Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 16
10 NÝJAR KVÖLDVÖKUR „Hann ætlar að fara til Ameríku,“ sagði T. X., „og áður en hann fer, ætlar hann að halda dálítinn fyrirlestur.“ „Fyrirlestur?" „Já, er það ekki hálfskrítið? En það er nú samt einmitt það, sem hann ætlar að gera.“ „Hvers vegna gerir hann það?“ spurði hún. > T. X. yppti öxlum og sló út höndunum vandræðalega. „Það er einn þeirra leyndardóma, sem verða líklega aldrei opinberaðir mér, nema —“ Hann herpti saman varirnar og horfði hugsi á stúlkuna. „Það koma þær stundir fyrir á æfi manns,“ mælti hann, „þegar háð er hörð barátta á brjósti manns milli alls hins mannlega og betri hluta hans og hinna lægri og óæðri afla. Annar hluti minn vill gjarna heyra þennan fyrirlestur, en hinn óttast afleiðingarnar og úrslitin.“ „Við skulum spjalla um þetta við há- degisverðinn,“ sagði hún hagsýn og fór á stað með hann. XIX. KAPÍTULI. í fljótu bragði virðist alls ekki liggja í augum uppi, að neitt samband geti ver- ið á milli þeirra klof-bússu-manna, er á hverri nóttu hverfa ofan í neðanjarðar- lokræsi Lundúnaborgar og hins þreklega og gildvaxna vara-ræðismanns í Dúrazzó. En samt sem áður var það einn þessara hugsjónasnauðu manna, sem átti heima í Lambeth, og hafði enga hugmynd um, að til væri staður er héti Dúrazzó, sem bar ábyrgð á því að þessi værukæri embætt- ismaður varð að skreiðast á fætur bráð- snemma um morguninn, og olli því, að hann — þvert á móti vilja sínum og með ljótu og mjög ótilhlýðilegu orðbragði — varð að gera vissar rannsóknir í hinum troðfullu söluhverfum borgarinnar. í fyrstunni varð honum ekkert ágengt, þar eð það voru margir Hússein Effendi í Dúrazzó. Hann sendi því ameríska ræð- ismanninum heimboð, bað hann að koma og fá sér í staupinu og hjálpa sér. „Ég skil ekkert í því, hversvegna í skollanum utanríkisráðuneytið hefir allt í einu orðið svona áhugasamt með Húss- ein Effendi.“ „Utanríkisráðuneytið verður að hafa á- huga fyrir einhverju, eins og þér skiljið,“ mælti hinn hyggni Ameríkumaður. „Ég fæ öðruhvoru hinar skringilegustu fyrir- skipanir frá Washington. Ég ímynda mér helzt, að þeir sími yður aðeins til að vita með vissu, hvort þeir séu sjálfir viðstadd- ir! Hversvegna eruð þér að þessu?“ „Ég hef haft tal af Hakaat Bey,“ sagði brezki ræðismaðurinn. „Mér þætti ann- ars gaman að vita, hvað þessi náungi hef- ur gert fyrir sér? Það er sennilega hirting á mig í aðsigi.“ Hérumbil samtímis sat götuhreinsarinn í skauti fjölskyldu sinnar og sötraði drjúgum og með miklum hávaða úr stórri te-krús. „Yrðirðu ekki alveg hlessa,“ mælti hann við maka sinn, sem var barmafull af aðdáun, „ef ég þyrfti að spásséra upp í Gamla Bailey*) til að vitna?“ „Almáttugur, Jói!“ sagði hún með á- kefð, „hvað hefir komið fyrir?“ Götuhreinsarinn tróð í pípu sína og sagði svo alla söguna í sundurlausum molum og með miklu orðaflúri. Hann skýrði sérstaklega frá því, er hann hafði stigið niður í götubrunninn í Victoria- street, hvað Bill Morgan hefði þá sagt við hann á leiðinni, og hvað hann sjálfur hefði sagt við Harry Carter, meðan þeir voru að sullast áfram eftir lágum göng- unum, og hvernig hann hefði þá haft það *) Old Bailey er alkunn sakamálaskrifstofa í Lundúnum. Þýð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.