Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšumašurinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšumašurinn

						ALÞÝÐUMAÐURINN
Þriðjudagur 14. apríl 1953
— Sf leikvtmQmam —
Landsmót skíðamanna
Þrátt fyrir óhagstætt veður
fyrstu daga Landsmóts skíða-
manna tókst að ljúka því á annan
páskadag. Fara hér á eftir úrslit
keppnisgreina:
15 km. ganga:
íslandsmeistari: Finnbogi Stef-
áns'son HSÞ 1 st. 18 mín. 24
sek.
2. Oddur Pétursson ísaf. 1 st. 20
mín. 37 sek.
3. Stefán Þórarinsson HSÞ 1 st.
21 mín. 29 sek.
4. Ebeneser Þórarinsson ísaf. 1
st. 23 mín. 25 sek.
5. fvar Stefánsson HSÞ 1 st. 24
min. 24 sek.
15 km. ganga 17—19 ára:
Drengjameistari: Illugi Þórarins-
son HSÞ 1 st. 28 mín. 31 sek.
2. Sveinn Kristjánsson Str. 1 st.
46 mín. 5 sek.
3. Sigurður Sigurðsson ísaf. 1 st.
48 mín. 11 sek.
4x10 km. boðganga:
1. sveit HSÞ. Nr. 1. ívar Stefáns-
son 48 mín. 14 sek. Nr. 2. 111-
ugi Þórarinsson 47 mín. 5 sek.
Nr. 3. Stefán Þórarinsson 46
m'n. 11 sek. Nr. 4. Finnbogi
Stefánsson 43 mín. 46 sek. —
Tími sveitarinnar samanlagður
3 st. 5 mín. 16 sek.
2. sveit ísfirðinga. Nr. 1. Sigurð-
ur Jónsson 51 mín. 15 sek. Nr.
2. Oddur Pétursson 48 mín. 51
sek. Nr. 3. Gunnar Pétursson
45 mín. 5 sek. Nr. 4. Ebeneser
Þórarinsson 45 mín. 32 sek. —
Tími sveitarinnar samanlagður
3 st. 10 mín. 43 sek.
30 km. ganga:
íslandsmeistari: Finnbogi Stef-
ánsson HSÞ 2 st. 9 mín. 26 sek.
2. Gunnar Pétursson ísaf. 2 st. 10
mín. 38 sek.
3. Ebeneser Þórarinsson fsaf. 2
st. 15 mín. 54 sek.
4. Stefán Þórarinsson HSÞ 2 st
16 mín. 25 sek.
5. Sigurjón Hallgrímsson Fljót.
2 st. 17 mín. 20 sek.
Svig kvenna:
íslandsmeistari:  Marta B. Guð-
mundsdóttir fsaf. 86,4 sek.
2. Jakobína Jakobsdóttir ísafirði
88,2 sek.
3. Ásthildur Eyjólfsdóttir Rvík
95,1 sek.
Sveitakeppni í svigi karla:
íslandsmeistari: Sveit ísfirðinga:
Haukur Sigurðsson, Jón Karl
Sigurðsson, Einar V. Kristjáns-
son og Björn Helgason 518,6
sek.
2. Akureyringar:  Magnös  Guð-
mundsson, Magnús Brynjólfs-
son, Bergur Eiriksson og Hauk-
ur Jakobsson 532,3 sek.
3. Reykvíkingar: 532,4 sek.
4. Siglfirðingar: 553,2 sek.
Svig karla:
Islandsmeistari:   Magnús  Guð-
mundsson Ak. 131.0 sek.
2. Jón  Karl  Sigurðsson  ísafirði
131.9 sek.
3. Haukur Sigurðsson fsaf. 132.1
sek.
4. Ásgeir Eyjólfsson Rvík 134.5
sek.
5. Hjálmar Stefánsson  Siglufirði
135.0 sek.
Stökk í norrœnni tvíkeppni:
Islandsmeistari:  Jón  Sveinsson
Sigluf. 389.6 stig.
2.Ari Guðmundss. Sigluf. 385.2
stig.
Stórsvig kvenna:
íslandsmeistari:  Jakobína  Jak-
obsdóttir ísaf. 58.5 sek.
2. Marta B. Guðmundsdóttir ísaf.
61.0 sek.
3. Ásthildur  Eyjólfsdóttir  Rvík
70.5 sek.
Stórsvig karla:
íslandsmeistari: Ásgeir Eyjólfs-
son Rvík 69.0 sek.
Bergur Eiríksson Ak., Einar
V. Kristjánsson ísaf. og Þór-
arinn Gunnarsson Rvik höfðu
allir sama tíma 70.0 sek.
Stokkmeistarakeppni:
íslandsm.:   Skarphéðinn   Guð-
mundsson Sigluf. 228.3 stig.
2. Jónas Asgeirsson Sigluf. 225.4
stig.
3. Ari Guðmundsson Sigluf. 219.2
stig.
4. Jón  Sveinsson  Sigluf.  218.9
stig.
5. Bergur  Eiríksson  Ak.  213.9
stig.
Drengjameistari: Arnar Herberts-
son Sigluf. 221.0 stig.
2. Hjálmar Stefánsson Siglufirði
206.3 stig.
Fyrstu tvo dagana var veður
mjög óhagstætt ,en þrjá síðustu
mjög golt og hagstætt. Lengsta
stökk stökk Skarphéðinn Guð-
mundsson 43 m. — Verðlaunaaf-
hending fór fram að Hótel KEA
að kvöldi annan páskadags og
var slitið þar af form. Skíðasam-
bands íslands, Einari Kristjáns-
syni. Skíðaráð Akureyrar sá um
framkvæmd mótsins. Mótstjóri
var Hermann Stefánsson.
KA undirbjó svigbrautir, Þór
stökkbra'^'ina og ÍMA göngu-
brautir. Skautafélagið annaðist
sölu merkja og leikskrár.
Gerist áskrifendur
að
Álþýðumanninum.
Breítur
Einar Bened.ktsson:
Lausr mól I--II,
Steingrimur J. Þorsteinsson bjó til
prentunar. — Rvík 1952.
ísafoldarprentsmiðja.
Fyrir nokkrum árum gaf ísa-
foldarprentsmiðja út ljóðmæli
Einars Benediktssonar í 3 mynd-
arlegum bindum. Fylgdi þeim rit-
gerð eftir Guðmund Finnbogason.
Utgáfa sú varð vinsæl, sem von
var, því að ýmsar ljóðabækur hans
höfðu þá verið ófáanlegar um
skeið.
Nú hefir sama forlag sent frá
sér úrval úr lausu máli Einars
Benediktssonar. Kennir þar
margra grasa, því að Einar kom
víða við um dagana, skrifaði sög-
ur, bókmenntagreinar, greinar
um fjölmörg viðfangsefni þjóðfé-
lags'ns, heimspekihugldiðingar,
sagnfræði og fleira. Þótt þessar
ritsmíðar hafi vitanlega verið
misjafnar að gæðum er þeim öll-
um sameiginlegt, að þær bera
merki hins stórgáfaða, fjölmennt-
aða og skapríka höfundar, og
stíl þess manns, sem við móður-
hné lærði þau sannindi, „að orð
var á íslenzku til um allt, sem var
hugsað á jörðu."
Það hefir engan veginn verið
lélt verk að velja úr hinum fjölda-
mörgu ritsm'ðum höfundarins.
En svo virðist sem Steingrími
prófessor hafi tekist það prýði-
lega. Að minnsta kosti mun les-
andlnn enga grein kjósa úr safn-
inu, en ekki er fyrir það að synja,
að sumir mundu hafa kosið fleira.
Þannig virðist mér að birta hefði
mátt að ósekju dóm Einars um
Biblíuljóðin,þótt harður sé, og
gaman hefði verið að fá fleira af
greinunum um Grænlandsmálin,
svo að eitthvað sé nefnt.
Það er mikill fengur í bók þess-
ari, því að mikill þorri þeirra
ritsmíða, sem þar er að finna er
dreifður í blöðum og tímaritum,
sem mörg er nú hvergi að fá,
nema í söfnum. Hafa því þeir,
sem að útgáfunni standa unnið
þarft verk með henni. Og fyrir
hvern þann, sem vill kynnast Ein-
ari Benediktssyni sem skáldi og
manni er bók þessi ómetanleg.
Menn geta verið höf. ósammála,
en alls staðar er eitthvað nýtt,
snjallar hugmyndir og djúpur
skilningur á viðfangsefninu. —
Rúmið leyfir ekki að ritað sé
langt mál um hið lausa mál Ein-
ars, enda verða menn að lesa það
sjálfir og lesa það vel.
Þá hefir Steingrímur prófessor
samið alllanga æfisögu Einars
Benediktssonar, sem fyllir mikinn
hluta af síðara bindinu. Er æfi-
ferill skáldsins rakinn þar af
mikilli nákvæmni, og er æfisagan
nauðsynlegur inngangur til skiln-
ings bæði á skáldlnu og einkum
þó manninum. Og þótt aðdáunin
á skáldinu sé e. t. v. sumsstaðar í
mesta lagi, þá er æfisagan rituð
af þeirri hófsemd, hlýju og rétt-
dæmi, sem nauðsynlegt er, til
þess að gera góða æfisögu.
Sigurður Breiðfjörð:
Ljóðasafn I.
Rvík 1952. — Isafoldarprentsmiðja.
Með ljóðasafni þessu er hafin
útgáfa á öllum ljóðmælum Sig-
urðar Breiðfjöiðs, er áætlað að
þau verði 3 bindi. — Sveinbjörn
Sigurjónsson magister sér um út-
gáfuna.
Enda þótt nokkuð sé nú tekið
að fenna yfir minningu Sigurðar
Breiðfjörðs, þá er vert að minn-
ast þess, að um sína daga og lengi
þar á eftir var hann vinsælasta
skáld þjóðarinnar. Að vísu munu
r'mur hans hafa notið mestra
vinsælda, en þjóðin unni einnig
ljóðum hans. Lipurð þeirra létt-
leiki og gamansemi beindi þeim
leið að hjarla alþýðunnar, Og
enn í dag lesum vér þau með ó-
blandinni ánægju.
I bindi þessu eru endurprentuð
þau tvö hefti Ljóðasmámuna, sem
áður voru prentuð, en nú eru
uppseld fyrir lifandi löngu og
meira að segja lesin upp til agna.
Enda þótt þeir hafi tvisvar verið
prentaðir áður eru þeir harla fá-
gætir og sýnir það bezt, hversu
þjóðin hefir unnað þeim.
Það er því engin hætta á, að
þessari útgáfu verði ekki fangað
af öllum, sem unna íslenzkri
ljóðagerð.
ísafoldarprentsmiðja vinnur
þarft verk íslenzkum lesendum
með því að gefa út hina sígildu
íslenzku höfunda, í handhægum,
vönduðum útgáfum, þar sem
verði er stillt í hóf.
Lokið er útgáfu á ritum Jónas-
ar HallgTÍrnssonar, Bólu-Hjálm-
a:s og Einars Benediktssonar.
Benedikt Gröndal er langt kom-
inn, og nú byrjað á Sigurði Breið
fjörð. Verði svo fram haldið
verður þetta mikið safn og gott.
Gils Guðmundscon:
Frá yztu nesjum
Rvík 1952. — Isafoldarprentsmiðja.
Þetta er 6. heftið af hinum
Vestfirzku sagnaþáttum, er Gils
Guðmundsson safnar og skráset-
ur. Helztu þættir í þessu hefti eru
Úívegur Arnfirðinga á ofanverðri
19. öld eftir frásögn Gísla Ásgeirs
sonar á Álftamýri. Fer þar sam-
an' góð frásögn og sérkennilegt
¦efni, því að hvala- og selveiðar
Arnfirðinga hafa verið einstæðar,
og er gott, að lýsingu þeirra er
boi*ið frá gleymsku. Þá er niður-
lag á œviágripum Vatnsfjarðar-
presta eftir útg. og Bœndur í
Önundarfirði 1801 eftir Ólaf Þ.
Kristjánsson. Ymsar fleiri grein-
ar eru og í heftinu, auk efnisyfir-
lils og registurs yfir þrjú síðustu
heftin. Hin fyrri hefti þessa safns
hafa mætt nokkru aðkasti og eru
í þessu hefti einnig nokkrar leið-
réttingar á missögnum í fyrri
heftum.               St. Std.
Fær Rafveitan húsnæði
hjá Landsbankanum?
Rafveítunefnd Akureyrar hefir
samþykkt að leigja húsnæði fyrir
skrifstofur sínar í Landsbanka-
húsinu nýja — ef sæmileg leigu-
kjör fást.
í. S. f.               f. B. A.
Mótaskrá 1953
Á ársþingi íþróttabandalags
Akureyrar, sem haldið var 17.
marz síðastliðinn, var eftirfar-
andi mótaskrá samþykkt:
Hinn 3. maí: Maíboðhlaup. 9.
maí: Hraðkeppni í knattspyrnu.
16. maí: Vormót í knattspyrnu,
meistaraflokkur. 17. maí: Vormót
í knattspyrnu, III. flokkur. 20.
maí: Vormót í knattspyrnu, IV.
flokkur. 23. mai: Vormót í knatt-
spymu, II. flokkur. 25." ittaí:
Handknattleiksmót (hraðkeppni).
30. maí: Vormót í knattspyrnu, I.
flokkur. 30.—31. maí: Vormót í
frjálsum íþróttum. — 13.—14.
júní: Afmælismót Þórs. 16.—17.
júní: 17.-júní-mót. 20.—21. júní:
Akureyrarmót í handknattleik.
27.—28. júní: Drengjameistara-
mót Akureyrar í frjálsum íþrótt-
um. — 10. júlí: Júlímót í knatt-
spyrnu, meistaraflokkur. 15. júlí:
Júlímót í knattspyrnu, II. flokk-
ur. 18.—19. júlí: Júlímót í frjáls-
um íþróttum. 25.—26. júlí: Ak-
ureyrarmeistaramót í frjálsum
íþróttum. — 15.—16. ágúst:
Meistaramót íslands í frjálsum
'þróttum. 22. ágúst: Knattspyrnu-
mót Akureyrar, meistaraflokkur.
23. ágúst: Knatispyrnumót Akur-
eyrar, III. flokkur. 29.—30. ág.:
Meistaramót Norðurlands i frjáls-
um íþróttum. — 2. september:
Knattspyrnumót Akureyrar, IV.
flokkur. 4.—8. sept.: Knatt-
spyrnumót Norðurlands. 5.—6.
sept.: Keppni við U.M.S.K. 13.
sept.: Knattspyrnumót Akureyr-
ar. 19.—20. sept.: Haustmót K.A.
Athugaðir verði möguleikar á
að hafa sundmót í júlí eða ágúst,
og skíða- og skautamót fari fram
að vetrinum í samræmi við móta-
áætlanir fyrri ára.
Karlmannaskyrtur
úr nylon-gaberdine
margir litir ög stærðir.
Prjónabindi
með stöfum.
Karlmannahúfur  .<
úr gaberdine
Kvenpeysur
frá Heklu, —
nýjar gerðir.
Nylon-blússur
Höfuðklútar
Fermingarskór
stúlkna, hvítir, —«*
drengja, svartir og br.,
o. m. fl.
Kaupfélaa verhnmonDi
— Nýlenduvörudeild -»-
S'mi 1075
fJtlendar
kartöflur
komnar aftur —
lækkað verð.
élao verkomanna
Nýlenduvörudeild
Simi 1075
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4