Alþýðublað Hafnarfjarðar - 21.03.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 21.03.1967, Blaðsíða 1
Verzlið við þá, sem auglýsa í Alþbl. Hafnarfj. IHIAJF fcl Æ\R\ IF JJ AIHHDAR XXVI. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI, 21. MARZ 1967 1. TÖLUBLAÐ Framboðslisti Alþýduflokksins í Reykjaneskjördœmi Kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi hélt að- alfund sinn 13. febrúar sl. Var þá meðal annars gengið frá fram- boði flokksins til Alþingiskosninganna að vori. Listinn er þannig skipaður: 1. Emil Jónsson, utanríkisráðherra, Hafnarfirði. 2. Jón Ármann Héðinsson, viðskiptafr., Kópavogi. 3. Ragnar Guðleifsson, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur. 4. Sefán Júlíusson, rithöfundur, Hafnarfirði. 5. Karl Steinar Guðnason, kennari, Keflavík. 6. Óskar Halldórsson, bólstrari, Garðahreppi. 7. Svavar Árnason, oddviti, Grindavík. 8. Haraldur Guðjónsson, bílstjóri, Hlíðartúni, Mosfellssv. 9. Guðmundur Illugason, hreppstjóri, Seltjarnarnesi. 10. Þórður Þórðarson, fulltrúi, Hafnarfirði. Emil Jónsson, utanríkisráðherra, fram- bjóðandi Alþýðuflokksins, er fæddur í Hafnarfirði 27. október 1902. For- eldrar hans voru hjónin Sigurborg Sigurðardóttir og Jón Jónsson, múrari. Hann varð stúdent 16 ára frá M.ll. 1919 og lauk verkfræðiprófi í Khöfn 1925. Hann varð bæjarverkfræðingur i Ilafnarfirði 1926, bæjarfulltrúi 1930 og bæjarstjóri þar 1930—37, vitamála- stjóri 1937—44 og 1950—59, banka- stjóri Landsbankans 1958. Hann hef- ur setið á Alþingi sem þm. Hafnfirð- inga, ýmist sem kjörinn þm. eða landskj. þm., óslitið síðan 1934. Sam- göngumálaráðherra í stjórn Olafs Thors 1944—47, viðskiptamálaráð- herra í stjórn Stefáns Jóh. Stefánsson- ar 1947—49, forseti Sameinaðs Al- þingis 1956—58 og forsætisráðherra 1958. Félagsmála- og sjávarútvegs- málaráðherra 1960—66 og utanrikis- ráðherra síðan. Jón Ármann Héðinsson er fæddur 21. júní 1927 í Húsavík. Foreldrar eru Marius Héðinsson, formaður og Helga Jónsdóttir k. h. Hann ólst upp fyrir norðan ásamt stórum systkinahópi. Um fermingu hóf hann að róa á sjó með föður sínum og gerði það meira og minna meðan á námi stóð. Jón Armann fór 17 ára i Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan prófi eftir 4 vetur með 1. eink. Að loknu stúd- entsprófi var hann á sjó í rúmlega tvö ár. Haustið 1951 innritaðist hann í viðskiptadeild Háskóla Islands og Iauk þaðan prófi eftir 3!z vetur með 1. eink. A háskólaárunum vann hann eitt súmar í hvalstöðinni en annars á sjónum. — Að loknu námi réðist hann til starfa í Húsavik. Fyrst til Vólaverkstæðisins Foss hf. og síðan varð hann fulltrúi kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Þingeyinga í 2 ár. (Framhald á bls. 5) Ragnar Guðleifsson, form. Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, fram- bjóðandi Alþýðuflokksins, er fæddur 27. okt. 1905, sonur Erlendsínu Jóns- dóttur og Guðleifs Guðnasonar sjó- manns. Lauk kennaraprófi 1933, kenndi siðan við unglingaskólann i Garðahreppi 1933—34 og við ung- lingaskólann og iðnskólann í Keflavik 1934—1936, en hefur síðan 1954 kennt við barnaskólann í Keflavík. Var deildarstjóri Kron, Keflavík, 1937 —1943, gjaldkeri Sjúkrasamlags Kefla- víkur 1943—1946 og oddviti Kefla- víkurhrepps 1946—1950. Bæjarstjóri 1950—1954, hreppsnefndarm. 1938— 1950 og bæjarfulltrúi frá 1950 og set- ið á þingi sem varaþingmaður. For- maður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur síðan árið 1935. Kvæntur Björgu K. Sigurðardóttur. Stefán Júlíusson, rithöfundur, fram- bjóðandi Alþýðuflokksins, er fæddur 25. sept. 1915 í Þúfukoti í Kjós, sonur hjónanna Helgu Guðmundsdóttur og Júliusar Jónssonar verkamanns. Ilann ólst upp í Hafnarfirði, varð gagn- fræðingur frá Flensborg 1932, kenn- ari frá Kennaraskóla Islands 1936 og tók B. A.-gráðu frá Carleton College í Minnesota, Bandaríkjunum, árið 1943. Stefán var kennari við bama- skóla Hafnarfjarðar 1936—1955 og yfirkennari þar frá 1943, kennari við Flensborgarskólann frá 1955 og yfir- kennari frá 1958. Hann hefur tekið mikimi þátt í starfi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði sem og heildarsamtaka hans, var varabæjarfulltrúi 1954— 1958 og sat í miðstjóm Alþýðuflokks- ins 1952—1954. Stefán er kunnur rit- höfundur og er nú formaður rithöf- undasambands íslands. — Kvæntur Huldu Sigurðardóttur. AVARP TIL HAFNFIRÐINGA Karl Steinar Guðnason er fæddur í Keflavík 27. maí 1939 sonur hjón- anna Guðna heitins Jónssonar sjó- manns og Karolinu Kristjánsdóttur verkakonu. Karl lauk námi við Kenn- araskóla íslands 1960. Hann hefur síðan stundað kennslustörf í Kefla- vík. Hann hefur tekið virkan þátt í félagsmálum. Starfað mikið í skáta- hreyfingunni, í æskulýðsráði 1962— 1966 og er nú ritari verkalýðs- og sjómannafélags Kéflavíkur. Hann hef- ur og tekið mikinn þátt í sörfum angra jafnaðarmanna, formaður F.U.J. í Keflavik 1958—1966, ritari Sam- bands ungra jafnaðarmanna frá 1964, og í stjórn æskulýðssambands nor- rænna jafnaðarmanna frá 1963. Karl mun nú vera yngsti frambjóðandinn hér í kjördæminu. Enn standa kosningar fyrir dyrum. Nú á að kjósa til Alþingis í júnímánuði næstkomandi. Samkvæmt lögum á kosningadagurinn að vera síðasti sunnudagur í júní, en um það hefur verið rætt að flytja kosningadaginn fram til fyrri hluta júnímánaðar, og er viðbúið að svo verði. Ilvað koma okkur þessar kosningar við? segja ýmsir. Hví eigum við að vera að hugsa um þær? Þar til er því að svara, að kosningar snerta alla landsins þegna, og allir verða að gera sér ljóst, hvað þar er á ferð. Alþingi leggur skatta á alla íbúa landsins og skiptir þeim upphæðum, sem þannig aflast aftur á milli landfólksins til ýmislegra þarfa. Skyldi það ekki varða aUa þjóðina hvernig þetta er gert? Skyldi það ekki varða hvern og einn, hvernig að því verki er staðið. Allar ráðstafanir Alþingis hafa meiri og minni áhrif á afkomu hvers ein- staklings í landinu, alveg eins og ákvarðanir bæjarstjórnarinnar, bæði hér og annars staðar, hafa áhrif á afkomu hvers einstaklings í bæn- um. Við síðustu bæjarstjórnarkosningar urðu Hafnfirðingar fyrir því óláni að kjósa yfir sig ævintýramenn og lukkuriddara, sem síðan hafa farið með stjórn bæjarmála hér ásamt harðdrægasta íhaldinu í bæn- (Framhald á bls. 5)

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.