Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 26.07.1938, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 26.07.1938, Blaðsíða 1
Tipir geslir í heimsokn Friðrik konungsefni og fngrid drottningar- efni Islands og Danmerkur heimsækja Island. þau koma hingað með „Dronn- ing Alexandrine“ á morgun og- dvelja hér til Föstudagsmorguns. Friðrik krónprins og Ingrid krón- T)rinsess*i ko*r>u hingsð til lands, í heimsókn, á Sunnudaginn var. Hingað til bæjarins koma þau á morgun, með »Dronning Alexandr- ine«. Er búist við að skipið verði hér ca. kl. 3 e.h. Verður gestunum fagnað á biyggjunni ineð söng bland- aðskórsundir stjórn Björgvins Ouð- mundssonar og bæjarstjóri býður þá velkomna með ræðu. Þar rsæst verður farið fram í Laugaland og kvennaskólinn skoð- aður og fleira. Um kvöldið situr bæjarstjórn miðdegisveislu með gestunum í Menntaskólanum. Kl, 8 á Fimmtudagsmorguninn verður lagt af stað ausíur að Laxárfossum, þar sem ríkiserfing- inn opnar virkjunina með því að kveikja í sprengjuskoti eða fram- kvæma eitthvert annað smávik, sem kaiia má upphafsstarf að virkjun bæjarins þar eystra. Frá Laxá verður haldið tii Laugaskóla og þar snæddur miðdegisverður. Svo verður farið til Skútusíaða og þar drukkið kaffi. Um kvöidið komið til Akureyrar attur. Á Föstudagsmorgun leggja gest- irnir af stað suður til Reykjavíkur, í bíl. — Þetta eru aðalpúnktarnir í mótíöku áætluninni, en auðvitað getur hún breyst eitthvað lítilsháttar í fram- kvæmdinni. Móttökunefndina skipa, fyrir hönd bæjarsíjórnar, Brynleifur Tobiasson, Árni Jóhannsson og Axei Krist- jánsson. Undirbúningi og skreyt- ingu bæjarins stjórnar Jón Norð- fjörð Þess er beðið, að húseigendur í bænum irreinsi og prýði kringum hús sfn eftir föngum, Að bæjar- búar dragi fána að hún áður en hinir tignu gestir koma og meðan þeir dvelja hér, og fjölmenni á bryggjuna á morgun til að fagna þeim. Um leið og blaðið viðurkennir að sjálfsagt sé að taka hinum tignu gestum með allri prýði, telur það að móttökurnar eigi að vera sem mest blátt áfram og lausar við tildur og ailt fíatmag, en því hlýrri og vinsamlegri. Þóít hér sé um tigið fólk að ræða, er það vitað og viðurkennt að það er sjálft mjög blátt áfram og ljúfmann- legt í framkomu. Slíka kosti ber að virða og endurgjalda með hlýleik og siðaðra manna kurt- eys — í öðru lagi vill blaðið spyrja — og þá sérstaklega í sambandi við hin ákjósanlegu og vel við eigandi tilmæii nefndarinnar urn að sópað sé og piýtt kringum hús í öllum bænum fyrir komu hinna tignu gesta: Hvenær eiga þeir að skoða bæinn? Blaðið getur ekki annað séð en það eigi að fara hér að iíkt og þegar konungurinn kom hér sfðast, að passa vandlega að gestirnir fái sem alira minnst af bænum að sjá, að maður ekki segi að það eigi að fela bæinn sern vandlegast fyrir þeim. Slík aðferð er mjög óvið- eigandi og lýsir allt öðru en stolti hjá forráð3mönnum bæjarins yfir þeirra »ríki í ifkinu*. Þótt ákveðin tilhögun móttök- unnar sé nauðsynleg, virðist vanta einn stóran lið í hana; Hvers óska gestirnir sjálfir? Um það hefir víst ekki verið spurt, og á víst ekki að gera. Og hvar er þá íslensk gestrisni ? Frídagur verslunarmanna. Hin árlega skemmtiferð F. V. S. A. verður um næstu helgi, og verður farið uestur í Húnavatnssýslu. — Lagt verður af stað frá Ráðhústorgi kl. 3.30 e. h. á Laugardag þ. 30. Júlí. — Öllu verslunarfólki heimil þátttaka. — Áskriftarlisti liggur frammi hjá Haraldi Sigurgeirssyni í Brauns-verslun og eru farmiðar seldir á sama stað og kosta kr 10,00 og kr. 15.00. — Farmiða verður að taka fyrir kl. 8 e, h. á Föstudagskvöld.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.