Víðir


Víðir - 17.05.1952, Blaðsíða 1

Víðir - 17.05.1952, Blaðsíða 1
XXIV. 17. tölublað. Reykjavik, laugardagmn 17. maí 10.52. Vertíðarlok. FISK AFLINN : 1. apríl 1953: Slægður fiskur með haus 81.301 lestir FREÐFISKURINN: Framleiðela: 1. maí 1952: Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna (501 þús. ks. Samband íslenzkra samvinnufélaga 1)7 — — Fiskiðjuver ríkisins 81 — — 1. apríl 1961: 70.294 leslir 1. maí 1951: 473 þús. ks. 63 — — 19 — — Sanitals 789 þús. ks. 555 þús. ks. Afskipanir: Sölumiðstiið hraðfrystihúsanna 37.) þús. ks. Samband íslenzkra samvinnufélaga .78 — — Fiskiðjuver ríkisins 10 — — Samtals 319 þús. ks. l’yngd kassanna er .70—(iO Ibs. Frystingin er nú 40% meiri en 19:71. Togveiðar með rafmagni. Þýzka ra n nsókna rskipið „R. 9(1“ gerði dagana 8.—10. apríl fyrstu hagnýtu tilraun- irnar með rafmagnsveiðar i sjó. Tilraunirnar fóru fram í Kielarnóanum og tókust mjög vel. Bæði síld og þorsk- ur dróst að rafstraumnum eins og fyrir seguláhrif. End- urteknar tilraunir sýndu, að með rafmagnsveiðum var jafnvel hægt að safna saman dreifðum fiskitorfurn og ein- stökum fiskum, sem spyrna við' aðdráttaraflinu, rétt fyrir framan op vörpunnar. Þorsk- urinn veitti minna viðnám í meiri fjarlægð frá rafmagns- straumnnm en síldin, vegna ]iess að hann er stærri fiskur. Með hæfilegri spennu er hægt að utiloka smáan og ungan fisk frá seguláhrifum elektróðanna, svo að beinlínis er hægt að aðgreina veiðina frá brúnni, eftir tegund og stærð, áður en hiin er tekin i vörpuna. Dr. M eyer telur, að með þessum tilraunum hafi verið' sönnuð nytsemi rafmagns- veiðiaðferðar dr. Kreutzers, einnig á liafi úti. Framleiðsla er nú hafin á rafmagnsvörpu, og menn bú- ast við að geta reynt það veiðarfæri í Kielarflóanum þegar innan .nokkurra mán- aða. Sænskur nólveiðaleið- angur fil íslands í sumar. Skýrt er frá því í „Svensk Fiskhandel“, að í sumar muni verða búinn út sænskur snyrpunótaleiðangur til Is- lands í sambandi við hinn venjulega reknetabátaflota. Leiðangurinn verður búinn út frá Gulholmen. Sem móð- urskip á að nota flutninga- skútu. 25 manns munu taka þátt í þessum leiðangri. Freðfiskframleiðsla Norðmanna er nú um 20% meiri en á sama tíma í fyrra. Það er tal- ið, að Norðmenn séu búnir að selja alla framleiðslu sína af frosnum fiski í ár. í febrúarlok var búið að senda úr landi 1266 lestir af frosnum fiskflökum, og var meðalverðið sem svarar ísl. kr. 6.00. % hlutarnir af þessu fiskmagni höfðu farið til Bandaríkjanna. Fins og venjulega eru mikil þáttaskil í atvinnulífi þjóðar- innar, þegar vetrarvertíðinni lýkur. Þá eru teknir upp aðr- ir veiðihættir eða skipunum lagt fram að síld. Hjá togur- unum er samt engin stöðvun, Jiótt engu að síður sé þar mikil breyting. Fiskurinn er farinn af vetrarmið'unum, og nú verður að leita á ný mið og þá oi't fjarlægari. Þá er líka farið á aðrar veiðar eins og karfa og meira veitt í salt. Að þessu sinni verður meiri röskun á í þessum efnum vegna breyt|rar aðstöðu til veiða með botnvörpu og drag- nót vegna víkkunar landhelg- innar, og er allt enn óráðið, inn á hvað'a nýjar leiðir verð- ur lagt. Aðkomufólkið streymir úr verstöðvunum til síns heima, þar sem ótal verkefni bíða við óskyld störf við plóg og herfi í sveitinni. Það þarf kartöfl- ur með fiskinum og mjólk í grautinn. Eða lagt er upp í nýja leit að atvinnu, til þess svb aftur að leita í verið á ný í byrjun næstu vertíðar. Fiskveiðarnar voru stund- aðar af miklu kappi í vetur og sjálfsagt víðast hvar hverri sjófærri fleytu haldið til fiskj- ar. Hafa það vafalítið verið yfir 500 skip með yfir 5000 skipverjum. Ekki þarf færri til að vinna að hagnýtingu aflans í laiidi. Meiri þátttaka í fiskveiðunum og vaxandi á- hugi fyrir útgerð á tvímæla- laust rót sína að rekja til bættra starfsskilyrða hjá út- gerðinni, sem fengizt hafa l'yrir hinn svonefnda báta- gjaldeyri. Og mikilvæg er hin aukna útgerð og atvinna, sem skapast í kring um hana, fyr- ir utan gjaldéyristekjurnar, og mættu þeir gjarnan minn- ast þess, sem láta ekkert tæki- færi ónotað til þess að ráðast að þessu fyrirkomulagi án þess að benda á annað, sem gerði sama gagn. Enn eru ekki fyrir hendi skýrslur um aflamagnið nema fram að marzlokum. Þá var heildaraflinn 80 þús. lestir á móti rúmum 70 þús. lestum árin 1951 og 1950. Fiskifélag- ið ætti að bfrta aflaskýrslur vikulega eins og Norðmenn gera. Með núverandi fyrir- komulagi er það alltaf rúm- um mánuði á eftir (aflamagn- ið í marz er tilkynnt 9. maí), en þetta er bagalegt \'ið af- urð'asöluna og gefur minni bendingu um, hvernig hag- kvæmast sé að haga veiðun- um. Við hagnýtingu ai'lans í vetur er ]>að eftirtektarvert, hversu sala á ísvörðum fiski á erlendum markaði hefur dregizt saman (minnkar um 10% frá árinu áður) á sama tíma og meira er fryst (60% aukning) og saltað (10% aukning). Miklu meira fór einnig' í herzlu í vetur en áð- ur, en veiðar fvrir fiskimjöls- verksmiðjur voru sem engar í vetur, en miklar á sama tíma í fyrra. Við veiðarnar í vetur var tvennt eftirtektarvert. Annað' var, hve vel aflaðist í þorska- netin. Er mjög sennilegt, að margir hafi hug á að fá sér net hér syðra fyrir næstu ver- tíð i von um jafngóðan afla næst. Ilitt var hinn mikli afli í hina nýju flotvörpu síðari hhita vertíðarinnar. Það veið- arfæri, sem sópar þannig fisk- inum af hraununum, þar sem hann er að hrygna og' hefur átt griðland hingað til, getur jafnvel orðið' þroskstofninum hættulegt, en hann er þó ekki viðkvæmur fyrir mikilli veiði, eins mikil og viðkoman er. Gegndarlaus netaveiði á hraununum getur líka verið' hættuleg. En það er hætt við, að predikanir komi að litlu haldi í þessum efnum. Það hefur aldrei heyrzt, að hætt hafi verið' að nota veiðarfæri fyrir það eitt, að það hafi náð betri árangri en annað, sem fyrir var. Þvert á móti hefur verið reynt að fullkomna það til þess að vera enn stórvirkara. I byrjun vertíðar urðu sorgleg sjóslys, er bátar fór- ust frá Akranesi og Grinda- vík með allri áhöfn, og ann- ars staðar, þar sem varð meiri eð’a minni björgun. Isleiizkt skip fórst einnig við framandi strendur með allri áhöfn. Annars má segja, að megn- ið af vertíðinni hafi verið á- gætt og góð tíð. Aflamagn var að fáum verstöðvum und- anskildum eins og í meðalver- tíð og heildaraflinn mun meiri fyrir einmuna góðar gæftir mest alla vertíðina. Verstöð'varnar eru nú margar hverjar tómar og eyði- legar. Happasælli vetrarver- Brezkir skipstjórar á námskeiði fyrir Grænlandsveiðar. I Hull eni nú haldin sér- stök námskeið fyrir togara- skipstjóra um fiskveiðarnar við vesturströnd Grænlands. Námskeiðin eru sótt af 8 til 10 skipstjórum og stýrimönn- um að meðaltali í einu. Sum- ir þeirra skipstjóra, sem taka þátt í námskeiðunum, hafa að baki sér yfir 20 ára reynslu í togveiðum á öðrum slóðum. Fiskalli Norðmanna var 8. maí 134 þús. lestir. Á sama tíma í fyrra var hann um 20 þús. lestum meiri, eða 1 50/ /o- Vorveiðin hefur gengið vel við Finnmörkina og er nú um 7 þús. lestum meiri en á sarna tímá í fyrra. Hefur þetta hresst upp á heldur rýran afla frá vet rarvertíðirini. Hvalveiðiútgerðin í Færeyjum á í miklum erfiðleikum. Færeysku hvalveiðiútgerð- arfélögin hafa orðið að hætta við fyrirætlanirnar um að' halda áfram veiðunum, þar sem allt stofnfé þeirra er þrot- ið. Það standa þó vonir til, að hægt verði að taka upp stór- hvalveiðina að nýju í ár, en undir öllum kringumstæðum mun það fyrst geta orðið, þeg- ar liðinn er mánuður eða meira fram á vertíðina. tíð er lokið. Fram undan er ekki eins dökkt í álinn og áð- ur. Bjartar vonir um meiri afla eru tengdar við víkkun landhelginnar. Auknar veiðar Brefa við Grænland. í „Fisli Trades Gazette“ fyrir skönimu segir á þessa leið: „Aðaláhugi fiskimannanna nú seiu stendur beinist að veiðunum við Grænland. Skipktjórarnir taka þátt í námskeiðum fyrir Grænlands- veiðar, og rannsóknarskip rannsaka miðin. Vegna hinna nýju takmark- ana, sem Norðmenn og ís- lendingar hafa sett, mun fisk- ur frá Grænlandi vissulega verða það, sem binda verð'ur vonirnar við í framtíðinni, — þökk sé hinni óbrigðulu þrautseigju fiskimannanna. Væri það ekki mundum við vissulega áður en langt um liði hafa „fljótandi“ fiskbúð'ir við strendurnar“. Brezkir togarasjómenn fá minna fyrir lýsið. Um 7000 togarasjómenn — 3000 frá Hull' og 4000 frá Grimsby — verða að sætta sig' við minni hlut vegna verð'- lækkunar á lifur og lýsi frá 26. apríl. Þetta stafar af því, að fyrir eru miklar birgðir af hvallýsi, jurtafeiti og öðru feitmeti, sem hafa valdið verðlækkun á heimsmarkað- inum. Verðlækkunin verður frá 7 sh. niður í 6 sh. fyrir gallon af lifur, sem flutt er í land af hafi, sömuleiðis verður lækkun úr 93 sh. 4 d. niður í 80 sh. fyrir 180 lítra tuimu af gufubræddu þorskalýsi. Út- gerð'armennirnir fá 50% af því, sem inn kelnur, og sjó- mennirnir ásamt skipstjórun- um fá hinn helminginn.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.