Víðir


Víðir - 20.08.1948, Blaðsíða 1

Víðir - 20.08.1948, Blaðsíða 1
XIX. 23- tölublað. Vestmannaeyjum 20. ágúst 1948. „Til himnaríkis og heim aftur" Viótal við Jón Sigurðsson fró Ártúni. Laust eftir miðjan júlí frétti ég, að Jón Sigurðsson frá Ártúni hér væri nýkominn í bæinn eftir 2ja mánaða dvöl í Bandaríkjun- um. Nú á þessum tíma utanfara þykja það nú éf til vill ekki tíð- indi, þótt einhver dvelji vestra tvo mánuði eða svo, en af því að Bandaríkin og lífi'ð þar er mjög á dagskrá og svo af því að ýmsu miður þokkalegu er haldið að lólki um þessa rhiklu þjóð í vestr inu, þótti mér rétt að leita frétta hjá Jóni um, hvérnig honum hefði litist á sig. ]ón er greinar- góður maður Og hafði tækilæri til þess að kynnast iólki af öllum stéttum, svo sem bændum, verka- mönnum, læknmn og lögreglu- mönnum, og má því vænta, að frásögn hans sé í aðalatriðum nokkuð sönn mynd af því, sem satt er og rétt um Bandaríkin og fólkið, sem byggir þetta mikla land. Þegar ég fór fram á það við Jón, að hann léti mér í té frétt- ir af för sinni, sagði hann: „Það er sjálfsagt, en góði maður, þú varst sjálfur fyrir vestan miklu lengur". Já, en ég hygg, að það þýki meiri fengur, a. m. k., fyr- ir vissan flokk manna, að þú seg- ir frá, því að það verður varla skoðað sem áróður fyrir Mars- hall-hjálpinni, það sem þú segir. Við skulum nú sleppa öllu þess- háttar, segir Jón og snúa okkur að efninu, og nú byrjar frásögn Jóns. Við vorum tveir saman, ]ón Pétursson af Akranesi og ég, sem stigum upp í flugvél á Keflavík- urflugvellinum þann 23. maí s.l. Ferðin gekk að óskum yfir hafið, þjónustan í flugvélinni var með þeim ágætum að seint mun mér úr minni líða, allt gert fyrir mann, sejn hægt var, og gott var að fá „sjússinn”. Við lentum í New York eftir tæpra 14 klukku tírna flug. ()g herra minn trúr, þau viðbrigði að koma úr fá- menninu hér heinta í allt þetta mikla mannhaf, sjá allar þessar miklu byggingar, alla umferð- ina, og öll þau lífsins gæði, sem hér voru fáanleg og að mér fannst fyrir skít og ekki neitt, el’ svo mætti að orði kveða. Annars stanzaði ég örskamma stund í New York að þessu sinni, flaug (il Chigago í 75 farþega vél til móts við Harald bróður minn, sem þar býr og er lögregluþjónn að atvinnu. I Chigago.dvaldi ég í 3 daga, skoðaði borgina, og lannst mikið ti 1 um. Þó verð ég að segja, að margar borgir fund- ust mér fallegri. Hinsvegar fór það ekki fram hjá manni, að þessi borg er ein af lífæðum landsins, mikið starfað og verkin líka eftir því. Eftir þessa 3 daga, hélt ég til North-Dakota fylkis eða ríkis. Ferðaðist ég í strætisvagni og var 26 tíma á leiðinni. Ákvörðunar- staðurinn var smáborg á banda- rískan mælikvarða, Minote, álíka stór og Reykjavík, en þar býr Gísli bróðir minn, er þar lög- reglustjóri. Rétt er að skjóta hér því inn í, að Gísla halði ég aldrei séð áðnr, svo að þegar vi'ð heils- uðumst þarna á bílastöðinni, hef ur | >að sjálfsagt verið með óvenju legum hætti, því það vakti at- hygli viðstaddra, og varð það til þess, að mynd af okkur bræðrun- um ásamt viðtali kom í aðalblað- inu í borginni. Minote er ljóm- andi skemmtileg borg, umvafin skógi, myndarlegar byggingar, hreinlégt og aðlaðandi. í borg- inni og umhverfi hennar búa að- allega Norðurálfumenn, sem at- vinnu hafa af hveiti og naut- griparækt. í Minote dvaldi ég dálítinn tíma, en fór síðan til þess að heimsækja móður mína, sem býr þar skammt frá hjá Skarphéðni yngsta bróður mínum, sem er bóndi. Urðu þar fagnaðarfundir eins og þú getur nærri, því móð- ur mína hafði ég ekki séð í 47 ár, og reyndar aldrei svo að ég muni. Nú þarna dvaldi ég í par daga, hélt síðan norður í Canada til systur minnar, sem þar býr og er gift manni af íslenzkum ættum. Ég kom í Winnipeg og Selkirk s\o og í íslendingabyggðina að Gimli. Hitti ég þar marga landa, en við engan kannaðist ég að tveim undanteknum. Voru það þeir Þorvaldur Jónsson, bróðir Sigurjóns lieitins í Víðidal og Kristinn Guðmundsson, ættaður frá Skeið í Landeyjum. Hvernig létu íslendingarnir af sér? — Nú ertu áttatíu og fimm ára 19. ágúst, að mér er sagt, og ætla ég áð minnast á það í „Víði“. — Hvaða vitleysa. Ég fer þá í burtu. — J>ú getur þó alltaf sagt mér, hvar þii ert fæddur. — Ég er fæddur í Bjargarkoti í Fljótshlíð hinni fögru. — Var ekki nóg af öllu þar? Sigurður hlær við. — O, stund- um var nú af skornum skammti. En segðu mér, er það ritstjórinn, sem talar við mig, eða ert það bara þú? — Sleppum því. Við skulum rifja upp það, sem skeði á löngu liðnum dögum. Ég trúi ekki öðru en þii komist þá í essið þitt og gleymir bæði ritstjóranum og mér. — Hvenær fórstu fyrst að heiman? — 16 ára. Þá fór ég að Velli á Og blessaður, alveg ágætlega. Þeir stunduðu þarna alls konar vinnu, bændur, iðnaðarmenn og sjómenn. Sjómennirnir stund- uðu sjó á Winnipeg-vatni, þeir létu nú heldur lítið yfir veiðinni í svipinn, en vonuðu að úr myndi rætast. Þarna er veiðin aðallega hvítfiskum, dökkur á lit, fíngerður, einna líkastur lísu. Annars fannst mér ekki eins mik- ið koma til Canada eins og Bandaríkjanna, þó allt væri þar með myndarbrag. Eftir nokkra dvöl í Canada hélt ég aftur til Bandaríkjanna á búgarð Skarp- héðins bróður míns og móður minnar, ,og þar dvaldi ég um kyrrt í mánaðartíma. Dvölin þar hefúr nú gefið þér talsverða inn- Framhald á 4. sí'ðu. Rangárvöllum til sýslumannsins Hermanns Elíasar Jónssonar og átti að heita vinnumaður. Þar var gott áð vera. Ég var þar í sex á . — Varstu hjá honum, þegar þú lentir í sjóhrakningnum? — Já, þá stóð ég rétt á tvítugu. Vinnumenn voru þá látnir fara í verið, og vorum við tveir vinnu- menn sýslumanns í Þorlákshöfn. — Segðu mér frá hrakningn- um. — Ég get ekkert sagt þér um hann, — þú og aðrir, sem vilja kynna sér það, geta lesið um það í ritinu Þorlákshöfn, — nema það að við vorum 20 daga frá því við rérum þennan góða róður og þangað til við komumst aftur til Þorlákshafnar aftur á sumardag- inn fyrsta 1883, og höfðu allir talið okkur af fyrir löngu. Við vorum cina viku á sjónum, kom- Framhald á 2. síðu. Spjallað við hálfníræðan öldung. SIGURÐUR ÍSLEIFSSON Merkisteini 85 ára

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.