Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 14.01.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 14.01.1950, Blaðsíða 1
Kosningaskrifstofa z i lKxrAnKlriA Alþýðuflokksins £ ilDVO UDICIO í Hafnarfirði er í Alþýðuhúsinu, á sama stað og áður Sími 9799 Skrifstofan er opin frú * Hafnarfjarðar kl. 10 árdegis til 10 síðd. IX.. árg. Hafnarfirði 14. fanúar 1950 2. tölublað Bæjarmálaþáttur VI. HÖFNIN Ekki verður sagt um Sjálfstæðis- flokkinn í Hafnarfirði að honum sé alls varnað. En þegar hann einstaka sinnum álpast til að fylgja góðu máli sést hann gjarnan ekki fyrir og veður áfram flaumósa og liugs- unarlítið. Þannig hefir það verið í hafnar- málinu. Það kom í hlut flokksins, meðan hann enn hafði meirihluta- aðstöðu hér í bæjarstjórn, 1922—’23, að undirbúa málið, en sá undirbún- ingur varð með þeim hætti, að ekki einu sinni þeir sjálfir treystust til að notfæra sér hann, en var af þeirra hálfu ekkert í málinu gert, frá því er þessum undirbúningi lauk og þar til þeir hrökkluðust frá völdum í bæjarstjórn 1926. Þegar Alþýðuflokkurinn tók þá við stjórn bæjar- og hafnarmálanna lét hann það verða sitt fyrsta verk að endurskoða áætlanir þær er fyrir hendi voru og mælingar er gerðar höfðu verið, og komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að varlegast rnyndi að treysta hvorugu og taka málið fyrir á ný, frá rótum. Var það gert, og kom þá í ljós að miklum mun erfiðra var við að fást bygg- ingu hafnargarða, en menn áður höfðu gert sér grein fyrir, og kostn- aðarsamara. Var þá snúið sér að byggingu nýrrar liafskipabryggju, sem var mjög aðkallandi mál, til aukningar leguplássi og til af- greiðslu. Minni hlutinn í bæjar- stjórn varð þá auðvitað andvígur bryggjubyggingunni, en sem betur fór var þó ekki um það skeytt og bryggjan byggð, og síðar vel búin að vélknúnum lyftitækjum, og sennilega betur en nokkur önn- ur bryggja á landinu, og gekk því afgreiðsla öll hér betur en \úðast annarsstaðar. Hefði það verið illa farið, ef minni lilutinn í bæjarstjórn hefði þá fengið að ráða, og vísast að hann vilji nú sem minnst um það tala. A árunum milli 1930 og 1940 var fjárhagur, bæði útgerðarfyrirtækj- anna og almennings svo þröngur, að ekkert viðlit var að leggja út í svo kostnaðarsamt fyrirtæki eins og byggingu hafnargarða. Var sýnilegt að ekki mundu útgerðarfyrírtækiu fá undir þessum kostnaði risið, þar sem þau á þessu tímabili gátu ekki greitt venjuleg gjöld til hafnarinn- ar, heldur urðu að fá verulegan hluta þeirra eftirgefinn. Á almenn- ing var ekki heldur unnt að leggja þessi gjöld, eins og á stóð, og lán voru ekki fáanleg. Var því ekki liafst að í bili, en málið undirbúið með nýjum ýtar- legum rannsóknum 1935 og ’36. Undireins og úr fór að rakna var samþykkt að hefjast handa um byggingu hafnargarðsins norðan fjarðar og var það verk liafið í árs- byrjun 1941. Var síðan haldið á- fram við mjög erfið skilyrði, þar til garðurinn var orðinn talsvert á þriðja hundrað metrar á lengd, og farinn að mynda verulegt skjól við bryggjurnar norðan fjarðar. — Kost- aði sú garðbygging rúml. 3/2 milljón kr. Árið 1947 var svo farið að undir- búa byggingu hafnargarðs að sunn anverðu, og er hann nú orðinn rúm- lega 300 metrar á lengd og kostar tæpar 2 millj. kr Hefir þá verið varið til hafnargerðarinnar í þau 9 ár, sem liðin eru síðan bygging hafnargarð. hófst, tæpar 5 M milj. kr. — Bæjarsjóður hefir lagt fram til þessara framkvæmda 1,8 milj. kr. og mun það vera meira, en nokk- urt annað bæjarfélag hefir lagt höfn sinni til ,sem beint framlag. Svnir það þann hug, sem heiri hluti bæjarstjórnar hefir borið til hafnar- gerðarinnar, og þá 'áherzlu, sem lögð hefir verið á, að flýta fram- kvæmdum eins og möguleikar hafa frekast leyft. Ríkissjóður hefir lagt fram nærri 2 miljónir króna, en 1,4 miljónir hafa verið teknar að láni, og er það eina skuldin, sem á þessu mikla mannvirki hvílir nú. Afgang- inn hefir hafnarsjóður lagt fram sjálfur. — Nú er suðurgarðurinn kominn á 5 m. dýpi um stórstraums fjöru, og þangað sem fasta botnin- um sleppir, og leðjan byrjar fyrir alvöru. Hingað til hefur verið til- tiilulega auðvelt að byggja þennan garð, en nú verður, úr þessu, að horfast í augu við sömu erfiðleika, og við var að eiga, við byggingu norðurgarðsins. Hið gljúpa og þykka leðjulag í botni hafnarinnar, sem mjög lítið burðarþol hefir, ger- ir það að verkum, að mjög dýrt verður að ljúka því sem eftir er. — En það verður að gerast, og verður gert. Þrátt fyrir það að úr bæjarsjóði hefir verið lagt svo mikið fé fram til hafnargerðarinnar, og þrátt fyrir það, að aðeins 1,4 milj. kr. af heild- arkostnaðinum hvíla nú á liafnar- sjóði sem lán, er hann verður að standa straum af, er það mjög á mörkum að hafnarsjóður, með nú- verandi tekjum sínum geti staðið undir þessari upphæð, auk annarra venjulegra rekstursútgjalda. Tekjur hafnarinnar eru svo rýrar, vegna þess að kappkostað hefir verið að hafa hafnargjöldin ekki hærri en tilsvarandi gjöld eru í lleykjavík, enda eru þau það ekki, og sum meira að segja lægri. Ilvarvetna út um land þar sem lagt hefir verið í kostnað vegna bryggju- og hafnar- gerða, eru þessi gjöld aftur á móti hærri og sumstaðar miklu hærri. Alþýðuflokksmeirihlutanum í bæj- arstjórn hefir þótt það skynsamlegt að leitast við, af fremsta megni, að íþyngja ekki útgerðarfyrirtækjum, með hærri gjöldum en nauðsynlegt hefir verið, samtímis því, sem leit- ast hefir verið við, að skapa flot- anum, bæði mótorbátum og togur- um, bætt skilyrði innan hafnarinn- ar. Auk hafnargerðarinnar hefir hafnarsjóður líka, á undanförnum árum eytt stórfé í ýmislegt annað, svo sem dýpkun hafnarinnar, kaup á gömlu bryggjunni, sem íhaldið á sinni tíð seldi í hendur einstakling- um, en sem bærinn hefir nú eignast á ný, eftir 20 ár, kaup á Svend- borgareigninni, þar sem komið hef- ir verið fyrir verbúðum og af- greiðsluplássi fyrir bátana o. fl. Allar þessar aðgerðir hafa orðið til þess að fjöldi báta utan af landi hefur getað fengið hér gott viðlegu- pláss og fljóta afgreiðslu ,auk heimabátanna, og hafa skapað hér mikla atvinnu fyrir bæjarbúa. Hafa þó stundum færri bátar getað feng- ið hér viðlegupláss en vildu. Má það út af fyrir sig teljast merkilegur árangur af þessari við- leitni, til að bæta höfnina og af- greiðsluskilyrðin í henni, að bátar skuli heldur vilja liafa bækistöð sína hér, en í Keflavík eða Sand- gerði, sem þó liggja miklu nær fiskimiðunum. Talar það óneitan- lega sínu máli um þann aðbúnað, sem tekist hefir að skapa bátum hér. — Með áframhaldandi framkvæmd- um verður sjálfsagt ekki hjá því komist að hækka hafnargjöldin eitt- Frh. á bls. 2

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.