingum um þessi mál og stööu þeirra. Þá var ennfremur upplýst, aö nýr gæsluvöllur yröi tekinn í notkun í hverfinu nú í sumar og fljótlega yröi hafist handa viö byggingu nýs leikskóla í Setbergshverff, sem stefnt væri aö aö taka í notkun seint á þessu ári, eöa strax í upphafi hins næsta. Auk þess yröi framkvæmdum viö 2. áfanga Setbergsskóla haldið áfram á fullum krafti. Yröu tilboð í fullbúinn skóla opnuð fljótlega, en framkvæmdin hefur þegar veriö auglýst til útboös. Hrönn Ljótsdóttir, formaöur foreldrafélags Setbergsskóla. Matthías A. Mathiesen vill milljónir fyrir Einarsreitinn Matthías Á. Mathiesen þing- maður Reyknesinga um langt árabil, hefur gert kröfu um aö bærinn greiði ættar-fyrirtæki hans, Einari Þorgilssyni og Co. hf., 98 milljónir og 43 þúsund krónur í bætur fyrri Einarsreitinn. Hann vill fá 42 milljónir 908 þúsund krónur fyrir lóöina og 55 milljónir 735 þúsund krónur fyrir braggana sem herinn skyldi eftir sig þegar hann fór á brott frá Hafnarfirði. Á Einarsreitnum hefur nú veriö skiplögð ibúöarbyggö og gert ráö fyrir 65 íbúðum sem veröa um 110 m2 aö stærð aö meðaltali. Miðaö viö kröfu Matthíasar myndi hver hús- byggjandi þurfa aö greiða meira en eina og hálfa milljón króna áöur en byrðjað yröi að byggja eöa greiða gatnageröargjöld. Bærinn hefur aftur á móti boöist til aö greiöa um 13 milljónir króna fyrir Einarsreitin. Máliö er nú til útskuröar hjá Matsnefnd eignarnámsbóta. Fari svo að orðið verði viö kröfu Matthíasar Á. Mathiesen er hætt viö aö seint veröi byggt á Einars- reitnum og óvíst hvort bærinn muni þá leysa til sín lóðina. MALGAGN JAFNAÐARSTEFNUNNAR

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.