Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 26.11.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 26.11.1994, Blaðsíða 1
Hafnfirski listamaðurinn Gunnlaugur Stefán Gíslason málaði þessa mynd afnýju byggingunni í miðbœnum Til hamingju Hafnfirðingar Laugardagurinn 26. nóvemb- er verður merkilegur dagur í sögu Hafnarfjarðar. Þann dag mun hin glæsilega verslunar- og þjónustumiðstöð í miðbæ Hafnarfjarðar opna og hefja starfsemi sína. Að sjálfsögðu er þarna um að ræða stórmerkan áfanga í verslunarsögu bæjar- ins, en einnig munu þessi tíma- mót hafa veruleg áhrif langt út fyrir það svið. Uppbygging miðbæjar Hafn- arfjarðar sem hófst með stór- átaki meirihluta Alþýðuflokks- manna í bæjarstjórn Hafnar- fjaðrar fer senn að ljúka, það er að segja, ef hinn duglitli og kjarklausi meirihluti er nú situr við völd í bænum mannar sig upp í það að halda áfram verk- um Alþýðuflokksins sem halda munu á lofti um alla framtíð þeim geysimiklu framförum sem unnust í tíð Alþýðuflokks- ins á árunum 1990-1994. Við hér á Alþýðublaði Hafn- arfjarðar brugðum okkur í vik- unni í skoðunarferð um hin nýju húsakynni með forsvarsmönn- um Miðbæjar Hafnarfjarðar h/f. Innanhúss sem utan var allt á fullu. Iðnaðar- og verkamenn svo tugum skipti voru að ljúka við hina ýmsu þætti verksins. Væntanlegir rekstraraðilar voru að koma starfsemi sinni fyrir á hinum ýmsu stöðum á fyrstu og annarri hæð hússins. Kraft- urinn og bjartsýnin skein úr hverju andliti. Við setjumst niður og ræðum við forsvarsmenn Miðbæjar Hafnarfjarðar h/f og fáum í stuttu máli sögu þessarar glæsi- legu byggingar. „Fyrsta skóflustungan var tekin í mars 1993 af þáverandi bæjarstjóra Guðmundi ‘Arna Stefánssyni og síðan hafa ham- arshöggin dunið frá bygging- unni. í dag eru 1. og 2. hæð á- samt bílkjallara tilbúin en turn- arnir eru tilbúinir undir tréverk. Húsið er að sjálfsögðu stein- steypt en allt klætt utan með mjög vandaðri klæðningu." Verktakar „Við vorum sérlega heppnir með verktaka, en aðalverktak- inn er Fjarðarmót h/f rammhafn- firskt fyrirtæki í eigu þeirra Benedikts Steingrímssonar og Magnúsar Jóhannssonar, sem Hafnfirðingar þekkja að góðu einu. Aðrir stórir verktakar sem ekki eru síðri eru t.d. Ómar og Pálmi, Friðjón og Viðar, Ævar Snorrason, ísloft og svona mætti lengi telja. En eitt er víst að allir þeir starfsmenn sem hér komu að hafa skilað geysigóðu verki. Það lætur nærri að frá upphafi hafi verið hér fæst 30 manns í vinnu en mest um 100.“ Kostnaður „Við höfum náð mjög góðu samstarfi við verðbréfafyrirtæk- ið Handsal h/f og hefur nánast öll fjármögnun farið um hendur þess fyrirtækis. En það má öll- um vera ljóst að sá skilningur og stuðningur sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar sýndi þessu máli varð til þess að hafist var handa og þess vegna erum við hér í dag. Það voru framsýnir bæjarfulltrúar sem veittu þess- ari uppbyggingu miðbæjarins brautargengi og munu Hafnfirð- ingar standa í mikilli þakkar- skuld við þá um ókomna fram- tíð. í dag er heildarkostnaður sennilega um 900 milljónir. Gera má ráð fyrir að byggingin og sú starfsemi sem fram fer í henni gefi Hafnarfjarðarbæ í tekjur árlega um 15-20 milljónir í fasteignagjöldum, verslunar- og skrifstofuskatti og fleiru, en þetta vill oft gleymast í umræð- unni“ Fjölþætt starfsemi „Nú þegar opnar hér verða um 30 aðilar sem bjóða fram þjónustu sína og við þessa starfsemi munu starfa ekki færri en 100 manns. Hér verður um mjög fjölþætta þjónustu að ræða og hægt verður að fá hér innandyra flest það sem hugurinn girnist. Of langt mál yrði að telja þá alla hér upp en við bendum fólki á að koma strax á fyrsta degi og kynna sér það sem boði er, skoða og versla og fá sér hressingu í nýj- um veitingastað hér í byggin- gunni." Hótel - bókasafn „Það hefur verið draumur okkar frá upphafi að hér myndi verða starfrækt myndarlegt hótel. Nú þessa dagana stönd- um við í viðræðum við umboðs- menn Resort Condidominium International, sem er bandarísk- ur hótelhringur, en þeir hafa áhuga á að kaupa hótelturninn eins og hann leggur sig. Of snemmt er að segja til um hver árangur af viðræðunum verður. Þá má geta þess að Hafnarfjarð- arbær hefur í hyggju að koma upp útibúi frá Bókasafninu hér á 2. hæð og færa þannig bókina til fólksins. Yrði sú starfsemi sjálf- sagt vel þegin af eldri borgurum Hafnarfjarðar, sem komið gætu að húsdyrum hérna með Almenningsvögnum." Framtíðarsýn „Það er einlæg von okkar og trú að sú starfsemi sem hér fer af stað verði einn hlekkur í upp- byggingu miðbæjar Hafnarfjarð- ar. Miðbærinn hefur gjörbreyst á undanförnum misserum og vakið athygli langt út fyrir bæj- armörkin. Sú framsýni og djörf- ung sem lagt var upp með af fyrrverandi meirihluta bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar á eftir að skila sér margfalt til íbúa bæjar- ins í betra og fegurra mannlífi. Hér hefur verið unnið með fólk framtíðarinnar í huga og því fjár- fest til framtíðar.,, Alþýðublað Hafnarfjarðar óskar þeim fimmmenningum tii hamingju með framtakið og Hafnfirðingum öllum með þetta glæsilega mannvirki. Eigendur Miðbœjar Hafnarfjarðar hf. Talið frá vinstri Þorvaldur Asgeirsson, Páll Pálsson, Viðar Halldórsson, Þórarinn Ragnarsson og Gunnar Hjaltalín.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.