Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.03.1935, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 05.03.1935, Blaðsíða 3
ALPYÐUMA0URINN 3 Skæðadrífa. »Mjó Ikurverkfa llið í Reykjavík fer sívaxandi* segir VerKam. á Laugardaginn var. Þann dag seldust yfir 14000 lítrar af mjólk frá Samsölunni, eða nær 1000 lítrum meira en dagana á undan >verkfallinu«. Og í gær varð verk- fallsins hvergi vart, Kommarnir hafa ■þvi beðið ósigur í annað sinn. í fymra skiftið sveik íhaldið þá, en nú geta þessar stærðir grátið ósigurinn í faðmlögum. Kommarnir kenna íhaldinu hrakfarirnar, íhaldið komm- um. Tvö stórveldi semja trið. I Verkam. á Laugardaginn ber að líta hlægilega tilkynningu. Þar lýsa þrír kaupmenn því yfir, að neitun þeirra um . að auglýsa í Verkam. sé niður íallin, og forseti V. S. N. ug ritstj. Verkam. ly;sa yfir að >viðskiftabanninu«, sem Verkam. — mönnum til athlægis — hefir verið að lýsa yfir ýmsum stofn- unum hér í bænum sé einnig lokið. Nú er það vitanlegt að þetta >viðskifta- bann* hefir aðeins hænt fólk að þeim verslunum, sem því hefir verið dembt á og kaupmennirnir lofa heldur ekki að auglýsa í Verka- manninum. Þessi humbugsendi er því ágætur á þessu humbugsmáli. Öskudagsgleði Gagnfræðaskólans. Lesendur ættu að muna skemtun G. A. annað kvöld, fjölbreytta og vandaða: Skólastjóri les nýjar vísur eftir K, N., skýrir þær og segir frá þessum gamla, ágæta Akureyrarbúa. íþróttir og stigdansa við hljóðfæri sýna drengir og stúlkur undir stjórn Herm. Stefánsson og Fríðu Stefáns, leikfimiskennara; Jóhann Frímann segir þátt úr klausturdvöl sinni í Luxemburg, og síðast en eigi síst má telja einleik frú Þorbjargar Halldórs frá Höfnum á píanó, auk þess, sem nemendur syngja margraddað undir stjórn hennar. — Ágóðinn verður vísir til hljóðfærasjóðs nemendasam- bands skólans, er mjög sakna hljóð- færis í skólanum. Ur bæ og bygð. Athygli skal vakin á auglýsingu um basar og kaffisölu kvennadeildar Verklýðsfélagsins í >Zíon< á Fimtu- daginn. Konurnar hafa sjálfar unn- ið munina á basarnum, sem allir eru mjög eigulegir og ódýrir eftir gæðum. Þá verður kaffið drekkandi — með pönnukökum og i jóma — og heimabökuðum kökum. F.r til- v'alið að koma þarna og drekka síð- degiskaífið í hópi kunningja og vina; og vita það að hver eyrir, sem inn kemur, rennur til mesta þarfa- og mannúðarfyrirtækisins, sem unnið er að á Norðurlandi um þessar mundir — björgunarskútu fyrir Norðurland. Verklýðsfélag Akureyrar heldur árskemmtun sína í Samkomuhúsinu á Laugardagskvöldið. Sjá auglýs- ingu í blaðinu í dag. Vonandi er að enginn Verklýðsfélaganna láti sig vanta á skemmtunina. Ungfrú Guðrún í’orsteinsdóttir syngur í Samkomuhúsinu á Fimtu- dagskvöldið, með aðstoð Gunnars Sigurgeirssonar. Fjölbreytt og vönd- uð söngskrá. Sóknarpi esturinn flytur föstumessu í >Zíon< annað kvöld, Miðvikudag kl. 8,30. - Séra Björn í’orláksson, fyrrum prestur að Dvergasteini á Seyðis- firði, aridaðist í Reykjavík 1 fyrri nótt. Sera Björn var þjóðkunnur maður vegna afskifta sinna af þjóð- málum. Bindindisfrömuður mikill og fylginn sér í hverju máli. S. h Mánudagsnótt andaðist að heimili sínu hér 1 bænum frú María Jóhannsdótiir, kona Óskars Antons- sonar verkamanns, 21 árs að aldri; vel látin myndarkona. — Dó að ný- lega afstöðnum barnsburði. Leikur sá, er Dalvíkingar sýndu hér í Samkomuhúsinu í næst sið- ustu viku, var ágætlega sóttur og virtust áhorfendur skemmta sér mæta vel. Leikurinn er spreng- hlægilegur og talsveröur vandi aö sýna hann vel. Útvarpið. í kvöld kl. 20,30 flytur Katrín Thoroddsen, læknir, erindi um barnavernd, og klukkan 21,20 lesa þau Ágúst Kvaran og Ingibjörg Steinsdóttir upp þátt úr Fjalla-Eyvfndi. Kl. 19,30 annað kvöld talar Einar Björnsson á veg- um Stórstúkunnar, og 20,30 flytur Guðbr. Jónsson erindi um manna- nöfn. Kl. 21,30 kveður Jón Lárus- son. Fimtudagskvöldið verður minn- ingarkvöld um Stefán frá Hvítadal, og erindið kl. 20,30 á Laugardagskvöldiö flytur Magnús lónsson prófessor. Á Fimtudagskvöldið strandaði norskt fiskitökuskip við Hólatanga við ísafjarðardjúp. Mannbjörg varð. Mannalát. Aðfaranótt fyrra Föstu- dags andaðist aö heimili sínu hér í hænum, Halldór G. Aspar verslun- armaður; lætur eftir sig konu og sex börn. Sömu nótt andaðist á Kristneshæli Hulda Eggertsdóttir Guðmundssonar trésmiðs, efnistúlka á tvítugsaldri. Úann 20. f.m. lést hér á sjúkrahúsinu Kristján Þorláks- son frá Viðarholti. Nýlátinn er bændaöldungurinn Stefán Stefánsson á Hlöðum. Verkam. stækkaði í broti á Laug- ardaginn var, allt að um helming. — Mun hann framvegis eiga að korna út einu sinni í viku, í því formi. — Um leið sleppti blaðið kommúnista- merkinu úr hausnum, enda segist það nú og framvegis berjast fyrir ópólitískum verklýðsfélagsskap!!! Brúarfoss er nú að enda við hringíerð kringum land til að taka freðkjöt til útflutnings. Mun hann fara fullfermdur út og hefir þá tek- ið allt kjöt á þeim höfnum, sem fjærstar eru innlenda markaðinum— bæjunum. »Kongshaug< hefir veri« skýrður um og heitir nú >Snæfell<, Hefir verið myndað hlutafélag hér í bæn- um til kaupa og reksturs skipsins. Er Kaupfélag Eyfirðinga aðal hlut- hafinn. Skipið lagði af staö héðan kl. 10 í fyrrakvöld, áleiöis til Noregs til aðgerðar, Goðafoss kom á Sunnudaginn og fór aftur í gærkvöldi.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.