Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 01.01.1941, Blaðsíða 1
ÁLÞYÐUMADORINN XI. árg. Akureyri, Miðvikudaginn 1., Janúar 1941. | 1. tb). TILKYIVNING. Á fundi Verklýðsfélags Akureyrar. sem haldinn var 29. Des. 1940, var samþykkt að taxti félagsins frá 25, Apríl 1937 skyldi gilda sem grunn- taxti félagsins frá 1. Janúar 1941 með eftirtöldum breytingumt 1. Að allir liðir taxtans hækki um fullt dýrtíðarprósent ársfjórðungs- lega, eins og það er reiknaö út af kauplagsnefnd; í fyrsta sinn 1. Janúar 1941 með 42%" og síðan 1, Aprll 1941 með því dýrtíðarprósent sem þá verður og svo frv. 2. Komi til lækkunar á dýrtíðinni meðan taxti þessi er í gildi, fer lækkunin fram eftir sömu reglum og hækkunin. f*ó getur sú lækkun aldrei farið uiður fyrir grunntaxtan. Stjórn félagsins heimilast að semja við atvinnurekendur bæjarins um taxtann á þeim grundvelli, sem að ofan greinir, og auglýsa hann, sem taxta félagsins, ef samningar ekki nást. Stjórninni heimilast einnig að láta koma til vinnustöðvunar ef þörf krefur til þess að fá taxtann viöurkendan. Taxta þessum er hægt að segja upp með þeim fyrirvara sem greind- ur er í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur frá 11. Jú„í 1938. Kauptaxti félagsins er birtur hér í blaðinu samkvæmt þessari sam- þykkt og samningi þeim, sem gerður hefir verið við Vinnuveitendafélag Akureyrar. Akureyri 30. Des. 1940. F. h. Verklýðsfélags Akureyrar Erlingur Friðjónsson, Haraldur Forvaldsson, Árni Þorgrímsson, foimaður. gjaldkeri. ritari. Heiga Jónsdóttir og Jóhannes Jóhannesson meðstjórneridar. Tilkynning. Á fundi í Verkamannafélagi Glæsibæjarhrepps, 29. Des, 1940. var ákveðið með samhljóða at- kvæðum, að sami kauptaxti skuli gilda á félagssvæði Verkamannafélags Glæsibæjarhrepps og settur er af Verklýðsfélagi Akureyrar 29. þ. m. eöa samið um við atvinnurekendur á Akureyri. Þetta gildir þar til öðru vísi veröur ákveðið. F. h. Vei kamannafél, Glæsibæjarhrepps 30. Des. Í940. Marteinn Pétursson, formaður. Nýtt ár. Pað verða venjulega engar stór- vægilegar breytingar á örlögum landa og þjóða þau augnablik, sem 4ímatalið er að koma áraskiftunum í framkvæmd. Nýja árið erfir illt og gott frá liðnu ári. Áhrifa þess gætir f lífi manna og þjóða eins og morgundagurinn ber svip og dám af deginum í dag. Pað er því að nokkru leyti sjálfs- blekking að ætlast til nokkurra annara breytinga við áramót, en þeirra, sem venjuleg reikningsskil gefa hverjum þeim, sem er svo hamingjusamur, að geta greitt hverjum sitt við áramót. Nýtt ár- lal er að vísu komið í notkun. Pað er aðal breytingin. Vér erum fæstir spámenn í orðs ins réttu merkingu, en þó virðist það sameiginleg ástríða margra manna, að spá fram í tímann um áramót, þótt óskir og vonir fjöld- áns hafi ekki náð uppfyllingu á liðnu ári. Óvissan egnir til mynd- unar nýrra vona — jafnvel krafa til framtíðarinnar. Aftur virðist það vanrækt um of að setja sér takmark til að vinna að á nýja árinu. Qera kröfur til sín að vinna sjálfur eftir mætti að því að eitthvað af þeim vonum, sem lyfta sér til flugs við áramót- in, megi rætast. í þessu liggur aðalveilan — máske aðalorsökin til þess hvað vonirnar láta sér oft til skammar verða. Vafalaust hefir þess sjaldan verið meiri þörf en um þessi áramót að gera kröfur til sjálfs sín um dáð- ríkt starf á komandi árum. Allar ástæður þjóðar og einstaklinga eru þannig nú, að fyllsta þörf er fyrir að enginn dragi af sér í þeirri bar- áttu, sem heyja verður fyrir fjöri og frelsi þjóðarinnar. Ef áramótin gætu orðið til þess að ýta af stað hreyfingu í þessa átt væri vel farið. Pá mætti segja a.ð með þeim byrj- aði nýr og mikilvægur þáttur í lífi þjóðarinnar. Hér verður aðallega vikið að þeim þætti þessa mikilvæga starfs, sem hinn vinnandi lýður landsins kemur til með að ynna af hendi. Reyndar hefir það ætíð verið svo HÁSKÓLABÓKASAFN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.