Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1963, Blaðsíða 16

Ægir - 15.01.1963, Blaðsíða 16
10 Æ GIR enn fallandi, einkum síðari hluta sumars. 1 miðjum október var verðið £ 29-0-0 per tonn cif, en fór úr því aftur hækkandi og var um £ 37-0-0 í árslok. Meðalverð síldarverksmiðjanna á síld- arlýsi mun vera um £ 33-10-0 cif eða um £ 29-0-0 fob per 1016 kg. Nær öll lýsisframleiðslan frá s.l. sumri er nú seld. Talsvert magn af síldarmjöli var selt fyrirfram á 16 til 17 shillinga og 6 pence per porteineiningu í tonni cif, en þegar kom fram á haustið fór verðið fallandi. Síð- ustu sölur voru á 15 shillinga og 3 pence eða tonnið um £ 54-18-0 cif. Enn eru ó- seld um 12.000 tonn af síldarmjöli af framleiðslu s.l. sumars. Verð á síldarmjöli innanlands var á- kveðið kr. 540,oo per 100 kg. fob verk- smiðjuhöfn. Verðið var kr. 485,oo árið 1961. Heildar fobverðmæti bræðslusíldaraf- urðanna frá s.l. sumri er talið nema um 540 milljónum króna, lauslega áætlað. MarkaSshorfur. Markaðshorfur á síldarmjöli og lýsi eru nú mjög óvissar, vegna sívaxandi fram- leiðslu fiskimjöls í heiminum, fyrst og fremst í Perú og vegna aukinnar fram- leiðslu á jurtafeiti og lýsi. Notkun á fiskimjöli hefur sem betur fer vaxið í réttu hlutfalli við aukna fram- leiðslu. Framboðið á fiskimjöli er mjög mikið eins og sést m. a. af því, að Perú hefur þegar selt fyrirfram um 800 þús- und tonn af þessa árs framleiðslu sinni af anchovettumjöli. Víðtækar tilraunir eru nú gerðar er- lendis um framleiðslu fiskimjöls til mann- eldis. Ef þær bera tilætlaðan árangur geta þær haft ómetanlega þýðingu fyrir sjáv- arútveginn hér sem annarsstaðar. Það er ánægjulegt að minnast þess, að fyrstu tilraunir um framleiðslu fiski- mjöls til manneldis voru gerðar af Is- lendingi, Guðmundi heitnum Jónssyni, vélfræðingi árið 1935 og að þeirra til- rauna hefur nú verið minnzt á alþjóða- vettvangi í sambandi við þetta mál. Nýjar síldarverksmi'öjur. Síldarverksmiðjur ríkisins keyptu Síld- arbræðsluna á Seyðisfirði s.l. vetui*. Voru afköst verksmiðjunnar aukin úr ca. 1.700 málum á sólarhring upp í 5.000 mál. Vegna óhagstæðrar veðráttu og verkfalla tafðist endurbygging verksmiðjunnar. en hún vann þó úr 96.929 málum síldar auk síldarúrgangs í sumar. Þá var reist á vegum S. R. ný síldar- verksmiðja á Reyðarfirði með 1.500 mála afköstum á sólarhring og hóf hún vinnslu hinn 29. ágúst. Vilhjálmur Guðmundsson, verkfræðingur, tæknilegur framkvæmda- stjóri S. R., sá um þessar framkvæmdir af þeirra hálfu. Reist var ný verksmiðja á Fáskrúðsfirði í stað verksmiðjunnar, sem brann þar 1961 og er hin nýja verksmiðja með um 1.500 mála afköstum. Ný verksmiðja var reist á Bakkafirði með 500 mála afköstum. Gerðar voru miklar endurbætur á verksmiðjunum á Siglufirði, Raufarhöfn, Vopnafirði, Neskaupstað og Húsavík. Heildar sólarhringsafköst síldarverk- smiðjanna á Norður- og Austurlandi eru nú talin um 70.000 mál. Aukin starfsemi verksmiðjanna síðustu tvö árin hefur haft í för með sér skort á nægilega mörgum kunnáttumönnum til ýmissa starfa í verksmiðj unum, sem erfitt hefur reynzt að vinna bug á. Er það eitt af mestu vandamálum verksmiðjanna að fá bætt úr þessum skorti. Fyrirhugaðar eru ýmsar endurbætur á síldarverksmiðjunum fyrir næsta sumar og veltur það fyrst og fremst á útvegun lánsfjár og vinnuafls, hve miklar þær verða.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.