Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 14.07.1934, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 14.07.1934, Blaðsíða 1
ALÞ YSQ M AÐURINN IV. árg. Akureyri, Laugardaginn 14, Júlí 1934. tbl. Á veiðum. »Sulturinn er bestur«» Auðvaldinu hefir iengi verið um það brugðið, að það notaði sér neyð verkalýðsins til að kúga hann efnalega og andlega. Þetta er einn af mörgum svörtu blettunum á því voða valdi, sem haldið hefir, og heldur, þjóðunum í áþján. Eftir því sem lýðræðið er meira, og meira frjálslyndi í atvinnumálum, því minna ber á útilokunarstefn- unni, og vérkalýðurinn hefir um frjálsara höfuð að strjúka. Hér á landi hefir verkalýðurinn aldrei haft mikið af útilokunarstefn- unni að segja, á móts við verka- lýð ýmsra annara landa. Þótt for- ingjar verkalýðsins, hér á árum áð- ur, meðan verklýðshreyíingin var ung og lítils megnug, fengju að kenna á því hvar þeir stóðu í fylk- ingu, náði útilokunarstefnan ekki til verkalýðsins yfir höfuð, og hvar- vetna þar sem bólað hefir á þess- um ósóma í seinni tíð, hefir sam- eiginleg fyrirlitning fjöldans hvílt á þeim, sem kúgunarvaldinu hafa ætlað að beita. Vert er að geta þess í þessu sambandi, að þar sem verklýðssam- tökin hafa náð nokkrum þroska, hefir engum atvinnurekanda liðist það, að synja verkamanni um at- vinnu af þeim ástæðum, að hann væri í sérstöku verklýðsfélagi, eða í sérstökum pólitískum flokki. Og verklýðsfélögin hafa verið afar frjáls- lynd gagnvart utanfélagsfólki; svo frjálslynd, að t. d. félögin á ísafirði og í Reykjavík, sem ekki vinna með ófélagsbundnu fólki — hafa sam- þykt það — útfæra þetta hvergi nærri eftir samþyktunum. Hér á Akureyri hefir, að minsta kosti s.l. 20 ár, aldrei bólað á því, að verkamenn eða konur hafi verið útilokuð frá atvinnu vegna þess hvar fólkið hefir staðið í stjórn- málum, eða vegna þess að það hafi verið í sérstökum félögum. Síðan Ieiðir skildu með verkalýðn- um hér hefir engin breyting á þessu orðið. Fólk úr öllum verk- lýðsfélögunum og ófélagsbundið fólk hefir unnið hlið við hlið á öllum atvinnustöðvum, og enginn haft neitt við þetta að athuga. Þó hefir eitt atvinnufyrirtæki skorið sig úr í þessu efni. Það er hið svokallaða Söltunarfélag verkalýðsins, sem kommúnistar hafa ráðið og ráða yfir. í önd- verðu voru þau ákvæði sett inn í lög þessa félags, að enginn fengi þar vinnu nema hann væri félagi í Verkamannafélagi Akureyrar eða Verkakvennafélaginu »Eining*. Auð- vitað var þetta vitleysa, þvf þar sem félagarnir í Söltunarfélaginu bera alla ábyrgð á rekstri þess og eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta, var skilyrðið um inngöngu í þessi félög ekkert annað en kúgun við fólkið og þverbrot á allri at- vinnu- og viðskiftareglu. En þetta herbragð kommúnistanna tókst. Vegna atvinnunnar fór fólkið inn í félögin, þó það hefði engan áhuga fyrir verklýðsmálum, og hékk þar meðan atvinnan varði, en kommún- istarnir öfluðu sér þarna aðstöðu til að ná atvinnuvaldi yfir fólkinu og hafa notað það miskunarlaust í pólitísku augnamiði, svo enginn atvinnurekandi í bænum hefir nokk- urntíma komist þar í hálfkvisti við. Það er nú aftur sératriði, að þessi félagsrekstur hefir verið sví- virðing frá upphafi, þar sem for- sprakkarnir hafa setið með gróðann, en verkafóikið með tapið. En það er sérstakt mál, og verður máske tekið fyrir síðar. En það er aftur full ástæða til að rifja þetta upp nú, þegar sú frétt er að berast út um bæinn, aðv kommúnistarnir séu komnir á stúf- ana einu sinni enn, og séu að lokka fólk inn f kommúnistafélögin með því að þykjast ætla að hafa stóra síldarsöltun hér á Tanganum í sumar, þar sem enginn fái vinnu nema það fólk, sem sé í Verka- mannafélagi Akureyrar og » Einingu «. Það á að nota atvinnuleysið — sultinn — til aö kúga fólkið inn f þann félagsskap, sem það vill ekki vera í. f viðbót við það, að þetta er sama svívirðingarathæfið og stjórn Söltunarfélagsins hefir haft fráupp- hafi, ber þess að gæta, að atvinna þessi er öll uppi í skýjunum enn sem komið er, og þar sem hver verkamaður og kona eíga sjálf að bera ábyrgð á fyrirtækinu, og útlit- ið með sfldina er alt annað en glæsilegt, er alt annað en útlit fyrir að hér sé um nokkuð það að ræða, sem keppandi sé eftir, enda hefir það strax heyrst frá fólki, sem áð- ur hefir verið með í Söliunarfélag- inu, að það sé búið að fá meir en nóg af að láta troða á sér. Og líklega er það á parti þess vegna að kommarnir eru nú komnir á veiðar. Það á að fá nýtt og ókunnugt fólk til að reisa atvinnu- veg forsprakkanna á á ný, þegar það gamla var búið að fá nóg. (Framh.).

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.