Ný þjóðmál - 13.07.1978, Blaðsíða 1

Ný þjóðmál - 13.07.1978, Blaðsíða 1
5. árg. Fimmtudagur 13. júlí 1978 —15. tbl. MALGAGN JAFNAÐAR- OG SAMVINNUMANNA —n_,—| ^ —iii_ii—b_ii—i_ii—jii—i_i—a i—iii ji—ii. >—m_g— i ..iiii ~ ii — i—« — — i ^ i-* ^ Alyktun framkvæmdastjómar SFV um úrslit alþingiskosninganna: Samtakaf ólk taki til umræðu stöðu og framtíð flokksins Ákvarðanir verða teknar á landsfundi í alþingiskosningunum 25. júní var upp- fyllt samþykkt síöasta landsfundar Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna um framboð í öllum kjördæmum. úrslit kosn- inganna urðu, að Samtökin fengu engan mann kjörinn og falla út af Alþingi. Samtökin gengu nú til kosninga með ræki- legar markaða stefnu en áður, og fram- bjóðendur og liðsmenn flokksins gengu vel fram að kynna málstað hans. Þótt stefnu- mótun og málf lutningur Samtakanna hlyti viðurkenningu margra, nægði það ekki til aðtryggja f lokknum kjörfylgi. Sögðu þar til sin áhrifin á almenningsálitið af brott- hlaupi einstakra forustumanna Samtak- anna. í aðdraganda þessara kosninga mun- aði mestu, að eini þingmaðurinn sem Sam- tökin fengu kjördæmiskjörinn 1974 sneri nú við þeim baki og ákvað að bjóða sig fram utan flokka. Brotthvarf forustumanna úr Samtökun- um í raðir annarra flokka er árangur af viðleitni forustumanna þessara flokka til að líða Samtökin sundur og losna þannig við áhrif þeirra á framvindu stjórnmála. Þeg- ar þessi viðleitni hef ur borið þann árangur, að Samtökin hverf a af Alþingi, blasir við sú niðurstaða, að flokkakerfið í landinu er í höfuðdráttum komið í sömu skorður og ríktu áður en Samtökin komu til sögunnar. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé eftir síðustu kosningar f ylgisrýrari en nokkru sinni f yrr, hefur hann við brotthvarf Samtakanna af þingi endurheimt þá lykilstöðu, að geta myndaðþingmeirihluta með hverjum hinna þingf lokkanna þriggja sem vera skal. Þetta sannar réttmæti þess sem Samtökin sögðu í kosningabaráttunni, að á árangri þeirra ylti, hvort styrkleikahlutföll flokkanna á þingi veittu tækifæri til meirihlutamyndun- ar utan við hefðbundnar leiðir gamla flokkakerf isins. Einnig hefur atburðarásin þann skamma tíma sem liðinn er frá kosningum áréttað réttmæti málflutnings Samtakanna um vandann sem við blasir í þýðingarmestu þjóðmálum. Samtökin bentu ein flokka rækilega á yfirvofandi stöðvun frystiiðnað- arins, sem nú getur hvern dag orðið að veruleika. Samtökin hömruðu í kosninga- baráttunni á hættunni sem efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar stafar af greiðslu- stöðunni gagnvart viðskiptalöndum og erlendum lánardrottnum. Undir þessa við- vörun hefur síðan verið tekið í mati viður- kennds, erlends efnahagssérfræðings á f járhagsstöðu Islands gagnvart umheimin- um. En þótt benda megi á, að Samtökin standi málef nalega á traustum grunni, getur það á engan hátt dregið úr kosningaósigrinum, sem þau biðu. Þaðer nú verkefni samtaka- fólks um land allt að bera ráð sín saman, ræða stöðu flokksins að kosningum loknum og ákveða hverjar ályktanir skuli af henni dregnar. Framkvæmdastjórnin beinir því til félaga, kjördæmisráða og annarra virkra hópa samtakafólks, að koma saman til umræðu um þetta efni. Oskar fram- kvæmdastjórnin að fá í hendur samþykktir sem gerðar verða á slíkum fundum, til að hafa til hliðsjónar við undirbúning lands- fundar, þar sem teknar verða ákvarðanir um framtíð Samtakanna. Framkvæmdastjórnin þakkar frambjóð- endum Samtakanna og öllum liðsmönnum, sem lögðu af mörkum ötult og fórnfúst starf í kosningabaráttunni. Sömuleiðis læt- ur framkvæmdastjórnin í Ijós þakklæti til þeirra mörgu, sem lögðu fé af mörkum til að standa straum af kosningastarf inu, af því örlæti að horfur eru á að flokkurinn standi skuldlaus eftir, þegar reikningsskil- um kosningasjóðs er lokið. Ráðstefna samtaka- j j Vinningsnúmer í kosninga- happdrætti Samtakanna fólks í Reykjavík um framtíð flokksins Samtökin í Reykjavík efna til ráðstefnu um stöðu og framtíð Samtakanna og verður hún haldin í septembermánuði nk. Hvetur stjórn SFV-félagsins samtakafólk í höfuðborginni til góðrar þáttiöku i ráðstefn- unni, sem verður nánar auglýst síðar. Dregið hefur veriö i kosningahappdrætti Samtak- anna og komu vinningar á eftirtalin niimer: 1. vinningur Sólarlandaferö fyrir tvo meft Sunnu ndmer 3210 2. vinningur Fargjald til Færeyja fyrir tvo niimer 649 3. vinningur Ferftabúnaftur fyrir kr. 30.000,- númer 2043 4. vinningur Ferftabúnaftur fyrir kr. 20.000,- númer 1901 5. vin-s.ingur Ferftabúnaöur fyrir kr. 15.000,- númer 533 Kosningastjórn S.F.V. þakkar happdrættismiöum og öfluftu öllum þeim sem önnuðust sölu á fjár til kosningabaráttunnar með öörum hætti. Einnig þakkar stjórnin þeim f jölmörgu sem studdu Samtökin með fjár- framlögum á einn eða annan hátt. Vegna þess að skrifstofa Sam- takanna verður lokuö næsta mánuð vegna sumarleyfa eru vinningshafar beðnir að senda nafn sitt, heimilisfang og sima i pósthólf Samtakanna 1141 i Reykjavik.

x

Ný þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.