Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.09.1959, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 01.09.1959, Blaðsíða 1
XXIX. árg. 27. tbl. Heimavist Menntaskólans á Akureyri. Heimavist M. iL væntanlega fulllokið á næsta ári Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, var hér á ferð fyrir tæp- um mánuði, til þess að skoða hina nýju heimavistarbyggingu Menntaskólans. Svo sem kunnugt er, hefir end- anlegur frágangur byggingarinn- ar dregizt mjög á langinn og er nyrzti hluti hennar ennþá óinn- réttaður. Þar á m.a. að koma setu- stofa nemenda og íbúð skóla- meistara. Er nauðsyn þess, að gengið verði frá þessum hluta hússins, orðin mjög brýn, því að illa hefir gengið að fá umsjónar- mann af þessum sökum og þá hafa nemendur, sem í heimavistinni búa, ekki haft nauðsynlegt afdrep til þess að koma saman og leita því á önnur mið til þess að svala félagsþörf sinni. Þórarinn Björnsson, skóla- meistari, skýrði blaðinu frá því, að menntamálaráðherra hafi lát- ið í ljós það álit, að hraða bæri framkvæmdum og lofað fjárveit- ingu til þeirra þegar í stað. Kom ráðherrann því einnig til leiðar, að húsameistari ríkisins, Hörður Bjarnason, kom hingað norður um fyrri helgi til þess að unnt yrði að ganga frá' teikningum á innréttingunni. Þá er Sveinn Kjarval, arkitekt, væntanlegur innan skamms, en hann mun gera tillögur um gerð húsgagna og til- högun þeirra. Skólameistari sagði, að nú yrði þegar hafizt handa og kvaðst vona, að frá öllu yrði gengið í húsinu á næsta ári. Yfirsmiður við bygginguna er Stefán Reykjalín, húsasmíða- meistari. F. í. ilutti 54 þús. jor- No til júlílðitö Fyrstu sjö mánuði þessa árs fluttu flugvélar Flugfélags íslands yfir 54 þúsund farþega á flugleið- um utanlands og innan. Auk áœtl- unarflugsins hafa margar ferðir verið farnar til Grœnlands, þar á meðal með íslenzkt og erlent skemmtiferðafólk. Innanlandsflugið hefir gengið mjög vel og voru fluttir 39.220 farþegar innanlands fyrstu sjö mánuðina. Viscountvélarnar og Skymastervél hafa verið notaðar nokkuð í innanlandsfluginu vegna þess að Dakotavél laskaðist í ó- veðri í Vestmannaeyjum. í millilandafluginu hafa far- þegar verið samtals 11.466 til júlí- loka. Þá hafa flugvélar félagsins farið margar Grænlandsferðir fyrir erlenda aðila og ennfremur með skemmtiferðafólk. Farþegar í leiguferðum hafa verið alls 3565. í ráði er að hefja áætlunarflug frá Reykjavík til Mallórca í októ- berbyrjun, fáist nauðsynleg leyfi. Skyldusporonðorfé 9,9 millj. í lok 1958 Skyldusparnaðarfé N. . . . vélarár Samkvæmt lögunum um Bygg- ingarsjóð ríkisins var gert ráð fyrir því, að koma á fót skyldu- sparnaði ungmenna og láta hann renna til byggingarsjóðsins. í samræmi við þetta ákvæði tók snemma vors 1958 til starfa Inn- lánsdeild Byggingarsjóðs ríkisins og hófst þá sala sparimerkja í pósthúsum um land allt. Námu inneignir sparifj árskyldra aðila í Innlánsdeild Byggingarsjóðsins 9.9 millj. í árslok 1958 og seld sparimerki í umferð námu 9.7 millj. kr. í árslok. Stofnfé Byggingarsjóðs ríkisins var varasjóður hins almenna veð- lánakerfis og hrein eign Lána- deildar smáíbúða auk % hluta af væntanlegum stóreignaskatti. LÁNVEITINGAR 48,7 MILLJÓNIR SL. ÁR. Lánveitingar úr Byggingarsjóði ríkisins námu alls 48,7 millj. kr. sl. ár á móti 45,6 millj. kr. árið 1957. Þriðjudagur 1. september 1959 Ar iiðið síðon fiskvelðimðrkin voru fsrii 112 mílur 1. september fyrir ári síðan tók gildi ný reglugerð um 12 mílna fiskveiðilögsögu við íslands- strendur. Framkvæmd þessa lífsnauðsyn- lega máls fyrir þjóðina laut þá undir 3 ráðherra: sj ávarútvegs- málaráðherra, Lúðvík Jósefsson, er undirritaði og gaf út reglu- gerðina, utanríkisráðherra, Guð- mund í. Guðmundsson, er hlaut það mikilverða viðfangsefni að afla reglugerðinni viðurkenning- ar með erlendum þjóðum, og dómsmálaráðherra, Hermann Jónasson, yfirmann landhelgis- gæzlunnar, er halda skildi reglu- gerðinni í gildi. Eins og alþjóð er kunnugt, tókst Guðmundi í. Guðmunds- syni, utanríkismálaráðherra, svo vel sitt hlutverk, að þegar á fyrsta degi var reglugerðin viðurkennd í verki af öllum — nema Bretum. Þetta var afrek, sem því betur mun verða metið og virt, því bet- ur og lengur sem menn kynnast öllu þessu máli. Yfirstjórn landhelgisgæzlunnar hefir og tekizt með ágætum að allra dómi hið liðna ár, fyrst und- ir dómsmálaráðuneyti Hermanns Jónassonar og síðar — frá 23. des. sl. — undir dómsmálaráðu- neyti Friðjóns Skarphéðinssonar. Heimskulegir tilburðir Lúð- víks Jósefssonar til þess að slá sjálfan sig til riddara á málinu, mannsins, sem hafði það hlutverk Það hörmulega slys varð síð- astliðið sunnudagskvöld að Graf- arholti hér í bæ, að lítil telpa á 6. ári lenti í dráttarvél og beið bana. Litla telpan hét Gunnhildur og var dóttir hjónanna Hermínu Marinósdóttur og Víglundar Arn- ljótssonar. Nánari atvik voru þau, að faðir litlu telpunnar, Víglundur, var að slá með Farmaldráttarvél á tún- inu vestur af Grafarholtsbænum á sunnudagskvöldið. Var klukkan orðin liðlega 8 og vissi hann ekki til, að nokkurt barna sinna væri í grenndinni. Varð hann einskis var, fyrr en hann fann vélina þyngjast í akstri og tók að hyggja að gefa út reglugerðina, hafa raunar einir sett leiðinlegan blett á annars glæsilega baráttusögu þjóðarinnar í þessu máli. Eins og fyrr getur og alkunna er, virtu Bretar einir ekki út- færslu fiskveiðilandhelgi okkar. Þeir hafa um árs skeið herjað á hana með togurum sínum vörðum herskipum. Við þessu ofbeldi höf- um við ekki mátt, hvað herstyrk snertir, en fullyrða má, að svo mikinn álitshnekki hafi Bretar beðið meðal siðaðra þjóða fyrir þetta ofbeldi sitt við varnarlausa þjóð, að þeim sé sá álitshnekkir margfalt meiri ósigur en okkur að hafa eigi getað varið þeim fiskveiðilandhelgi okkar. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands var haldinn að Hólum í Hjaltadal 21. og 22. ágúst. Fund- inn sátu nálægt 80 manns að með- töldum gestum, sem voru yfir 20. Hákon Guðmundsson hæstarétt- arr.itari setti fundinn og stjórnaði honum, en hann er varaformaður félagsins. Minntist hann í upphafi fundarins nokkurra látinna fé- lagsmanna og heiðursfélaga. Hákon Bjarnason skógræktar- eftir, hvað olli. Hafði þá barnið lent í driföxul, sem sláttuvélin er tengd með við dráttarvélardrifið, og er óvarinn. Er sennilegast, að litla telpan hafi ætlað að komast upp á dráttarvélina til föðurins, en driföxullinn náð í föt hennar með þeim afleiðingum, sem fyrr getur. Barnið var meðvitundarlaust, er faðirinn varð slyssins var og stöðvaði vélina. Var strax hringt á sjúkrabíl og hið slasaða barn flutt á sjúkrahúsið, en þar andað- ist það nær strax, án þess að koma nokkru sinni til meðvitund- ar. -------X--------- Sannleikurinn er líka sá, að þrátt fyrir ofbeldi og ásókn Bret- ans þá er friðun sævarins innan 12 mílna svo mikil, að fróð- ustu menn þar um fullyrða, að hún sé um 80% af alfriðun. Það er því ekki að ástæðulausu, sem við fögnum innilega ársafmæli mikilsverðs áfanga í sjálfstæðis- baráttu okkar og þökkum af alhug þeim vösku baráttumönnum okk- ar á sjó og landi, er bezt og mest hafa að því unnið, að svo vel hef- ir tekizt til, sem raun ber vitni. Haldi sams konar festa og ein- hugur um stýrið og hingað til, þarf enginn Islendingur að efast um leikslokin, Með þeim sóknar- vopnum liöfum við komizt lang- leiðina til sigurs og með þeim munum við og vinna lokasigur- inn. Á því má enginn missa sjónir. ---------------□---------- stjóri flutti yfirlitsskýrslu um starfsemina á liðnu ári. Gat hann þess, að nú væru 60 ár frá því, að danskur skipstjóri hóf skógrækt- artilraunir á Þingvöllum. Snorri Sigurðsson ráðunautur Skógræktarfélags íslands gaf yfir- lit yfir starfsemi héraðsskógrækt- arfélaganna. Taldi hann nú vera um 3200 ha lands innan skógar- girðinga félaganna. Samkvæmt venju sögðu fulltrú- Framhald á 3. tíðu. Guðni Sigurðsson með verðlaunabikar Skógrœktarjélags 1 slands. Hörmulegt slys Sívaxaniii iskogrrækt hér á landi Frá aðalfundi Skógrækiarfélags íslands að Hólum 21.—22. ágúsf.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.