Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.03.1954, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 02.03.1954, Blaðsíða 1
iV’”* XXIV. árgangur Þriðjudagur 2. marz 1954 9. tbl. SdmfylÉjjdMni kommúnista hér Oj) njósnamdlin d Mrlöndum Hið nýja olíuflutningaskip ■ SÍS. S. í. S. kaupir olín- flutning:aiskíp Einangrun Sósíalista- flokksins og fylgistap. Árin 1938—1946 voru blóma- skeið kommúnista hér á landi. Með innfjálgu sameiningartali og nafnbreytingu á flokknum tókst þeim að ná fjöldafylgi, sem í aug- um erlendra þjóða hefir hvort tveggja í senn verið undrunar- og ótta-efni. En 1947 tók að halla undan fæti fyrir flokknum og í þingkosn- ingunum í sumar sem leið og nú aftur í nýafstöðnum bæjarstjórn- arkosningum tapaði hann veru- legu fylgi. Ugglaust er hér að finna að nokkru leyti — og aðallega — skýringuna á því, hve ákaflega blöð flokksins biðja nú um það, að hann sé leystur úr einangrun sinni. En jafnframt mun sá hluti flokksins, sem ekki er kommún- istiskur, líka þrýsta á þetta, því að hann skilur ekki, hvað ætti að vera til fyrirstöðu á samvinnu verkalýðsflokkanna, Alþýðufl. og Sósíalistaflokksins. Síamskur fvíburi. Sannleikurinn er sá. að Sósíal- istaflokkurinn íslenzki er eins kon- ar síamskur tvíburi. Annar tví- burinn er kommúnisti að eðli og uppruna, hinn sósíalisti. En eins og venja er með s'amska tvíbura, er annar þeirra ráðríkari og öfl- ugri. Hjá Sósíalistaflokknum er það sá kommúnis’lski. Hann ræð- ur í reynd öllu í flokknum. Þetta sést meðal annars á utanferðum ráðamanna til Sovét-Rússlands eða á fund kommúnistaflokkanna á Norðurlöndum, Þýzkalandi eða Tékkó-Slóvakíu. Og þá komum við að því, sem nauðsynlegt er að hugleiða: Hvers konar flokkar eru kommúnistaflokkarnir á Norðurlöndum, bræðraflokkar Sósíalistaflokksins hér? Fóliðoðir samsærisflokkar. Það hefir orðið hlutskipti kommúnistaflokkanna á Norður- löndum að fara minnkandi hin síðari ár, en jafnframt hafa þeir flækzt í óhugnanleg njósnamál, þar sem hagsmunir erlends ríkis eru settir ofar hagsmunum föður- landsins. Stórfelldust hafa þessi njósnamál orðið í Svíþjóð, Nor- egi og F.nnlandi — og alls staðar er njósnað fyrir sama ríkið, Rúss- Iand. í fleiri tilfellunum hafa hinir uppvísu njósnarar ekki verið flokksbundnir kommúnistar. en slóðir þeirra hefir mátt rekja æ ofan í æ milli Rússa annars veg- ar — jafnvel rússneskra sendi- ráða — og kommúnistaflokksins í viðkomandi ríki hins vegar. Skipulagning og stjórn njósna- málanna hefir ekki leynt sér. Þe’ta eru sem sagt uppvís vinnu- brögð kommúnistaflokkanna á Norðurlöndum, bræðraflokka Sósíalhtaflokksins hér, flokkanna, sem forystumenn Sós'alistaflokks- ins hafa sótt sameiginleg flokks- þing með, og þess vegna hlýtur sú spurning að verða áleitin: Hvers konar flokkur er Sósíalistaflokkur íslands í raun og sannleika? íslendingar mpnu að vísu treg- ir til að trúa því upp á nokkurn samlanda sinn, að hann leggist svo lágt að njósna fyrir erlent ríki öryggi landsins til hættu og tjóns. Það hvarflar heldur ekki að þeim, sem þetta ritar, að halda því fram, að Sósíalistaflokkurinn hér í heild sé samsærisflokkur. En við megum þó ekki loka aug- unum fyrir því. að þetta hefir orðið uppvíst um bræðraflokka hans á Norðurlöndum og víðar, og þess sér hvergi vott í blöðum flokksins hér, að hann fordæmi þá framkomu. Það virðist því ekki óhugsandi, að þetta gæti gerzt hér, ef Rúss- ar leituðu eftir slíku við hina kommúnistisku ráðamenn flokks- ins. Og ef svo yrði? Hefir þá íslenzkur verkalýður gert sér að fullu Ijóst, hvers kon- ar óorð hann fengi af slíkum flokki, ekki s'zt ef samfylking væri áður komin á með honum og Alþýðuflokknum? Allri þeirri samfylkingu yrði núið upp úr ó- sómanum. íslenzkur verkalýður yrði stimplaður sem föðurlands- svikarar og njósnalýður. Hvaða íslenzkur verkamaður eða verka- kona vill eiga þá hættu yfir höfði sér? Sameining verkalýðsins í einum flokki er rcauðsyn. En allt um þetta er sameining 'slenzks verkalýðs í einum flokki nauðsyn. Þetta sjá í rauninni all- ir hugsandi menn. Og þetta má takast og verður að takast. En fyrsta skrefið þarf Sósíalistaflokk- urinn að taka: Hann verður aí- dráttarlaust að losa sig úr ölluin kommúnistiskum tengslum og á svo skýlausan og augljósan hátt, að enginn geti vænt hann um Iaumuspil og yfirdrepsskap. Þá, en ekki fyrr getur sameining hans og Alþýðuflokksins gerzt. Það er að blekkja sjálfan sig að loka augunum fyrir því, að kommúnismi er slæmt pólitískt vörumerki í heimi vestræna lýð- ræðisríkja, en meðal þeirra hafa íslendingar skipað sér og ætla að standa, jafnt verkalýðurinn sem aðrar stéttir íandsins. Geri flðrir betur í vetur bar svo við, að Ung- mennafélagið Efling í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu hélt skemmtun að Breiðumýri. Er það að vísu ekki í frásögur færandi, því að félag þe'ta er með elztu ungmennafélögum landsins og hefir lengst af frá stofnun starfað með miklum blóma. En það bar til nýlundu, að öll skemmtiatrið- in voru fengin innan sveitar og félagar önnuðust þau öll sjálfir — nema eitt: Einn las upp frum- samda sögu eftir sig, annar lék einleik á fiðlu, þriðji einleik á harmoniku, fjórði söng einsöng, þrettán ára söngmær kom fram og Ioks skemmtu fjórir félagar með kvartettsöng. Auk þessa, sem nú er talið, söng stúlka, nemandi á Laugum, einsöng. Allir, sem á skemmtun þessari voru, en hana sóttu margir utan- héraðsmenn, róma sérstaklega, hve skemmtileg hún hafi verið og farið vel og ánægjulega fram. Minna drukkið síðan lokað var. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar er mun minna um ölv- un í bænum síðan áfengisútsöl- unni hér var lokað. Samband íslenzkra samvinnufé- laga hefir fyrir nokkru fest kaup á 900 lesta olíuflutningaskipi og verður það afhent í Reykjavík fyrri hluta næsta mánaðar. Skip þetta verður notað til olíuflutn- inga með ströndum fram og bæt- ir úr mjög brýnni þörf, sem verið hefir á auknum skipakosti við þá flutninga. Hið nýja skip er þriggja ára gamalt og var keypt í Svíþjóð. Það hefir 10 olíutanka og er búið fullkomnustu tækjum til sigling- ar og olíuflutninga. Skipið heitir í Svíþjóð „Maud Reuter“ og er það nú í klössun í Gau'aborg. Mun það leggja af stað þaðan um miðja næstu viku og sigla til Reykjavíkur, þar sem það verður afhent SÍS og fær nýtt, íslenzkt nafn. Olíuflutningar með ströndum fram hafa aukizt hröðum skrefum undanfarin ár, ^ð því er Hjörtur Hjartar, frkv.stj. Skipadeildar SÍS hefir skýrt frá. Hann kvað þau skip, sem til eru til slíkra flutninga, alls ekki geta annað þeim lengur, og hefði þurft að taka leiguskip til þess að létta undir flutningunum. Með því að samvinnufélög hafa í sínum hönd- um um eða yfir helming allra Öllum verkamönnum, sem Al- þýðumaðurinn hefir haft tal af hér í bæ, ber saman um það. að rýmra hafi reynzt um vinnu nú í vetur en fyrravetur. Þessu valda sennilega a. m. k. þrjár ástæður: togararnir hafa lagt afla sinn meira upp hér í vetur en í fyrra, og hafa þó eir.nig lagt talsvert af mörkum til atvinnuaukningar víð- ar við fjörðinn, svo sem á Dal- olíudreifingar með ströndum fram, taldi SÍS eðlilegast að leysa þe'ta aðkallandi vandamál á þann hátt, að samvinnumenn eignuðust sjálfir skip, sem hentaði þessu hlutverki. t ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, sjúkrasamlagsgjaldkeri, Gótinn. Þorsteinn Þorsteinsson, sjúkra- samlagsgjald'keri, varð bráð- kvaddur að heimili sinu, Munka- þverárstræti 5, síðastl. fimmtu- dagsmorgun. Hann var tæpra 64 ára að aldri og óvenjulegur þrek- og áhuga- maður allt að banadægri. Þekkt- astur var Þorsteinn síðari árin fyrir störf sín í þágu Ferðafélags Akureyrar og skógræktarinnar, l fyrir utan hið fasta starf sitt sj úkrasamlagsgj aldkerastarfið, er hann rækti af mikilli kostgæfni. Fyrr á árum lét hann ungmenna- félagsmál mikið til sín taka og síðar verkalýðsmál og var bæjar- fulltrúi hér um skeið fyrir sam- tök verkamanna. vík og þó sérstaklega Ólafsfirði; líð hefir verið hagstæðari til úti- vinnu í vetur en fyrravetur; og loks hafa allmargar fjölskyldur og einstaklingar flutt búferlum héðan og létt þannig á vinnu- markaðinum. Lítil vinna hefir verið á vegum bæjarins. í s.l viku munu um 15 verkamenn hafa haft vinnu hjá honum og 5 hjá rafveitunni. Afkoma verkaiiiaiina í vetur betri eu 1 fyrra

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.