Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķmarit lögfręšinga

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķmarit lögfręšinga

						GERÐARDÓMUR VERZLUNARRÁÐS ÍSLANDS
Á s.l. hausti var frá því skýrt, að gerðardómur Verzlunarráðs íslands hefði
verið skipaður og tæki við málum. Verzlunarráðið hefur gefið út kynningar-
rit um gerðardóminn. Þar segir m.a., að í október 1920 hafi stjórn ráðsins
samþykkt reglugerð fyrir „gjörðardóm I verzlunar- og siglingamálum", sem
tekið hafi til starfa 14. janúar 1921. Formaður var Ásgeir Sigurðsson konsúll.
Dómurinn fékk verkefni til úrlausnar fyrsta árið, en ekki síðar, og var hann
lagður niður um 1930. í núgildandi lögum er stjórn verslunarráðsins veitt
heimild til að „koma á fót gerðardómi, er skeri úr ágreiningi, sem stefnt
kann að verða til úrlausnar ráðsins". í kynningarriti því, sem fyrr er frá
greint, segir, að undirbúningur stofnunar slíks dóms hafi tekið nokkur ár, en
31. maí 1979 hafi verið samþykkt reglugerð fyrir hann og 7. mars 1980 hafi
stjórn hans verið skipuð.
í stjórn gerðardóms Verzlunarráðs íslands eru Sveinn Snorrason hrl. (for-
maður), Guðmundur Pétursson hrl. og Gunnar Ásgeirsson stórkaupmaður.
Varamenn þeirra f sömu röð eru Jóhann J. Ólafsson stórkaupmaður, Baldur
Guðlaugsson hdl. og Gunnar Petersen stórkaupmaður. Um dómendur í hverju
máli vísast til reglugerðar gerðardómsins, sem birt er hér á eftir. Rétt er að
taka hér upp nokkur atriði úr kynningarriti verslunarráðsins um gerðardóminn:
„KOSTIR. Gerðardómur er úrskurðaraðili á einkaréttarsviðí um lögskipti,
sem annars ættu að sæta úrlausn almennra dómstóla.
Hlutleysi. Gerðardómur er hlutlaus aðili, sem leggur hlutlægt mat á úr-
lausnarefnið. Hlutleysið er tryggt með skipan dómsins. Tilnefning beggja
málsaðila í dóminn tryggir að afstaða sé tekin til allra málsatvika, sem máli
skipta.
Trúnaður. Gerðardómur er ekki opinber og geta málsaðilar því haldið við-
kvæmu máli leyndu.
Hagræöi. Málsmeðferð gerðardóms tekur að jafnaði skemmri tíma en al-
mennra dómstóla. í mörgum tilvikum getur það skipt höfuðmáli, að úrlausn
fáist innan tiltekins frests. Ákvæði um hámarkstíma, sem málarekstur má
taka, eru í reglum Gerðardóms V. í.
Ótvírætt hagræði er að því, að geta leitað úrlausnar innlends gerðardóms
í stað þess að þurfa að reka gerðardómsmál erlendis. Kaupsýslumenn eru
því hvattir til að koma því ákvæði að við gerð viðskiptasamnings við erlenda
aðila, að ágreiningi verði vísað til Gerðardóms V. í.
SamningsákvæSi. Tillaga um orðalag gerðardómsákvæðis í viðskiptasamn-
ingi, fer hér á eftir á ensku. Tillagan fæst einnig á frönsku, þýsku, spönsku
og sænsku.
„All disputes arising in connection with the present contract shall be
finally settled under the Rules of Conciliation and Arbitration of the lceland
Chamber of Commerce by one or more arbitrators appointed in accordance
with the said Rules".
NOTKUN. Gerðardómurinn gegnir því hlutverki að aðstoða við lausn við-
skiptadeilu, sem upp er komin og málsaðilar hafa orðiö ásáttir um að leggja
undir úrskurð gerðardóms.
40
					
Fela smįmyndir
Titilblaš
Titilblaš
Efnisyfirlit
Efnisyfirlit
Efnisyfirlit
Efnisyfirlit
Efnisyfirlit
Efnisyfirlit
Kįpa I
Kįpa I
Kįpa II
Kįpa II
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Kįpa III
Kįpa III
Kįpa IV
Kįpa IV