Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1938, Blaðsíða 20

Ægir - 01.01.1938, Blaðsíða 20
12 Æ G I R Tafla II. Síldarverksmiðjur í árslok 1937 og afköst þeirra í inálum á sólarhring. 1. Verksm. lif. Síldar- o» fiskimjölsverk- smiöja Akraness ................. 700 2. — rikisins SRS, Sólbakka............. 1 M0 3. — lif. Kveldúlfur, Hesteyri.......... 1 300 4. — hf. Djúpavík, Djúpuvik............. 4 800 5. • rikisins SR30, Siglufirði.......... 2 770 6. — ríkisins SRN Siglufirði............ 2 770 7. — ríkisins SRP Siglufirði.............. 1740 8. Siglufj.kaupst. (Grána), Sigluf..... 400 9. — (Rauðka), Siglufirði............ 1 000 10. — hf. Kveldúlfur, Hjalteyri......... 4 800 11. hf. Sildaroliuverksm., Dagv.eyri .. 1100 12. hf. Ægir, Krossanesi................ 3000 13. — Sildarverksm.fél. á Húsavik....... 400 14. — ríkisins SRR, Raufarliöfn......... 1 400 15. lif. síldarverksm. Seyðisfjarðar ... 700 16. — hf. Fóðurmjölsverksmiðja Norðfj. Neskaupstað ..................... 350 Mál samtals 28 320 Tafla III. Þátttaka í síldveiðinni 1936 og 1937 (herpinótaskip). 1937 1936 Tegund skipa C3 . £ Cu d ca *2L C3 . CQ d Cw ’S- "c? C3 o Hæ Cw H CZ’Z Hw C3 o H^ Togarar 32 cc oc 4- 32 18 489 18 Línugufuskip . 30 561 30 30 577 30 Mótorskip 149 1728 105 126 1506 90 211 3173 167 174 2572 138 Jierpinótaveiðar, og' er það 34 skipum fleira en 1935, en það ár hefir þátttakan verið inest áður. í sumar voru notaðar 167 herpinætur við Veiðarnar, en 144 1935. Mismunurinn á skipverjatölunni á þessum tveimur árum er um 500. Ef at- huguð er tafla III, þá sézt glöggt mis- munurinn á þátttökunni í síldveiðunum 1937 og 1936. Síldveiðiskipin lögðu í fyrra lagi af stað norður, og fór það fyrsta, mb. „Garðar“ úr Vestmannaeyjum, 5. júní. Þann 7. júní sáu fiskiskip síld vaða bæði á Skagagrunni og út af Langanesi. Um miðjan júní var mikil lierpinótaveiði á Grímseyjarsundi og víðar, og fengu flest skiji fullfermi, sem þá voru komin út. Langmest var síldveiðin á tímabilinu frá 26. júni til 3. júli. Síld var þá að meiru eða minna leyti á öllu svæðinu austan frá Bakkafirði og vestur að ísafjarðar- djúpi. Um þetta leyti og reyndar miklu oftar um sumarið, urðu flestar sildar- þrær verksmiðjanna vfirfullar, og urðu skipin þá að bíða dögum saman eftir losun. Hversu mikið tap hefir hlotizt af því, að skipin urðu að vera frá veið- um marga daga á vertíðinni, vegna ó- nógra afkasta verksmiðj anna, er óger- legt að áætla. Veiðin hélzt út allan ágúst, og var oft inikil i þeim mánuði. Viku af september liættu flest skipin veiðum, og voru allar verksmiðjurnar þá búnar að taka á móti 2158 þús. hl. af síld, og er það rúmlega hehningi meira en árið áður. Eins og tafla II ber með sér, eru alls 16 síldarverksmiðjur hér á landi, og eru samanlögð meðalafköst þeirra allra 28320 mál á sólarhring. Afköst Rikisverksmiðj- anna eru rúmlega þriðjungur af heildar- afköstunum, eða 34,5%. Á árinu voru reistar síldarverksmiðjur á Akranesi, Hjaltevri, Húsavík og Seyðisfirði. Allar þessar verksmiðjur tóku til starfa á ár- inu, nema Húsavíkurverksmiðjan, se.m ckki var fullgerð fvrr en seinast á sumr- inu. Þessar 4 verksmiðjur, sem bætzt hafa við á árinu, gera næstum % af heildarafköstum verksmiðjanna, eða 24%. Rikisverksmiðjurnar unnu úr 39% af bræðslusildinni, en hinar þrjár nýju verksmiðjur úr 15%, og er Hjalteyrar- verksmiðjan með megnið af því, eða rúm 13% af heildaraflanum. j

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.