Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 30.06.1970, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 30.06.1970, Blaðsíða 1
ALÞYÐUBLAÐ HAFNARDARÐAR XXIX. ÁRG. 30. JÚNÍ 1970 10. TBL. Alþýðuflokkurinn, Félag óhóðra borgara og Framsóknarflokkur- inn mynda meirihluta um stjórn bœjarmóla í Hafnarfirði Heill og hagsmunir bœjarfélagsins hafðir að leiðarljósi Þriðjudaginn 16. júní sl. kom nýkjörin bæjarstjórn Hafnarfjarðar til fyrsta fundar. Bæj- arstjóri, Kristinn Ó. Guðmundsson, setti fundinn, las upp bréf frá kjörstjórn hverjir skip- uðu bæjarstjórn Hafnarfjarðar næsta kjörtímabil og fól síðan aldursforseta bæjarfulltrúa, Stefáni Jónssyni, að stýra forsetakjöri í bæjarstjórn. Stefán Gunniaugsson var kjörinn for- seti bæjarstjórnar og tók hann þá við stjórn fundarins. Varaforseti var kjörin frú Ragnheið- ur Sveinbjörnsdóttir. Næst var á dagskránni kjör bæjarstjóra í Hafnarfirði næstu fjögur ár. Þá kvaddi sér hljóðs Hörður Zóphaníasson bæjarfulltrúi og lýsti yfir samstarfi Alþýðu- flokksins, Félags óháðra borgara og Framsóknarflokksins um stjórn bæjarmála. Fórust honum orð á þessa leið: Ný bæjarstjórn tekur nú til starfa og vona ég, að störf okkar allra næstu fjögur árin megi verða Hafnarfirði til hagsældar og heilla. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokks- ins, Félags óháðra borgara og Framsóknarflokksins hafa ákveðið að hafa samstarf um stjórn bæjarmála næsta kjör- tímabil. Þessir aðilar hafa gert með sér málefnasamning, til þess að tryggja farsæla og örugga stjórn bæjarins næstu fjögur ár- ♦ Kiistinn Ó. Guðmundsson bæjarstjóri Þeir hafa komið sér saman um að standa að kjöri Kristins Ó. Guðmundssonar, sem bæjar- stjóra í Hafnarfirði þetta kjör- tímabil, sem nú er að hefjast, og vonum við að reynsla hans og þekking á bæjarmálefnum Hafn- arfjarðar verði bæjarfélaginu notadrjúg. ♦ Nýir og skynsamlegir starfshættir teknir upp Þessi nýi bæjarstjórnarmeiri- Aöal- og varabœjarfulltrúar Alþýðuflokksins Hörður Zóphaníasson. Stefán Gunnlaugsson. Ék Kjartan Jóhannsson. s'S4í,s í.íJÍÉÍÉÉMMSíÍÉm^É^átft Guöríöur Etíasdóttir. hluti mun bera gagnkvæma ábyrgð á afgreiðslu fjárhagsáætl- ana bæjarins. Það verður leitazt við, að útsvarsálögur og önnur opinber gjöld verði ekki hærri hér en í nærliggjandi sveitarfé- lögum. Til þess að tryggja sem hagkvæmasta nýtingu á fjár- munum bæjarfélagsins verður gerð fjögurra ára framkvæmda- og fjáröflunaráætlun, sem í ein- stökum atriðum getur þó náð lengra fram í tímann, ef það þykir skynsamlegt. Með þessu eru teknir upp nýir og skynsam- legir starfshættir, sem alls stað- ar eru að ryðja sér til rúms, bæði hjá opinberum aðilum og einka- aðilum. ♦ Atvinnureksturinn í bænum aukinn Það er skylda hverrar bæjar- stjórnar að tryggja atvinnu í bænum með öllum tiltækum ráð- um. Þessi meirihluti bæjarstjórn- ar mun leggja mikla áherzlu á að efla og auka atvinnulífið í Hafnarfirði með ýmissi fyrir- greiðslu við atvinnufyrirtæki og reyna að laða atvinnurekstur inn í bæinn. Jafnframt mun bæjar- stjórnarmeirihlutinn beita sér fyrir því, að sett verði upp at- vinnumálanefnd og verði hún föst nefnd ráðgefandi um at- vinnumál. Með þessum hætti er mikilvægi þessara mála undir- strikað. Þá verður leitast við að treysta og efla Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar og rekstur hennar tryggð- ur sem bezt m. a. með aukinni hráefnisöflun. Athugaðir verða möguleikar á kaupum eða leigu á fiskiskipum, þar á meðal tog- arakaupum. ♦ Hitaveita og gatnagerÖ Þessi meirihluti bæjarstjórnar mun beita sér fyrir því, að nauð- synlegum rannsóknum vegna nýtingar varmaorku í Krýsuvík verði hraðað og síðan haga fram- kvæmdum í samræmi við niður- stöður rannsóknanna. Gatnamálin í Hafnarfirði verða líka tekin föstum tökum. Þar verður unnið skipulega og markvisst og samkvæmt fyrir- fram gerðri áætlun að stórátaki í varanlegri gatnagerð í bænum. ♦ Ödýrar íbúðir — ný slökkvistöð Leitazt verður við að hafa ætíð lóðir fyrir hendi til að mæta eðli- legri þörf og stækkun bæjarins og að því stefnt, að bæjarfélagið standi fyrir byggingu ódýrra íbúða láglaunafólks. Þá verður unnið að því að treysta eldvarn- irnar í bænum og ný slökkvistöð verður byggð. Samgönguleiðir innan bæjar verða bættar og strætisvagnaþjónustan aukin. ♦ Höfnin er lífæð Hafnarfjarðar Þá mun þessi bæjarstjórnar- meirihluti beita sér fyrir frekari uppbyggingu hafnarinnar og gera henni kleift að veita aukna og betri þjónustu en nú er. Rekstrargrundvöllur fyrirhug- aðrar dráttarbrautar verður end- urmetinn, leiðir til fjármögnun- ar hennar fullkannaðar og ákvörðun um byggingu brautar- innar tekin að þessum niðurstöð- um fengnum. ♦ Hagnýt menntun í sam- ræmi við kröfur tímans Sérhver þjóðfélagsþegn, eldri sem yngri, á að eiga kost á allri þeirri menntun, sem hugur hans stendur til. Menntunin verður að vera hagnýt og í fyllsta sam- ræmi við kröfur tímans. Þess vegna verður áherzla lögð á aukningu skólahúsnæðis í Hafn- arfirði. Byggingu Víðistaðaskól- ans verður haldið áfram, undir- búin bygging gagnfræðaskóla á Flensborgarlóðinni og bygging- arframkvæmdir síðan hafnar. Framkvæmdir verða liafnar að nýju við 1. áfanga væntanlegs iðnskólavers í Hafnarfirði og á ýmsan hátt opnaðar leiðir fyrir eldri og yngri bæjarbúa til náms og þekkingar. ♦ Iþróttahús, leikvellir, dag- heimili ásamt vöggustofu Lagt verður kapp á að gera íþróttahúsið sem fyrst nothæft og stuðlað að fjölbreyttu íþrótta- lífi í bænum og bættri aðstöðu til íþróttaiðkana. Félög, sem vinna að æskulýðs- málum, munu studd og leitast verður við að mæta þörfinni fyr- ir leikvelli og leiksvæði barna og unglinga. Þá verður gerð til- raun með starfsleikvöll. Unnið verður að því að reisa dagheimili (Framh. á bls. 2) Orðsending til stuðnings- manna Alþýðufiokksins Við viljum flytja ykkur beztu þakkir fyrir gott og fórn- fúst starf í nýafstöðnum kosningum. Okkur tókst ekki að ná settu marki í þessum kosningum, að fá þrjá kjörna. En það skal takast næst. Það var gaman og gott að starfa með ykkur öllum í kosn- ingunum. Baráttuvilji og samhugur var einkennandi og margir lögðu sig alla fram, til þess að sem bezt tækist til. Margt ungt fólk kom og starfaði með okkur, fólk sem ekki hefur sézt í okkar röðum áður. Fyrir þetta allt erum við þakklátir, jafnframt því sem það er okkur bæði stuðningur og hvatning að Ieysa sem bezt af hendi störf okkar í bæjar- stjórn. En við skulum ekki nema staðar, heldur ganga götuna fram og halda merkjum og liugsjónum jafnaðarstefnunnar hátt. Við skulum öll leggjast á eitt að vinna sleitulaust að vexti og viðgangi bæjarfélagsins okkar, láta illyrði og skæt- ing andstæðinga okkar sem vind um eyru þjóta, láta mál- efnin ráða og byrja að byggja upp sigurinn í næstu kosn- ingum. Alþýðuflokkurinn þarf á því að halda og ekki síður þjóðfélagið. Hafið öll hjartans þakkir fyrir vinnuna í kosningunum og fylgi ykkur gott brautargengi, heill og hamingja. Frambjóðendur Alþýðuflokksins í Hafnarfirði.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.