Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.04.1951, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 03.04.1951, Blaðsíða 4
4 í>riðjudjigur 3£ apríl 1951 ALÞÝÐUMAÐURINN Skfdamðt íslands. Mótið hófst á ísafirði á skírdag. Skíðaráð ísafjarðar sá um mótið. Helztu úrslit urðu þcssi: Svig kvenna í A-flokki: 1. ísl .m. Karolína Guðmundsdóttir, Skíðar. ísafj. 1 m'n. 48,7 sek. 2. Sólveig Jónsdóttir, Skíðar. Rvík- ur, 1. mín. 50,1 sek. 3. Björg Finnbogadóttir, í. B. A., 1 mín. 58,1 sek. Sveitarkeppni í svigi: 1. Sveit Skíðar. ísafj. 604.3 sek. 2. Sveit Skíðar. Siglufj. 634,6 sek. 3. Sveit I. B. A. 654.0 sek. 4. Sveit Skíðar. Rvíkur 699.5 sek. Beztan tíma í einni ferð hafði Magnús Brynjólfsson, I. B. A., 66,2 sek. og næst beztan Asgeir Eyjólfs- son, Skíðar. Rvíkur, 66,7 sek. Svig kvenna, B-jl. íslandsmeistari Asthildur Eyjólfs- dóttir, Skíðar. Rvíkur. 18 km. ganga, A-fl.: 1. ísl.m. Jón Kristjánsson, H. S. Þ., 1 klst. 15:46 mín. 2. ívar Stefánsson, H.S.Þ., 1 klst. 17:07 mín. 3. Matthías Kristjánsson, ÍI.S.Þ., 1 kbt. 19:47 mín. 18 km. ganga, B-fl.: 1. Isl.m. Gunnar Pétursson, Skíðar. ísafj., 1 klst. 17:25 mín. 2. Stefán Valgeirsson, Ii.S.Þ., 1 klst. 21:01 mín. 15 Icm. ganga, 17—19 ára: 1. Isl.m. Ebeneser Þórarinsson, Skíðar. ísafj., 1 klst. 01:33 mín. 2. Sigurkarl Magnússon, Héraðs- samband Strandamanna, I klst. 03:07 mín. Brun karlu, A-fl.: 1. ísl.m. Ásgeir Eyjóljsson, Skíðar. Rvíkur 2:46,2 mín. 2. Haukur Sigurðsson, Skíðar. ísafj. 2:49 mín. 3. Stefán Kristjánsson, Skíðar. R- víkur, 2:51 mín. 4. Magnús Brynjólfsson, I. B. A., 2:55 mín. Brun karla, B-fl.: 1. ísl.m. Jón Karl Sigurðsson, Skíða ráð ísafj. 2:50 mín. 2. Sigtryggur Sigtryggsson, í. B. A. 1:57 mín. 3. Bcrgur Eiríksson, í. B. A., 1:59 mín. 4. Haukur Jakobsson, í. B. A., 3 mín. 06,4 sek. Brun kvenna, A-fl.: 1. ísl.m. Karólína Guðmundsdóttir, Skíðar. Rvíkur, 1:31,4 mín. 2. Björg Fnnbogadóttir, í. B. A., 1:46,0 mín. 3. Hrefna Jónsdóttir, Skíðar. Rvík- ur, 2:30,1 mín. 4x10 km. boðganga: 1. Isl.m. sveit Skíðar. ísafj. 2:35,17 klst. 2. Sveit H. S. S., 2:41,37 klst. 3. Sveit Skíðar. Siglufj.. 2:49,42 klst. Þingeyingarnir urðu fyrir því ó- láni, að þriðji maður þcirra í sveit- inni braut bæði skíði sín, en þá höfðu þeir rúmlega þriggja mín. for- skot. Svig karla, A-fl.: 1. lsl.m. Haukur Sigurðsson, Skíða- ráði ísafj., 162,3 sek. 2. Magnús Brynjólfsson, í. B. A., 170,6 sek. 3. Stefán Kristjánsson, Skíðar. Rvík ur, 174,4 sek. Stökk karla, A-fl.: 1. Isl.m. Jónas Asgeirsson, Skíðar. Siglufj., 220 stig. 2. Ilaraldur Pálsson, Skíðar. Siglufj. 219% stig. 3. Guðm. Árnason, Skíðar. Siglufj. 21814 stig. 4. Bergur Eiríksson, í. B. A., 207Vo stig. Norrœn tvíkeppn í göngu og stökki: 1. Sláðakappi Islands Haraldur Pálsson, Skíðar. Siglufj., 448% stig. 2. Gunnar Pétursson, Skíðar. ísafj. 429 stig. 3. Guðm. Guðmundsson, í. B. A., 427% stig. 4. Bergur Eiriksson, f. B. A., 407 stig. 30 km. ganga : 1. ísl.m. ívar Stefánsson, H. S. Þ. 2. Jón Kristjánsson, H. S. Þ. 3. Matthías Kristjánsson, H. S. Þ. 1 AF I NÆSTU 1 S GRÖSUM 1 Sextugitr varð 1. apríl s. 1. Karl Frið- riksson, vegaverkstjóri. Fimmtugur varð s. 1. skírdag Snæbjörn borleifsson, bifreiðaeftirlitsmaður. Hjúskaparheit sín hafa nýlega opinber- að ungfrú Svanfríður Guðmundsdóttir (Baldvinssonar, verkstjóra) og Tryggvi Sæmundíson, múrarameistari, bæði til lteimilis hér í bæ, ungfrú Laufey Fólrna- dótlir (Sleingrímssonar) og Valgarður Jónsson (Gunnlaugs Jónssonar), einnig bæði hér í bæ. Hjáskapur. Iiulda Vilhjálmsdóttir, Hjalt cyri og Gunnlaugur Friðfinnur Jóhanns- son, iðnnemi, Akureyri. Anna Hermannsdóttir, Bakka, Tjörnesi, og Jóhannes Hermundsson, trésmiður, Ak- ureyri. ; Adalfundur FerSajélags Akureyrar verð í ur að Hótel.KEA n. k. föttudagskvöld kl. j 8,30 e. h. Blað félagsins, Ferðir, kentur út j innan skamm6. Skógrœktarfélag T jarnargerðis heldur félags.i t og dans að ílótel Norðurlandi föstudaginn 6. apríl u. k. kl. 8,30 e. h. — Félagskonur fjölmennið og takið gesti með. — Spilanefndin. LEIKSÝNINGAR M. A. hefjasfr í rtæsfu vikni. Leiksýningar Menntaskólans á Ak- ureyri 1951 munu að öllu forfalla- lausu hefjast í næstu viku. Hefir Leikfélag M. A. að þessu sinni tekið i til meðferðar hinn sprenghlægilega skopleik Sundgarpurinn, eftir Franz Arnold og Ernst Bach, sem bæjar- búum mun að góðu kunnur, því að hann var sýndur hér fyrir um 13 ár- um síðan. Leikstjóri er Jón Norð- fjörð. Sýningum L. M. A. undanfarin ár hefir ávalt verið mjög vel tekið, og er ékki að efa, að svo muni verða einnig nú. Nemendur Menntaskólans fara með öll hlutverkin og vinna allt að sýningunum sjálfir, annað en leikstjórnina. Danshljómsveit skól- ans num annast músik í sambandi við sýningarnar. Formaður Leikfélags M. A. hefir beðið blaðið að vekja athygli á því, að sýningum verði hraðað mjög vegna þcss að upplestrarleyfi midir stúdentspróf fara brátt að hefjast. Munu t. d. verða tvæ'r sýningar .. sunnudaginn næstan eftir frumsýn- ingu. TIL GAMANS Það er gamall og góður íslenzkur s’ður að kasta fram lausavísum um daglega lífið og raunar sitt hvað fleira. Hér fyrir nokkru varð erindi í útvarpinu Akureyrarbúa eintmi efni í v.'su. Kveðst hann liafa opnað við- tæki sitt, eftir að ræðumaður hóf tölu sína, ekki vitað, hver talaði, en fljótlega dregið þessa ályktun: Við hljóðnemann sat ég, en hver var nú sá, er hóf þetla endemis blaður? Hann boðaði kreppu, ég þekkti það þá, að þetla var Framsóknarmaður! Ymsum varð að lmeykslunarhellu Bessastaðaför íslenzkra valdamanna hér í vetur með kvartmilljón króna gjöf fátæks ríkis til forseta síns, sem ekkert er talið illa búið að, miðað við þjóðarhagi. Einum „hneyksluð- um“ norðlenzkuin Sunnlending varð þá þessi vísa á munni: Aura færðu forsetanmn fylking manna glæst. Upp á hverjum andskotanum ælli þeir taki næst? (Birt án ábyrgðar.) Og svo var það ágæt vísa í síðasta Islending. Hún var svona: Vont að rata virðist mér, viðsjál gatan mörgum, ríkisjatan aðeins er opin kratavörgum. Vísnasmiður íslendings hefir oft- ast verið svonefndur Peli, og því kom einn af kratavörgunum með eft- irfarandi v'su til Alþýðumannsins s. 1. sunnudag: Verpur flötum veikum reyr, valdsins götur Iiéla, landssjóðsjötu lostugt þreyr lífsins hvöt í Pela. Silfurmunir hentugir til fermsngorgjafa Tek til viðgerðar allt, sem handverkinu tilheyrir. Koraréð gullsmiður. Vil komast í samband við FEIÍMERICJASAFNARA með viðskipti fyrir augum. — Frímerkjasalan Frekkastíg 16, Reykjavík.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.