Frón - 29.10.1919, Blaðsíða 1

Frón - 29.10.1919, Blaðsíða 1
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Grímúlfur H. Ólafsson, Laugabrekku, Reykjavik. Sími 622. Box 151. FRÓN BLAÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 39. tölublað. Miðvikudaginn 29. okt. 1919. Sjálfstæðismenn, Vér höfum um langt skeið unnið sainan að því að koma sjálfstæðismál- um þjóðarinnar í það horf, að vér Islend- ingar rédum einir öllum málum vorum. Á mörg vígi höfum vér orðið að ráðast áður en þessu marki var náð, og margir, þröngsýnismúrarnir hafa hrunið fyrir árásum vorum. Mál vor strönduðu ekki að eins á skilnings- leysi sambandsþjóðar vorrar, en hærri og enn örðugri voru þeir þröngsýn- ismúrar, sem reistir voru í þessu landi og það af ýmsum þeim mönn- um, sem fundust þeir vera fæddir til þess að ráða hér lögum og lof- um. Mörgum háðglósum rigndi yfir oss, mörg ókvæðisorð féllu, en altaf sigruðum vér samt, og múrarnir stóðust ekki áhlaup vor. í fylkingu vorri hafa jafnan staðið hugsjónamenn þessa lands, æslca þessa lands hún fylgdi merki voru. Menn af öllum stéttum voru í liði voru, því alstaðar á sjálfstæðishug- sjón hverrar þjóðar ítök í þeim sem hugsa hæzt og óeigingjarnastir eru sjálfir. Ekki spurðum vér um það hvort liðsmaðurinn væri kaupmaður, kaupfélagsmaður, bóndi, sjávarút- vegsmaður, iðnaðarmaður, verka- maður eða embættismaður. Vér spurðum að eins um það, hvort hann væri sjálfstæðismaður, og ef hann var það, þá átti hann jafnan vissan stað i liði voru. Því var það að vér sigruðum. Mál þau, sem vér b'örðumst ýyrir voru sterkari en stundardeilur um stéttahagsmuni. Sjálfstæðismenn, vér höfum sigr- að og enginn vor iðrast nú eftir að hann hefir barist. Fáni vor og fullveldi vort voru verð baráttunnar, og gátu ekki unnist án baráttunnar. En nú er að vernda fuilveldið og nú er að gera fánann frægann. Haldið þér sjálfstæðismenn, að saga vor sé búinf Haldið þér að verkefnin séu öll úr sögunnif Hverjir stóðu fastast að því að 5 ára búsetan komst inn í stjórnarskrána á þessu þingi, og oss með henni var trygt að ráða yfir landinu í framtíðinni? Það voru sömu mennirnir og þeir sem færðu landinu fánann og full- velðið, það voru sjálfstæðismennirnir. Hverjir hafa staðið á verði gegn því að erlendum þjóðum væri gá- lausiega fengin yfirráð yfir aflgjafan- um mikla, fossakraftinum ? Það voru sjálfstæðismenn. Hverjum haldið þér að hollast verði að trúa fyrir þeim málum í framtíðinni? Því mun þjóðin nú svara með kosningunum. Vér þurfum ekki að tildra upp stefnuskrá við hverjar kosningar, því stefnuskrá vor er marg kunn, bæði í málum út á við og inn á við. A þinginu 1917 vorum vér fastastir hvatamenn að því að skipastóll var keyptur fyrir landið. Allar stórvægar framfarir í þessu landi eiga að meira eða minna leyti uppruna sinn að rekja til vor. Vér munum vinna í sömu áttina og hingað til. Það eru loforðin sem vér gefum þjóðinni, og vér munum leitast við að efna þau á sama hátt og hingað til. Þröngsýnismúrarnir eru ekki hrund- ir enn í þessu landi, það er verið að reyna að endurreisa þá, og það er verið að reyna að sannfæra þjóðina um að hugsjónabarátta, eins og sú, er vér höfum háð, sé henni skaðleg. Það er verið að reyna að beina at- hyglinni frá ýmsum stórmálum vor- um, en leitast við að fylkja hinum ýmsu stéttum hverri gegn annari í þröngsýnni eiginhagsmuna baráttu. Það er verið að reyna að byggja ýmsum þeim mönnum út úr stjórn- málum vorurn, sem bezt og íastast hafa staðið f baráttunni, og það er verið að reyna að stinga þjóðinni svefnþorn í þeim málum, sem hún á að vera bezt vakandi í. Þröng- sýnismúrarnir, sem nú eiga að hrynja tyrir áhlaupum vorum, eru bygðir af 4 höfuð sjálfstæðissynd- um, sem vér höfum minst á áður hér í blaðinu, úr stéttaríg og sleggju- dómum um ýmsa beztu menn þjóð- arinnar. Byggingarrneistarinn er Tím- inn. Þessir múrar voru orðnir háir að dómi ýmsra, — of háir að dómi allra, en nú eru þeir að hrynja. Vér sjálfstæðismenn verðum að ganga svo oft í kringum þá að ekki standi steinn yfir steini. Þeir menn, sem vér treystum bezt til þess að aðstoða oss við að láta múrana hrynja, það eru sjálfstæðis- bændur þessa lands, og vér vitum að þeir hafa þegar hafið það verk og þökk sé þeim fyrir það, þökk sé sjálfstæðis þingbændum í fram- sóknarflokknum, sem þegar á þessu þingi hjuggu skarð í þröngsýnis- múrana. Verkefoin eru mörg, sem blasa við oss í framtíðinni og vér munum ótrauðir vinna að þeim, hvort sem vér verðum fáir eða margir. Vér munum hvergi hræðast þótt vér eig- um fáir að standa í andstöðu, en alt bendir til þess að stefna vor verði sigursæl nú sem ofíar við kosningarnar og er það skylda vor að tryggja oss sigurinn, því stefna vor er þjóðinni hollust. Sjálfstæðismenn, standið fast sam- an við kosningarnar. Látið þröng- sýnismúrana hrynja, og látið sigr- ana, sem að baki standa, verða yður leiðarstjörnu út í framtfðina. Suður'-Múlasýsla. Vér játum það fúslega, að oss er mikið áhugamál að Magnús Gísla- son verði kosinn í Suður-Múlasýslu, af ástæðum þeim, sem vér höfum áður tekið fram hér f blaðinu. Oss er nær að halda, að fáir ungir menn hafi eins mikla foringjahæfileika eins og Magnús Gfslason. Hann er skarp- ur lögfræðingur, mikill vinnumaður, með brennandi áhuga á opinberum málum. Hann er Ijúfmenni f allri framgöngu og vinnur með því alla, sem hann á viðskifti við. Einstakt er það, að ekki eitt cinasta blað á landinu, sem vér höfum séð, amast við kosningu hans, þvert á móti er hér meðal ýmsra leiðandi manna f öllum flokkum talið mjög æskilegt að hann nái kosningu. Vér treystum því, að Sunnmýlingar sendi þennan unga kraft á þing sér og landinu til sóma. Aldrei bregst hann því sem hann lofar, því mega þeir treysta, og það ættu þeir bezt að þekkja sjálfir. Fossarnir. Fossamálin eru enn á fyrsta rek- inu. Enn er ekki búið að taka neina ákvörðun um, hvernig fram úr þeim skuli ráðið. Deilan um eignarspurs- málið var lögfræðilegs eðlis. Ein á- kvörðun var þó gerð í fossamálinu á sfðasta þingi, sem rétt er að \ieita eftirtekt. Sú ákvörðun, að Sogsfoss- arnir séu lagðir undir ríkið. Þingsá- lyktunartillagan er samþykt var í þessu efni hljóðar þannig : »Alþingi ályktar að skora á landsstjórnina að gera nú þegar ráðstafanir til þess, að landið nái fullum umráðum og notarétti á allri vatnorku 4 Soginu, alt frá upptökum þess og þar til, er það fellur í Hvítá, ásamt nauðsynleg- um réttindum á landi til hagnýt- ingar vatnorkunni. Til framkvæmda þessu heimil- ast stjóminni að verja fé úr ríkis- sjóði, eftir því sem nauðsyn kref- ur, og að halda áfram rannsókn- um og mælingum til undirbúnings virkjunar Sogsfossanna*. • Eins og kunnugt er, komu plögg fossanefndar svo seint í hendur stjórn- arinnar, að hún gat ekki lagt neitt af frumvörpunum fyrir þingið, en II. árgangur. hins vegar vorú öll plöggin send sérstakri nefnd f þinginu. Sú nefnd bar meðal annars fram frumvarp til sérleyfislöggjafar, sem var samið upp úr 3 sérleyfisfrumvörpum fossanefnd- ar, en frumvarpið kom svo seint fram, að því var vfsað til stjórnar- innar. Auðfundið var á þinginu að meiri hlutinn þar vildi hafa sérleyfislögin ströng, og búa svo um hnútana, að að engu yrði hrapað. Það er nú kunnugt, að þjóðin á aðallega sjálf- stæðismönnum að þakka, að gönu- hlaup voru ekki tekin þegar f byrjun í fossamálinu. Það var hugsun ýmsra 1917, að veita íslandsfélaginu undir- búningslaust sérleyfi til notkunar á aflinu í Sogsfossunum, með vildar- kjörum fyrir félagið, en landinu til stóróhagnaðar. Nú er komið annað hljóð í strokkinn. Eftir að fossanefnd- in hefir setið, er nú samþykt að landið nái tökum á fossunum, en í þeirri ályktun má lesa svar til fossa- félagsins. Tvær stefnur eru óneitanlega uppi nú í landinu. Önnur sú, að afhenda með örlátri hendi fossaaflið í hendur útiendinga, lofa þeim að dafna og blómgast hér í landinu, í þeirri von, að einhverjir brauðmolar falli af borðum þeirra í hendur landsins barna. En hin er sú að verða sjálfir herrar yfir vatnsaflinu og herrar í landinu og vernda þjóðerni vort eins og dýrgrip, sem aldrei verði látinn falur fyrir fé. Sfðari stefnunni fylgir sú kvöð, að varlega verður að fara, og í ekkert má ráðast fyr en að vel athuguðu máli. Þessi sfðari stefna átti áreiðanlega föst ítök í sfðasta þingi og vér teljum víst að hún muni eiga föst ítök í allri þjóðinni. Við- fangsefni fossanefndar var bæði mik- ið og vandasamt og ekki von að hægt væri á stuttum tíma, að leysa alla þá hnúta nákvæmlega eða leggja allar þær upplýsingar fram á borðið, sem æskilegar væru. En eitt atriði virðist oss vanta upplýsingar um, og það er einmitt atriði, sem vel verður að gera sér ljóst, hvernig eru horfur í heiminum yfir höfuð fyrir því, að fossaiðnaður borgi sig. Þ^tta þurfum vér íslendingar að gera 'oss sem ljósast, áður en endanlegar á- Iyktanir eru gerðar í fossamálunum. Eitt er vís, að hvernig sem horfurn- ar eru nú, þá er það sýnilegt, að framfarirnar f heiminum tnunu undir öllum kringumstæðum verða svo miklar og þannig, að annar eins kraftur og sá sem f vatninu býr, muni verða beislaður. íslendingar, afhendið ekki lykilinn að fjárhirzl- unni yðar, geymið þið hann sjálfir og kjósið ekki þá menn á þing, sem ékki skilja hvað mikið veltur á því,

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/451

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.