Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.10.1963, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 01.10.1963, Blaðsíða 1
ALÞYÐU MADURINN Jafnaðarmenn sigurvegarar í norshu • r Um fyrri helgi fóru fram bæjar- og sveitarstjórnarkosningar í Nor- egi, og var úrslita þeirra beSið með eftirvæntingu, þar sem litið var á þær fyrst og fremst sem styrkleikaraun milli borgaraflokk- anna annars vegar og jafnaðar- manna hins vegar vegna átaka þessara aðila í sumar um lands- stjórnarmál Noregs og kunnug eru af fréttum. Urslit kosninganna urðu þau, að Verkamannaflokkurinn, jafn- aðarmenn, hlaut skýlausa trausts- yfirlýsingu, jók fylgi sitt svo, að hann hefði nú hreinan meirihluta á Stórþinginu, ef um þingkosn- ingar hefði verið að ræða, hlotið 76 eða 77 þingsæti í stað 74 nú. Meiri hluta borgarfulltrúa vann ílokkurinn úr höndum borgara- flokkanna bæði í Osló og Bergen, og víðar vann hann verulega á. Borgaraflokkarnir töpuðu allir nokkru fylgi nema Hægri flokkur- inn, sem vann heldur á. Kommúnistaflokkurinn tapaði verulega, en mest af því fylgi mun hafa gengið yfir á Sósíaliska þjóðarfl., klofningsflokkinn úr Verkamannafl. Samkvæmt Olsóarfréttum að kveldi 24. f. m. — en þá mun taln- ingu að mestu hafa verið fullokið — voru atkvæðatölur flokkanna þessar: Verkamannaflokkurinn 859.470 Hægri flokkurinn 356.665 Kommúnistaflokkurinn 33.310 Kristilegi flokkurinn 126.631 Miðflokkurinn 155.252 Vinstri flokkurinn 149.000 Sósíalistiíski þjóðarfl. 51.936 Óháðir og aðrir 117.539 Hlutfallstölur flokkanna voru sem hér segir, úrslit síðustu kosn- inga innan sviga: Verkamannafl. 46.32 (43.84) Hægri flokkurinn 19.31 (18.70) Kommúnistafl. 1.80 ( 3.80) Krislilegi • flokkurinn 6.86 ( 7.42) MiSflokkurinn 8.41 ( 7.91) Vinstri flokkurinn 8.39 ( 8.88) Sósíalistíski þjóðarfl. 2.79 ( 0.08) Hæstiréttur á Akureyri. Síðastliðinn miðvikudag kom Hæstiréttur íslands saman á dómþing í Landsbankasalnum hér í bæ. Sótt var og varið í svonefndu Grundarmóli, landamerkjamóli Snæbjarnar Sigurðssonar, bónda á Grund, gegn Agli Halldórssyni, bónda í Holtseli, og fleirum. Þetta er í fyrsta sinn, sem Hæstiréttur kemur saman til dóm- þings utan Reykjavíkur. A ofanbirtri mynd sitja dómendur ó dómþinginu, talið fró vinstri: Þórður Björnsson, Gissur Bergsteinsson, Lórus Jóhannesson dómsforseti, Árni Tryggvason og Ármann Snævarr. Mikil verðhœkkun á búvörum í s.l. viku auglýsti verðlagsráð landbúnaðarins nýtt verð á búvör- um. Er urn mikla verðhækkun að ræða frá því í fyrrahaust. Þannig kostar mjólk nú í lausu í s.l. viku varð kunnur- veitinga- maður í Rvík, Sigurbjörn Eiríks- son, eigandi Glaumbæjar, uppvís að 1.925.000 kr. ávísanafalsi, og rétt fyrir helgina gaf hann sig fram við lögregluna og játaði brot sitt. Hinar fölsku ávísanir gaf Sigur- björn út á hlaupareikninga í Sam- vinnubankanum og Útvegsbank- anum, en seldi þær í Landsbank- máli kr. 5.75 lítrinn, var í fyrra- haust kr. 4.60, smjör 103.55 kr. kílóið, var í fyrra 80.75 kr., rjómi 57.80 kr. lítrinn, var í fyrra kr. 50.00 og skyr kr. 14.65 kg., var anum. Hin hæsta þeirra var kr. 475 þús., önnur 450 þús. kr., en aðrar lægri. Tveim gjaldkerum í Lb. hefur verið vikið frá störfum, þar eð þeir höfðu vanrækt að kanna, áð- ur en þeir keyptu ávísanir þessar, hvort innstæða væri til fyrir þeim. Mál þetta, sem mun mesta ávís- anafölsunarmál hérlendis, er enn á frumrannsóknarstigi. 12.75 kr. í fyrra. Af mjólkurvör- um er hækkunin mest á neyzlu- mjólk, eða um 25% hækkun mið- að við haustverð 1962. Kjötvörur hafa þó hækkað enn meir. Þannig kostar nú súpukjöt (dilka) kr. 44.40 kg., 32.35 kr. í fyrra, lærsteik 51.65 kr., 37.65 í fyrra, hryggur 53.25 kr., 38.25 í fyrra, heil slátur með sviðnum haus 50.85 kr., en í fyrra 41.00 kr. Kartöflur kosta 8.68 kg. í búð- um, 7 kr. í fyrra. Samkvæmt hinum nýja verð- lagsgrundvelli er gert ráð fyrir, að bændur fái fyrir mjólkurlítr- ann kr. 6.18.3 og fyrir dilkakjöt 1. fl. 36.10 kr. kg. Er þá reiknað með sömu uppbót frá ríkissj.óði í krónutölu og í fyrra. Karlakór Akureyrar óskar eftir nýjum söngmönnum í hópinn. Hafið samband við Jónas Jónsson, Hrafnagilsstræti 23, sími 2138. Kunnar reitingamaður í Reykjavík nppvís að stórfelldn ávísanafalsi Pist- ti símogjðld hdekko Póst- og símamálastj órnin hefur tilkynnt, að síma og póstgjöld hækki frá og með deginum í dag, 1. okt. Með því á að auka heildar- tekjur stofnunarinnar um 19%. Sú ástæða er tilgreind, að síðan síðasta gjaldskrá var gefin út hafi laun opinberra starfsmanna hækk- að um 40% svo og annað verðlag og hafi því verið óhj ákvæmilegt að liækka gjaldskrána, ef komast átti hjá stórhalla hjá stofnuninni. Þessar eru helztu hækkanirnar: í Reykjavík og öðrum sjálfvirkum símstöðvum verður ársfjórðungs- gjaldið 640 krónur en var áður 535 krónur. Yfirsímtöl kosta nú kr. 1,10, en var áður 90 aura. Stofngjald síma kostar í kaup- stað 3.500 krónur, en var áður 3,200 krónur. Burðargjald fyrir venjuleg bréf hækka um 50 aura og kostar nú 3.50 innanbæjaríkaupstöðum, var áður 3 krónur og 4.50 út á land, var áður 4 krónur. Flugpóstur fyrir venjuleg bréf til Norðurlanda verður 6 krónur í stað 5.50 áður og skrásetningargj ald ábyrgðar- bréfa verður 5 krónur í stað 4.50. Venjuleg innanbæjarskeyti hækka um 20% og símskeyti utan- bæjar um 25%. í greinargerð Póst- og síma- málastjórnarinnar er rakið að allt símaefni er hér um 50% dýrara en erlendis vegna aðflutnings- gjalda og að meðallengd notenda- símalínu er hér mun meiri en í þéttbýlinu erlendis. Þrátt fyrir það séu símgjöld hér mun lægri en víðast erlendis. Megi sjá hlutfallið af eftirfarandi lista: Ársfj órðungsgj öld heimilissíma með 600 símtölum. kr. 640.00 — 1.103.00 — 657.00 — 580.00 — 743.00 — 1.170.00 — 1.420.00 — 1.670.00 ísland Noregur Finnland Svíþjóð Danmörk Bretland Þýzkaland Frakkland Hásetahluf'ur á Snæfellinu 111 þús. krónur Flest síldveiðiskipin eru nú hætt, en nokkur eru þó enn að fyrir Austurlandi og virðist þar talsvert síldarmagn fyrir hendi, þegar gefur. Meðal skipa, sem eru hætt, er Snæfellið, Akureyri, og hefur Alþm. fregnað, að hásetahluturinn þar eftir sumarið sé 111 þús. kr. Nokkur skip munu með hærri aflahlut, en meginhlutinn með drjúgum minni og mörg mikið minni.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.