Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 12.09.1939, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 12.09.1939, Blaðsíða 1
Hvað er óþarfi? Ríkisstjórnin heitir á þjóðina að varast alla óþarfa eyðslu, En hvar eru takmörkin? Hverjir lita eftir? — Og hvar á að stöðva íðnrekendur o. tl. við stríðsgróðaöflun? Daglega fær þjóðin orðsendingar frá rxkisstjórninni. Allar þarfar, en þó full skamt gengið í því að banna óþarfan. Með það fyrir augum að Eng- lendingar gera ráð fyrir að styrjöid- in við Þýskaland standi í þrjú ár að minnsta kosti, virðist engin á- stæða til að dekra við hlutina. Eíns og stríðsþjóðirnar gera sínar áætlanir til tortímingar lífi og eign- um manna, svo verða þær þjóðir, sem álengdar standa, að gera sínar áætlanir lífi og eignum sinna þegna til bjargar. Þetta starf hafa ná- gramiaþjóðir vorar líka hafið, og spyrja ekki um þó þær ráðstafanir, sem gerðar eru, komi við fjárafla- klærnar, sem gapa yfir væntanleg- um stríðsgróða á kostnað aimenn- ings. Ríkisstjórnin er enn ekki komin lengra en að óþarfanum. En hvað er óþarfi og hvað ekki? Þar er aðallega byggt á þegnskap almenn- ings. Hér skal aðeins nefnt eitt dæmt: Til að spara bensín skal draga úr óþarfa akstri, En við hvað á að miða? Vitað er að mikill hluti einkabifreiðaeigenda heldur sér á floti á óþarfa akstri. Er ekki til of mikils mælst að þessir menn Jeggi niður atvinnu sína ótilneyddir — af eintómum þegnskap? Hætti að aka fullfrískum mönnum, sem vel geta gengið erinda sinna um bæinn, en hraði nútímans hefir rekið upp í bílana? Hætti að sækja áfengi í áfengisbúðina fyrir þá menn, sem eru of fínir til að láta sjá sig með ílösku á götunni, en ekki of fínir til að hvolfa inni- haldinu úr henni í sig? Hætti að hringsóla um bæinn á kvöldin með konur og karia, sem gatan getur ekki boðið nógu nána samveru? Þetta þrent er aðeins nefnt af því margur bensíndropinn fer { þessar ferðir. — Og allt er þetta óþarfa- akstur. Ein fyrsta áskorunin frá ríkis- stjórninni var um það, að fólkið skyldi notfæra sér berin. Jú, berin eru holl og góð, enginn neitar því og vera má að einhverjir hafi haft atvinnu af berjatínslu, t. d. börn og liðléttingar í sveit- En hversu mikill búhnykkur er þetta yfirleitt fyrir bæjarbúana? Vér skulum ekki reikna vinnuna neitt. En töluverð- ur ferðakostnaður fylgir hverri berjaför — og mikil bensíneyðsla, sem þó á að varast. Og þegar heim kemur með fenginn. Mörg og dýr geymsluílát og þau feikn af sykri að sykurþurrð er orðin í landinu. Allt þetta hefir kostað ærna peninga. Og eftir allt saman er blessuð saftin og sultan aðeins Miðilsfund, síðasta að þessu sinni, held ég í kvöld, kl. 8,30 í Skjaldborg. — Aðgangur, kr. 2.00, seldur við innganginn. Húsið opnað kl. 8 Lára Ágústsdóttir dýr matarbœtir, en geta ekki kom- ið í stað neinnar aðalfæðutegundar, sem gæti orðið þurrð á vegna siglingateppu eða gjaldeyrisskorts. Nei, ríkisstjórnin þarf að taka þessi mál fastari tökum. Og bæja- og sveitastjórnir líka. Það verður að banna allan óþarfa bílakstur, kvöldknæpurekstur, tombólur, op- inbera dansleiki, og loka fyrir fullt og allt áfengisútsöluforsmán- inni. Næsta skrefið er svo að fá heild- aryfirlit um matvælabyrgðir í land- inu og hafa hönd í bagga með dreifingu þeirra. Svo að gera ráð- stafanir til að verjast kuldanum. Hefja skógarhögg, vinna kol úr jörðu — og mó á næsta vori. Og samhliða þessu -- en ekki síðast — þarf að athuga þá náunga og stofnanir, sem hækka verð á vörum sínum, eftir eigin geðþótta að því er sýnist. Það mun sannast í reyndinni að almenningur mun sýna fullan þegn- skap og stuðning við stjórnarvöld- in, ef hann finnur að tekið er á öllum málum með festu og fram- sýni. — Það hefir sanr.ast á íslendingum frá ómunatíð, að skutbúar leggjast þétt á árar, ef knálega er róið fram í.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.