Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.01.1964, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 28.01.1964, Blaðsíða 1
ALÞÝÐU MAÐURINN RÁÐSTAFANIR VEGNA SJÁVARÚTVEGSINS Framlag bsjarins til Gagnfrsða- shólabyggingar verði 2 millj. hr. Nokkrar breytingartillögur fulltrúa Alþýðuflokksins * ■¥ í frumvarpi ríkisstjórn- arinnar um róðstafanir vcgna sjóvarúfvegsins er gert róð fyrir 51 milljóna króna framlagi til togaraútgerðar í við- bót við framlag úr Afla- tryggingarsjóði. í dag verður síðari umræða í bæjarstjórn Akureyrar um fjár- hagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 1964. Nokkrar breytingartillögur hafa komið fram við áætlunina frá fyrri umræðu, m. a. eftirgreindar frá fulltrúa Alþýðuflokksins: GJALDAMEGIN: Lœkkanir: IX. 4. Sorphreinsun.......... XV. 1. Rekstrarstyrkur S. A. .. 5. Ovænt og óviss útgjöld .. lækki um kr. 100.000.00 — — — 50.000.00 — — — 500.000.00 Lækkanir samtals .............................. Hœkkanir: XII. 1. Karlakjórinn Geysir....... hækki um 2. Karlakór Akureyrar........ — — 11. Félagið Vernd ............... — — 13. Leikfélag Akureyrar....... — — enda haldi það 3ja mán. leikskóla. XVII. 1. Slökkvistöðin .............. hækki um 3. Gagnfræðaskóli............... — — 5. Elliheimili ................. — — 9. Iðnskóli..................... — — 10. Fangageymsla ................ — — 11. Hjúkrunarkvennabústaður . — — kr. 650.000.00 kr. kr. 10.000.00 10.000.00 10.000.00 45.000.00 175.000.00 1.000.000.00 100.000.00 100.000.00 100.000.00 100.000.00 Söluskatturinn hœkkar Hækkanir samtals .......... Hækkanir fram yfir lækkanir . og útsvör hækki, sem því nemur. kr. 1.650.000.00 — 1.000.000.00 um 2 prósent Söluskattur verður hækkaður um 2%, úr 3% upp í 5%. Þetta mun veita ríkissjóði 210 milljónir króna frá 1. febrúar til ársloka og renna 128 milljónir til frysti- húsa, saltfisks- og skreiðarfram- leiðenda og togara. 27 milljónir eiga að standa undir hluta ríkisins af hækkun á bótum almanna- trygginga og 55 milljónir renna til niðurgreiðslu á verði ýmissa lífsnauðsynja. Þetta eru aðalatriðin í frum- varpi til laga um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins o. fl., sem ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi. Eru þetta þær ráðstafanir sem stjórnin telur nauðsynlegar vegna þeirra kauphækkana, sem nýlega hafa orðið. Hafði stjórnin heitið að bæta hraðfrystihúsunum með einhverju móti 15% kauphækkun- ina, sem samið var um fyrir jól og eru þetta efndir á því heiti. Samkvæmt útreikningum Fiski- félags íslands nemur útgjalda- aukning frystihúsanna vegna 15% hækkunarinnar, sem svarar til 5% af framleiðsluverðmæti húsanna. Miðað við 1200 milljóna ársfram- leiðslu, vantar þau 62 millj. króna. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að útflutningsgjald á sjávarafurðum sem nú er 6%, lækki á freðfiski, saltfiski og skreið niður í 4,2%. Jafngildir þetta 19 milljónum fyrir fyrstihúsin, en 11 milljónum fyr- ir framleiðendur saltfisks og Húsavík, 25. jan. Héðan róa 8 þilfarsbátar, 8— 23 lestir, auk opinna vélbáta. Gæftir hafa verið að heita má upp á hvern dag, en afli mjög rýr, frá lj/2 —- 3 lestir í róðri. 1 haust brann sjóbúð m/b Gríms, eins og sagt var í fréttum. Nú bafa þeir félagar reist mjög myndarlegt hús í staðinn, bæði rúmgott og bjart, og er slíkt til fyrirmyndar. Eigendur eru Ásgeir Kristjánsson og félagar. Mikið hefur verið um skipa- komur að undanfömu, m. a. tók Arnarfellið um 30 þús. gærur hér um fyrri helgi. skreiðar. Til viðbótar leggur rík- issjóður fram 43 milljónir kr. til „framleiðniaukningar og annarra endurbóta í framleiðslu freðfisks". Eru þetta samtals 73 milljónir, þar af 11 til framleiðenda salt- fisks og skreiðar, en 62 milljónir til frystihúsanna. Þá mun ríkissjóður greiða til togaranna 51 milljón á þessu ári. Stefán Benediktsson, sem verið hefur skipaafgreiðslumaður um langt skeið, lætur nú senn af því starfi, þar sem hann hefur keypt verzlunarhúsnæði (áður Snorra- búð) og er að gera breytingar á því. Við afgreiðslustarfinu tekur Guðm. Þorgrímsson, bæjarverk- stjóri. Á æskulýðsmálafundi, sem hald- inn var hér um síðustu helgi, var kjörin 5 manna nefnd til að vinna að auknu æskulýðsstarfi, m. a. að alhuga um möguleika á ráðningu sérstaks æskulýðsfulltrúa, er starf- aði í héraðinu öllu og yrði skipu- leggjandi í auknu starfi í þessum efnum. Með breytingartillögum fulltrúa Alþfl. fylgdi svofelld greinargerð: „Um leið og ég sendi meðfylgj- andi breytingartillögur við fjár- hagsáætlunina, vil ég geta þessa til skýringa: Lækkanir á sorphreinsun og rekstursstyrk til S. A. eru miðað- ar við það, að hækkun í ár frá 1963 sé ekki nema um 30%, enda hækkanir frá fyrra ári víða við það miðaðar. Einnig bendi ég á, í gær var svo þessi nefnd á fundi bæjarráðs Húsavíkur og voru þar mjög gagnlegar umræð- ur um þessi mál, þótt ályktun væri ekki gerð að sinni. í nefndinni eru: sr. Sigurður Guðm., Grenj aðarstað og er hann formaður nefndarinnar, sr. Jón Bjarman, Laufási, Vilhjálmur Pálsson, íþróttakennari, Húsavík, Þuríður Hermannsdóttir frú, Húsavík og Ragnar Jónsson, Fjósatungu. Árshátíð Alþýðuflokksfélag- anna verður haldin n.k. laugar- dag, 1. febr. í Hlöðufelli og verður þar margt til skemmtunar. G. H. að varhugavert sé, að hækka ríf- lega við S.A. nema betri skila- grein um rekstur liggi fyrir en bæjarstjórn hefur fengið fram að þessu. Þá er það skoðun mín, að ekki sé lengur rétt, að áætla óviss út- gjöld svo há og gert hefur verið um skeið. Það var eðlilegt 1962 með afmælishátíðina framundan og í fyrra með vitneskju um mikl- ar kauphækkanir á næsta leiti, en nú tel ég eðlilegra, að bæjarstjóm ákveði nákvæmar skiptingu þessa fj ár, þótt ég viðurkenni þörf fyrir nokkra áætlun óvissra útgjalda, en tel 1 millj. nægilega. Fyrst farið var að hækka við kórana á annað borð, sem ég tel sjálfsagt menningarframlag, finnst mér tæplega hægt að hafa þennan styrk lægri en um 20 þús. kr. til hvors kórs, og líks eðlis er hækk- unartillagan varðandi Leikfélagið, ef hægt væri að örva leikstarfsemi hér meir en nú er. Félagið Vernd annast m. a. ýmiss konar aðstoð við menn, sem hafa gerzt brotlegir, og veitir margs konar fyrirgreiðslu en er alltaf í fjárþröng. Það hefur m. a. liðsinnt mönnum héðan og miðað við aðrar hækkanir áætlunarinnar ætti framlag til Vemdar a. m. k. að vera 20 þús. Framhald á 7. sÍ8u. Framhald á 7. síðu. Fréttir frá Húsavík

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.