Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.02.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.02.1975, Blaðsíða 1
ALÞYÐUBLAÐ HAFNARDARÐAR XXXIV. ÁRG. FEBRÚAR1975 2. TBL. Grundvúllur fyrir öfh ugur frumkvæmdir Lifrarpeningarnir voru drjúgir” "Hvers vegna er lifrinni hent ?" Þannig spyr gamall togarajaxl og hörkutól Kristján GuÖmundsson, er við hittum hann niöur á bryggju um daginn. "Já, þú manst' að lifrarpening arnir voru stór hluti af launum okkar á togurunum og bræöslumaöur þótti virðingar gtaða. NÚ er bara öllu draslinu hent. íg skil þetta ekki." ÞaÖ eru fleiri en Kristján, sem skilja þetta ekki og nú hefur útgeröarráð séð að sér og samþykkt aö lifrin veröi hirt á togurum Bæj arútgeröarinnar. Tekjur bæjarsjóðs 1974 fóru nær 80 millónir króna fram úr áætlun. Áætlaðar tekjur af 1 sal 1975 hækka um 92 millj. frá fjárhagsáætluninni í fyrra. Miklar umræður urðu í bæjarstjórn hinn 28. janúar s.l. við af- greiðslu fjárhagsáætlun- ar Hafnarfjarðarbæjar fyrir érið 1975. Fulltrúar minnihlut- ans, Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins fluttu sameiginlega breytingartillögur við tillögur bæjarstjórnar- meirihluta Sjálfstæðis- flokksins og "Öháðra" að fjárhagsáætlun bæj- arins og mælti Kjartan Jóhannsson, bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins, fyrir tillögum minni- hlutans. I ræðu hans kom m.a. eftirfarandi fram: Best stæða bæjarfélagið á landinu. Við lok síðasta kjörtímabils, var Hafn- arfjarðarbær eitthvert bezt stæða bæjarfélagið á landinu, þegar núver- andi meirihluti tók við stjórn og ábyrgð bæjar- mála úr höndum fyrri meirihluta, sem Alþýðu- flokkurinn veitti for- ystu. Síðan hefur orðið mikil tekjuaukning hjá Hafnarfjarðarbæ og á nýliðnu ári fóru tekj- urnar nær 80 milljónum króna fram úr áætlun samkvæmt upplýsingum bæjarstjóra. Hins veg- ar hefur bæjarstjórn aðeins ráðstafað um helmingi af þessari tekjuaukningu. Þess vegna eru einhvers staðar 30 til 40 milljónir, sem ekki er ennþá upplýst hvar eru eða í hvað þær hafa farið. Af þessu ætti að vera Ijóst, að fjár- hagsleg staða bæjarins ætti að vera með af- brigðum aóð, þegar þess er gætt, hve gífurlega tekjurnar fóru fram úr fjárhagsáætluninni. Grundvöllur fyrir öflugar framkvæmdír. Bærinn er vel í stakk búinn af þessum ástæðum, til þess að halda uppi öflugum framkvæmdum. Auk þess áætlar meirihlutinn 113 milljónir á yfir- standandi ári í fram- leiðslugjöld frá ISAL, en það er 92 milljónum lcróna meira en áætlað var í fjárhagsáætlun- inni í fyrra. Þessa gífurlegu tekjuau'kningu verður að nýta sem bezt til aukinna framkvæmda. Þrjú meginsjónarmið. Alþýðuflokkurinn hefur þrjú meginsjónar- mið að leiðarljósi við afgreiðslu fjárhags- áætlunar fyrir 1975. I fyrsta lagi verður að tryggja að framkvæmd- ir í götum haldist í hendur við hitaveitu- framkvæmdir þannig, að fólk geti nýtt sér hitaveituna. Jafnframt þarf að leggja slitlag á göturnar, eftir því sem tök eru á. I öðru lagi þarf bærinn að veita fjár- magni í aðkallandi byggingarframkvæmdir, svo sem skólabyggingar, dagheimili og íbúðir á félagslegum grundvelli. Þannig má í senn bæta þjónustuna á þessum Bætt þjónusta strætisvagna A fundi bæjarstjórn- ar, hinn 28. janúar siðastliðinn, gerði Haukur Helgason, bæjar- fulltrúi að umtalsefni, hversu strætisvagna- þjónustunni i Hafnar- firði er ábótavant og lagði fram eftirfarandi tillögu frá bæjarfull- trúum bæjarstjórnar- minnihlutans: "Bæjarstjórn sam- ,þykkir að fela bæjar- stjóra að beita sér fyrir þvi að hraðað verði sem kostur er endurskoðun og endur- bótum á þjónustu al- menningsvagna við Hafnfirðinga. Ekki hvað sist skal stefnt að þvi að almennings- vagnar sinni sem bezt innanbæjarakstri." Tillagan var sam- þykkt samhljóða. sviðúm og hamla gegn samdrætti og hugsanlegu atvinnuleysi hjá verka- mönnum og iðnaðarmönnum i byggingariðnaði. I þriðja lagi ber bæjarfélaginu skylda til þess að halda uppi öflugri félagslegri þjónustu í bænum, og verður gildi slikrar þjónustu seint fullmet- ið . Félagsleg þjónusta skorin niður. Framlög til ýmissa þátta félagslegra þjón- ustu i bænum eru skorin niður i núverandi fjár- hagsáætlun miðað við verðlagsþróunina. Þá ber fjárhagsáætlunin þess greinileg merki, að við samninga hennar hefur meirihlutinn ekki haft markmið atvinnuör- yggis að leiðarljósi. Þess vegna eru t.d. framlög til ýmissa bygginarframkvæmda miklum og láa. Vanáætlaðar tekjur. Tekjur af aðstöðu- gjöldum og liðurinn ýmsar tekjur er hvoru- tveggja vanáætlað. I fyrra t.d. voru ýmsar tekjur 13 milljónir króna og það eru ekki nokkur rök fyrir því að áætla þær 5 milljónum króna lægri á yfirstand- andi ári eins og mein-| hlutinn gerir. Afsláttur á fasteignagjöldum. Fulltrúar Alþýðu- flokksins, Alþýðubanda-| lagsins og Framsóknar í| bæjarstjórn, vilja lækka fasteignagjöldin nokkuð frá áætlun meirihlutans, til þess að almenn hækkun þess- ara gjalda bitni ekki eldra fólki og öryrkjun Þar á veita aukinn -af- slátt, svo illa sem þetta fólk stendur að vígi að hafa í sig og í óðaverðbólgu dagsins í dag. (frh. á 4. síðu) „Nú gaman gaman er” Bolludagurinn varft mörpum unpum HafnfirbinRi a6 fagnafiarefnl, MörR svefnpurkan fékk duplepa flenpinpu þennan morpun. 0r veröur er verkamaöurinn launanna. (lómsætar rjómabollur og enpar refjar. Takk.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.