Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1977, Blaðsíða 1
' Og svo komu jólin Nú eru jólin að koma Þau einkenna athafnir þinar þessa dagana, fylla huga þinn að meira eða minna leyti og lýsa upp skammdegið, hversu létt sem þér annars liggur á tungu að tjá þann veruleika. Ef til vill ert þú lika einn þeirra, sem hafa týnt jólunum. Ef svo er ástatt með þig, ætla ég að biðja þig að skyggnast aftur eina stund og rifja upp þær stundir, þegar þú enn hafðir hæfileika til ab upp- lifa og gleðjast. Og ef þú nú finnur jólin einhvers staðar þarna i minningunni, þá skaltu draga þau fram, dusta af þeim ryk daganna og aðgæta hvað það var, sem skóp hjarta þinu lifandi gleði, þegar enn voru jólin. Það kann að vera að þú komist að raun um að þá hafi þig skort flest það, sem við nú teljum til sjálfsagðra lifsgæða. Hitt kann einnig til að bera, að þú hafir haft gnægð alls, sem efnaleg gæði geta veitt. Trúlega hefur þú lika fyrir löngu komist að þeirri niðurstöðu, að það var hvorki allsleysið né nægtirn- ar, sem sköpuðu jólafriðinn og gáfu hátiðinni ljós og lit i minningunni. En hvað var það þá, sem þú áttir, en gleymd- ir i rás áranna sem siðan hafa liðið? Já, hvað heldur þú? Undanfarna mánuði hefur dunið yfir heimsbyggðina frétt eftir frétt af hryðjuverkum og ofbeldi, morðum, manndrápum og öryggisleysi. Og inn um gáttir fjölmargra heimila heimsbyggðarinnar hefur óttinn læðst með veggj- um og slegið ugg i sál og sinni. Ef til vill er það óttinn og öryggisleysið, sem öðru fremur einkennir okkar tima. Margt af þvi, sem kynslóðir hafa treyst á og talið sannindi, óhagganlegt og öruggt, hefur i okkar samtið riðað og fallið og skilið eftir sig tóm og tilgangsleysi. En slik timabil hafa áður komið. Á valdatima Ágústusar keisara sendi róm- verska heimsveldið út boðskap um skrásetningu þegn- anna. Þessi boðskapur vakti ugg og ótta hjá fjölmörgum kúguðum og þjáðum, sem óttuðust enn verri tima, ógnir og skelfingar, en þeir þegar höfðu lifað og var þó af nægu að taka i þvi efni. Inn i slikan heim hljómaði boðskapur hinna fyrstu jóla, raust engilsins er sagði: Verið óhræddir, þvi sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mún öllum lýðnum: þvi að yður er i dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn i borg Daviðs. Og svo komu jólin. Ljósi friðar og gleði brugðu þau upp i örbirgð og alsleysi i auði og gnægtum, i ótta og öryggis- leysi og i hversdagslegri tryggri tilveru. Hver svo sem ytri ramminn var sköpuðu þau alls staðar innri auðlegð, þar sem við þeim var tekið af opnu hjarta, vegna þess að hann, sem ekki kom með mætti né mikilli dýrð heldur i allsleysi litils barns var i heiminn borinn. Þeir voru margir hags- munahóparnir, hermenn, gistihúseigendur borgarar og daglaunamenn, sem ekki sáu dýrð hinna fyrstu jóla, né heyrðu boðskap þeirra og voru þó i næsta nágrenni, jafn- vel þátttakendur i sjálfri atburðarásinni. Það voru fátækir hirðar sem einir úti i nóttinni sinntu starfi sinu, sem urðu þessa hvorutveggja aðnjótandi. Við sjáum þá fyrir okkur bessa menn langt aftur i örófi aldanna. Einir með sjálfum sér — og Guði — með opinn hug og sinni lifðu þeir hin fyrstu jól, heyrðu boðskap þeirra og sáu dýrð þeirra, af þvi þeir áttu opið hjarta, hæfileikann til að þiggja og lofa gleðinni að ná tökum á sér og útrýma úlfúð, illindum og ótta. Og nú þegar þú rif jar upp minningar þinar um jólin, sem þú áttir einu sinni, skaltu spyrja sjálfan þig hvort þú eigir enn þann sveigjanleika sálarinnar að þora að gleðja og gleðjast. Og ef svo skyldi nú vera, vektu þá barnið i brjósti þinu og taktu glaður, já hjartans glaður, við boðskap jól- anna: Verið óhræddir, þvi sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, þvi yður er i dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn i borg Daviðs. Og hafið þetta til marks, þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi i jötu. Sigurður H. Guðmundsson Alþýðublað Haínarfjarðarog Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði óska öllum Hafnfirðingum gleðilegra jóla og gæfu og gengis á komandi ári

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.