Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.06.1939, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 20.06.1939, Blaðsíða 1
25. tbl. IX. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 20. Júní 1939. Til Alpýiuflokksfólks K ynningarm ó t A Iþýðuflokksfélaganna verður haldið við Sigríðarstaðaskóg á Sunnudaginn kemur --------------------- Ráðherra tlokksins, Stet. Jöh. Stetánsson, og fleiri áhritamenn flokksins mæta á mótinu. — Undirbúningsnefnd kynningar- mótsins, sem sagt vsr frá í síðasta blaði, hfcfir nú ákveðið að mótið skuli haldið við Sigríðarstaðaskóg á Sunnudaginn kemur. Að nefnd- in valdi þennan stað stafar af því að þar geta félögin verið út af fyrir sig, og staðurinn er að öðru leyti tilvaiinn samkomustaður. í sjálfum skóginum er enginn sam- komustaður, en rétt neðan við hann, norðarlega, eru sléttar flatir, milli hárra kjarrvaxinna hóla, sem tilvaldar eru sem útisamkomustaðir. Á einni þessari flöt verður sam- komustaðurinn. Þar er fallegt um- hverfi. Skógurinn rétt fyrir ofan og víðsýnt um Ljósavatnsskarðið norð- ur og suður. Austur þangað er ágætur bílvegur, ca. 10 — 15 mínútna keyrsla frá Fnjóská. Væntir nefnd- in að fólkið hafi sérstaka ánægju af að sækja þenna samkomustað, sem, að dómi nefndarinnar, tekur Vaglaskógi fram að mörgu leyti. En hvað verður þá þarna til fróðleiks og skemmtunar? Nánari dagskrá verður birt síðar, en nú þegar ,er hægt að taka það fram, að þarna verða ræður fluttar af einhverjum bestu ræðumönnurn landsins. Pá verður sungið, farið í útileiki og máske dansað. Veit- ingar verða á staðnum. Ávinningurinn við að sækja mót- ið, auk skemmtunarinnar, er og verður þessi: Ráðherra flokksins skýrir frá á- stæðunum fyrir hlutdeild fiokksins í stjórn landsins og skýrir frá verk- efnum og framtíðarhorfum, og mun hrekja allt það slúður og lygi, sem andstöðuflokkarnir hafa verið að halda að fólkinu vegna þessara mála. Pá mun hann og gefa yíir- lit yfir þau mál, sem unnið verður að á næstunni og benda á verkefni. Er þetta allt fróðleikur, sem enginn áhuga^amur alþýðumaður eða kona má sleppa- í öðru lagi kynnist fólkið frá hinum ýmsu stöðum hvað öðru og hittir kunningja sína, Er þetta nauðsynlegur liður í starfinu og eykur samhug þess fólks, sem vinnur að sömu málefnum. í þriðja lagi er þarna um sér- stæð'a skemmtun að ræða, sem all- ir flokkar stofna til, hver í sínu lagi- Mótstöðumenn Alþýðuflokks- ins hampa því mjög að hann sé ekki lengur til, í raun og veru. Að minnsta kosti vilji engir við honum líta Iengur. Pótt Alþýðufl. samanstandi eingöngu af fólki, sem á erfiðara um vik að fjölmenna á samkomur, en yfirlýður landsins, er honum full nauðsyn að sýna sig á þessu sviði sem öðrum. Hér er því ágætt tækifæri til að reka ó- sannindin ofan í óvini flokksins með því að sækja vel þetta mót. um leið og fólkið fær sér skemmti- túr út úr bænum í félagi við vini og vandamenn. Enginn, sem nokk- ur tök hefir á að vera með, má því láta sig vanta. Bílfar austur á skemmtistaðinn verður svo ódýrt, sem framast er unnt. Fólk mun geta valið um langferðabíla og »boddy«-bíla með misjöfnu gjaldi. Mótið mun hefjast kl. 2 e. h. svo fólk getur verið búið að borða sinn miðdegismat áður en það leggur af stað. og heim verður haldið fyrir »skikkan- legan« háítatíma. Síðar í vikunni muu verða geng- ið með lista meðal félaganna. Þeir mega hafa með sér vini, vanda- menn og góða kunningja. Einnig verður öðru góðu alþýðufólki gefið tækifæri að vera með og getur það í því tilefni snúið sér til einhvers af eftirtöldu nefndarfólki fyrir Föstu- dagskvöld- Halldórs Friðjónsson- ar, Helgu Jónsdóttur, Árna Þor- grímssonar, Erlings Friðjónssonar, Önnu Helgadóttur, Jóns Hinriks- sonar og Jóns Sigurðssonar erind- reka- Einnig taka F. U. J. félagar móti pöntunum. Verið allir með! Sækið kynn- ingarmótið, ykkur til fræðslu og skemmtunar! Akureyringar! — sýnið félögum ykkar, sem koma lengra að, og vonast eftir að hitta ykkur við Sigríðastaða- skóg á Sunnudaginn, að þið látið ekki standa á ykkur!

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.