Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1966, Blaðsíða 16

Ægir - 01.04.1966, Blaðsíða 16
110 ÆGIE flutningaskip, námu um 80.000 tonnum af lýsi og um 110.000 tonnum af síldarmjöli. Framleiðslan sunnanlands og vestan nam 18.000 tonnum síldarlýsis og 32.000 tonn- um síldarmjöls. Alls voru framleidd í land- inu um 98 þús. tonn af síldarlýsi og 2 þús. tonn af öðru lýsi. Um 142 þús. tonn af síld- armjöli, 4 þús. tonn af karfamjöli, 7 þús. tonn loðnumjöl og 20 þús. tonn þorskmjöi eða alls af fiskmjöli um 173 þús. tonn. Verð á síldarlýsi og síldarmjöli. í byrjun síldarvertíðarinnar var verð á síldarlýsi nokkru hærra en það hafði verið um sama leyti árinu áður eða £ 72-0-0 til 74-0-0 per 1000 kg. cif á móti £ 70-0-0 til 71-0-0 vorið 1964, en eftirspurn var þó ekki mikil og sala dræm. Þegar kom fram í byrjun september hríðféll lýsisverðið. Var ein aðalástæðan fyrir verðfallinu talin vera mikið framboð af hálfu Norðmanna á brezka markaðnum, en þangað höfðu þeir ekki selt síldarlýsi um margra ára skeið. Vegna þess að þeir eru í fríverzlunar- bandalaginu EFTA losna þeir við að greiða 10% innflutningstoll í aðalmarkaðsland- inu, Bretlandi, sem við íslendingar verð- um að greiða. Féll lýsisverðið niður í £ 68. I okt.—desember var mestur hluti síldarlýsisframleiðslu íslenzku síldarverk- smiðjanna seldur á £ 70-0-0 cif. Þegar komið var fram í janúar 1966 fór lýsis- verðið ört hækkandi og var 20. janúar £ 76 til 77-0-0 per tonn cif. Verð á síldarmjöli var í byrjun síldar- vertíðar mjög hátt, eða 18/6 til 20/- sh. per proteineiningu í tonni cif á móti 16/- sh. árinu áður. Fór það hækkandi þegar leið á sumarið og komst hæst upp í um 22/- sh. proteineiningin í tonni, en lækk- aði aftur niður í 21/- sh. í árslok. Mikið síldarmjöl hafði verið selt fyrirfram áður en vertíð hófst fyrir 18/- sh. til 19/- sh. proteineiningin. Verð á síldarmjöli á innanlandsmarkaði var ákveðið kr. 682,- per 100 kg. fob, en hafði verið kr. 570,- árið 1964. Heildarfob-verðmæti bræðslusíldaraf- urðanna norðan- og austanlánds, að'við- bættri síld í flutningaskip er talið hafa numið að útflutningsverðmæti um 1.505 milljónum króna, eða um 425 milljónum króna hærri upphæð en árið 1964, er var metár um afla og verðmæti fram til þess tíma. Afkoma verksmiðjanna. Afkoma verksmiðjanna, þar á meðal S. R., var miklu lakari á árinu 1965 en 1964. Hagnaður S. R. 1964 hafði numið kr. 74.- 210.804,16, en skv. bráðabirgðauppgjöri virðist reksturinn 1965 standa í járnum, þegar fyrningar hafa verið reiknaðar. Nýjar verksmiðjur og endurbætur. Á árinu voru reistar tvær nýjar síldar- verksmiðjur. Verksmiðja Hafsíldar h/f á Seyðisfirði með 2.500 mála afköstum og vei'ksmiðja Búlandstinds h/f á Djúpavogi með 1.000 mála afköstum á sólarhring- Auk þess juku Síldarverksmiðjur ríkisins afköst síldarverksmiðj unnar á Seyðisfirði um 2.500 mál og lögðu í kostnað við ýmsar endurbætur á verksmiðjum sínum, sem nam að meðtöldum kostnaði við stækkun- ina samtals um kr. 74.000.000,00. Fyrir komandi síldarvertíð er nú verið að reisa nýjar verksmiðjur á Eskifirði 2500/3.000 mál, Þórshöfn 1700/2500 mál og Stöðvarfirði 1.000 mál. Auk þess verða aukin afköst hjá eftirtöldum verksmiðjum: Hjá S.R. á Seyðisfirði og Raufarhöfn um samtals 1.000/1.500 mál. Borgarfirði eystra um 600 mál. Hafsíld h/f, Seyðisfirði um 600. mál. Síldarvinnslunni h/f, Neskaupstað um 2.500/3.000 mál. Á næstu síldarvertíð er því þegar ákveð- in og verið að vinna að aukningu á afköst- um síldarverksmiðjanna á Norðaustui'- landi og Austfjörðum, sem nemur samtals um 10.000 til 12.000 málum á sólarhring- Er það um 33% aukning á sólarhringsaf' köstum verksmiðjanna frá Raufarhöfn til Djúpavogs. Auk þessa verða þrær og af-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.