Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 30

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 30
Nú í aprílmánuði lýkur breytingum á Farsæli GK 162, 1636, hjá Ósey hf. í Hafnarfirði. Skipa- og Vélatækni í Keflavík hannaði breytingarnar og hafði eftirlit með framkvæmd verksins. Eigandi bátsins er Farsæll hf. o.fl. í Grindavík og framkvæmdastjóri er Hafsteinn Þorgeirsson. Skipstjóri er Grétar Þorgeirsson, og yfir- vélstjóri er Viðar Geirsson. HELSTU BREYTINGAR Skrokkur bátsins var lengdur um 4 m, 8 bandabil, og kemur lenging- in sem stækkun á lestarrúmi. Ný lest- arlúga kemur í lenginguna og á lúg- una verður komið fyrir fiskmóttöku. Vélsmiðjan Orri sá um stál- og plötu- smíðina. Framan við lengingu eru byggðar nýjar síður og hvalbakur og stýrishús, með ljósa- og radarmastri, ofan á hvalbakinn. í nýjum hvalbak eru byggðar nýjar íbúðir sem er einn 6 manna klefi fremst og aftantil er borðsalur og eldhús. Snyrtiklefi með sturtu og salerni, ný stakkageymla sem er einnig nýtt sem geymsla vegna netabætinga. Innréttingar annaöist Trésmiðjan Brim. Nýr og stærri ferskvatnstankur kemur í bát- inn. Þilfari bátsins var lift um 0,5 m. Skutur bátsins, aftan við lenginu, er sá sami og var í bátnum en vélar- rúmsþil fært fram um 1 m, 2 banda- bil. Við hækkun á þilfari stækkuðu olíugeymar bátsins. Nýr vélarúms- kappi var byggður og staðsetning hans færð tii frá því sem áður var. Rafkerfi bátsins var gjörbreytt. Allt gamla 24 V jafnstraumsrafkerfið var tekið úr bátnum og sett nýtt 3 fasa 220 V riðstraumskerfi. Tvær nýjar Perkins ljósavélar, frá Marafli, með 28 KW rafal hvor. Nýjar rafmagns- töflur frá Rafboöa hf. og allar lagnir einnig endurnýjaðar. Stýrisvél er nú rafdrifin, einnig sjódælur og nýr vélarúmsblásari. Gamla olíukynta Ferill skips í september 1982 bættist í fiskiskipa- flotann stálskip sem keypt var notað frá Svíþjóð. Skip þetta hét upphaflega Lovisa og er smíðað árið 1977 hjá skipasmíðastöðinni Grönhögens Sevets A/B í Dagerhamn í Svíþjóð undir eftirliti hjá Sjöfartsverket. í september árið 1982 er skipið keypt til íslands af Þorgeiri Þórarinssyni o.fl. í Grindavík og sama ár er lokið við lengingu á skipinu um 3 m í Svíþjóð. Eftir að skipið kom til landsins var settur í það ýmiss búnaður, m.a. vindur og rafeindatæki. Skipið hóf veiðar í febrúar 1983. í febrúar 1989 eignast Brynjólfur hf. o.fl. í Njarðvíkum skipið, en núverandi eigendur, Farsæll hf. o.fl. i Grindavík, eignast það íjúlí 1990. Árið 1984 var sett á bátinn togvindubún- aðurfrá Sig. Sveinbjörnssyni. Árið 1989 var skipt um aðalvél og sett ný Volvo Penta 373 hö. Árið 1993 var settur nýr spilbúnaður frá Ósey hf. ásamt netvindu, einnig var sett perustefni á bátinn árið 1993. 30 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.