Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.08.1962, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 14.08.1962, Blaðsíða 4
Ný vinnubrðgð ó sviði verholýðsmdla Hér í blaðinu hefir oft veriS bent á, hve vinnubrögð á sviði verkalýðsmála væru í rauninni léleg, hvað snertir heildarsamtök- in ASÍ. Þau hefSu enga tilburSi haft til aS koma sér upp vísi aS eigin hagfræðistofnun og væru því nánast skoSuð reka ævintýra- pólitík á sviði launamála. Þau hefðu algerlega brugðizt forystu í orlofsmálum og fræSslumálum verkalýðsins, þau héldu dauða- haldi í úrelt skipulag sitt og úrelta vinnulöggjöf og þau hefðu enga forystu um bætt fyrirkomulag samninga um kaup og kjör. í Alþbl. 9. ágúst sl. ritar Eggert G. Þorsteinsson, alþm., grein um verkalýðsmál og kemur þar nokk- uð inn á þessi atriði. I lok greinar sinnar dregur hann saman í 5 punkta það, sem hann telur verka- lýðssamtökunum nú brýnast að beita sér að, og birtir Alþm. þá hér á eftir lesendum sínum til upplýsingar og íhugunar í fram- haldi af fyrri skrifum blaðsins, röktum hér á undan. En „punkt- ar‘ E. G. Þ. eru þessir: „1. AlþýSusamtökin verða sjálf að koma upp sinni eigin hag- deild, er geti fært mönnum heim sannleikann á hverjum tíma um, hvað mögulegt er að fá af raunverulegri launahækk- un annars vegar og hvað „með- alfjölskylda þarf í laun til þess aS geta lifað mannsæmandi lífi með nútíma kröfum og af dag- vinnulaununum hins vegar. — Þar dugir ekki margfölsuð „vísitala“. 2. Alþýðusamtökin verða nú þegar að hefja samstarf um allsher j arvinnuhagræðingu með aukinni ákvæðisvinnu, sem erlendis hefur fært báðum aðilum hagnað í stóraukinni framleiðni, án viðbótarálags launþega. 3. AlþýSusamtökin verða að færa samningagerð sína til meiri og stærri heildarsamn- inga en nú er til þess m. a. að tryggja að sama vinna sé greidd sama verði, hvar sem er á landinu. 4. AlþýSusamtökin eiga nú þegar sjálf að bjóða þátttöku sína í endurskoðun vinnulöggjafar- innar, sem allir vita, að úrelt er orðin í mörgum greinum og hlýtur innan skamms tíma aS verða endurskoðuð hvort sem er, og væri þá áreiðanlega betra að frumkvæðið væri hjá samtökunum sjálfum. 5. Alþýðusamtökin verða að halda áfram að vinna að end- urskipulagningu sinnar eigin starfsemi, með þá staðreynd í huga, að yfir 40 ára gamalt ó- breytt skipulag hlýtur að leiða til tjóns fyrir samtökin sjálf, þegar allar aðstæður atvinnu- lífsins hafa gjörbreytzt, svo sem raun ber vitni hér á landi.“ Um helgina 21.—22. júlí fóruj nokkrir áhugamenn frá Akureyri, Húsavík og Reykjadal í S.-Þing. og brúuðu Jökulsá á Fjöllum skammt sunnan við Upptyppinga. Settir voru 4 stálbitar, 10 m. langir yfir ána, þar sem hún fellur í þröngu gljúfri, og síðan sett timburdekk á. Ferðafélag Húsavíkur veitti brúargerðinni fj árframlag og ýmsir fleiri aðilar studdu fyrir- tækið. Yfirverkstjórn með brúargerð- inni hafði Haukur Árnason bygg- ingaiðnfræðingur á Akureyri og með í ráðum var einnig Jón Guð- mann Albertsson verkfræðingur á Akureyri. Er brúargerðinni var lokið, var ekið yfir hana á 4 jeppabif- AF NÆSTU GRÖSUM Frá Tónlistarskólanum. Vakin er athygli á auglýsingu Tónlistar- skólans í blaðinu í dag um athug- un á breyttum starfstíma hans. Er þess óskað, að væntanlegir nemendur eða aðstandendur væntanlegra nemenda, sem telja breytingu starfstímans sér óhent- uga, láti skólastjórann, Jakob Tryggvason, ByggSaveg 101 A, sími 1653, vita hið allra fyrsta. Alþýðumaðurinn kemur næst út þriðjudaginn 27. ágúst og verður það blað aSallega helgaS 100 ára afmæli Akureyrar. Auglýsingum í blaðið óskast skilað í vikunni fyrir. Dánardœgur. Karl Sigfússon, iðnverkamaður, Helga-magra- stræti 46, Akureyri, andaðist á FjórSungssjúkrahúsinu 25. f. m., tæpra 76 ára. j reiðum og haldiS til Hvannalinda undir forustu Jóns Sigurgeirsson- ar frá Helluvaði. Var það mjög greiðfært. ÁSur en haldið var til byggða, var brúin tekin af, en brúarsmið- irnir hyggjast styrkja hana og ganga betur frá henni síðar, svo að hægt verði að aka yfir hana á stærri bifreiðum. MeS brúargerð þessari opnast ferðafólki nýtt svæði á öræfunum r r Irland-Island 4:2 Landsleikur í knattspyrnu var þreyttur s.l. sunnudag í Dublin, írlandi, milli íra og íslendinga. írar tefldu fram atvinnumönnum, sem taldir voru mynda mjög sterkt lið, en leikar fóru svo, að þeir sigruðu íslenzka landsliðið með 4:2, og var ekki búizt við svo litlum markamun. RíkharSur Jónsson, Akranesi, gerði bæði mörk Islendinga. Helgi Daníelsson, Akranesi, var sagður verja mark íslendinga afburðavel. Skúli Ágústsson, eini Akureyr- ingurinn í landsliði íslendinga, hafði nær sett 3. mark íslend- inga, og virtist hann mjög virkur framherji eftir lýsingu Sig. Sig. á leiknum. Dánardœgur. Brynj ólfur Sig- tryggsson, bóndi í Ytra-Krossa- nesi, lézt að heimili sínu í sl. viku, tæplega 67 ára. Dánardœgur. — Nýlátin er á Fjórungssjúkrahúsinu hér Elísa- bet GuSmundsdóttir, Bjarkastíg 1, Akureyri, áttræS að aldri. Sextugur er 16. þ. m., n. k. fimmtudag, GarSar Sigurjónsson, verkamaSur, Ægisgötu 3, Akur- eyri. Hann verður fjarverandi úr bænum. (Krepputungan), sem áður hefur verið svo til lokað, eða mjög erfitt að komast í. Er nú hægt að aka í Hvannalindir og einnig standa vonir til, að hægt verði að aka mjög nálægt Kverkfjöllum. Merkilegt mynda- plötusafn boðið Akureyrarbæ Kristján Hallgrímsson, ljós- myndari, hefur boðið Akureyrar- bæ til kaups fyrir 70 þús. kr. ljós- myndaplötusafn föður síns, Hall- gríms heitins Einarssonar, Ijós- myndara, en það er talið hið merkilegasta og raunar óborgan- legt, sé sögulegt gildi þess haft í- huga. BæjarráS Akureyrar hefur lagt til við bæjarstjórn, að boði Kristjáns verði tekið að því til- skildu, að Kristján láti bænum í té 200 upplímdar myndir úr safninu til afnota á sögusýningu bæjarins á 100 ára afmæli hans, og kaupverðið megi greiða að hálfu viS móttöku safnsins og að hálfu á næsta ári. Berlínarmúrinn . . . (Framhald aj 1. síðuj óþægindin, hætturnar og afleið- ingarnar af múrnum, er greindi Berlínarhlutana að, en greindi jafnframt frá stálvilja Vestur- Berlínarbúa, fyrirætlan og þraut- seigju að hætta ekki fyrr en þetta tákn ófrelsis og kúgunar væri að velli lagt. Á eftir sýndi EðvarS Sigur- geirsson stutta kvikmynd, er gest- irnir voru með frá Vestur-Berlín. Einnig sýndi hann 3 stuttar kvik- myndir íslenzkar, þar á meðal Heklukvikmynd sína. KENNARABREYTINGAR Samkv. fundargerðum fræðslu- ráðs Akureyrar 8. og 9. ág. sl. hafa eftirgreindir kennarar sagt lausu starfi sínu við GagnfræSa- skóla Akureyrar: Árni Jónsson, Bernharð Iiaraldsson og ÞórSur Gunnarsson. FræSsluráS hefur mælt með Einari Helgasyni (sem teikni- kennara), Jónínu Helgadóttur og HéSni Jónssyni í skarðið. Aðrir sem sækja um stöðurnar eru: Baldvin Bjarnason, Jón K. Magnússon og SigurSur Leósson. Við barnaskólana hafa sagt upp starfi: Ásdís Karlsdóttir, Stefán Ný mot- oð hafíistofa Kaúpfélag EyfirSinga hefir ný- verið opnað mat- og kaffistofu á neðstu hæð í Hafnarstræti 89, þar sem áður var Bókaverzlun Jónasar Jóhannssonar um skeið. Matstofan er rekin af kjötbúð- inni, forstöðumaður GuSmundur Ketilsson, og er sj álfsafgreiðslu- form á veitingum. Matstofa þessi er hin vistlegasta og veitingar prýðilegar viS hóf- legu verði. ASalsteinsson og Steinunn DavíSsdóttir. FræSsluráS leggur til, að í stað Ásdísar, sem kenndi leikfimi telpna, verði ráðnar að hálfu hvor með annarri Bryndís Þor- valdsdóttir og Margrét Rögn- valdsdóttir, þá verði Arnfinnur K. Jónsson ráðinn kennari að skólunum, HólmfríSur Gísladóttir skipuð í stað Svövu Skaftadóttur, sem nú er látin (veikindafrí allt sl. kennsluár) og Baldvin Bjarna- son settur í kennslustarf SigríSar Skaptadóttur, sem er í orlofi. Auk þeirra sækja um störf þessi: Kristrún Ásgrímsdóttir, Guðný Matthíasdóttir og ASalgeir ASalsteinsson. Byggt við Gagnfræða- skóla Ákureyrar Bygginganefnd Akureyrar hef- ir veitt byggingárleyfi fyrir stórri viðbyggingu við GagnfræSaskóla Akureyrar samkvæmt teikningu húsameistara ríkisins. Bæjarráð leggur til, að bygg- ingarmeistarar bæjarins, Bjarni Rósantsson og Oddur Kristjáns- son sjái um byggingu viðbótar- innar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.