Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.05.1970, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 14.05.1970, Blaðsíða 1
VcrzliS 1 Bérverzlun. ÞaS tryggir gæðin. TÓBAKSBÚÐIN Brekkugötu 5 . Súni 12820 ALLT TIL MATARGERÐAR VERIÐ VELKOMIN EYRARBÚÐIN - opið til kl. 20.00. FRAMKÖLLUN — KOPIERING PEDROMYNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 ALÞYÐUMAÐURINN ... 40. árg. — Akureyri, fiinmtudaginn 14. maí 1970 — 13. tölublað Alþýðuflokkurinn styður kröfur launþega um bætt kjör SAMNINGAR um kaup og kjör standa nú fyrir dyrum hjá samtökum launþega víða um land. Mörg félög hafa þegar sett fram kröfur um verulegar kauphækkanir og aðrar lagfæringar á kjörum sínum. Það leynist engum sannsýnum manni, að bæta verður og bæta ber kjör laun þega. Þeir tóku á sig umtals- verðar kjaraskerðingar árin 1968—1969, þegar afleiðingar aflabrests og markaðsörðug- leika ollu atvinnuvegunum miklum erfiðleikum, og nú þegar birt hefir í álinn, er sjálfsagt mál að meta þá þegnlund og stéttarfórn við þá. Þannig lítur a. m. k. Al- þýðuflokkurinn á málið og vill standa að farsælli úr- lausn kjarabóta launþega nú þegar. Hins vegar skal eng- inn dylja sig þess, að hér er vandratað meðalhófið: Laun þegum bera kjarabætur og hækkað kaup, en ekki er hag, fellt fyrir þá að taka meira til sín en svo, að atvinnu- lífið bíði ekki hnekki af. Eng inn búmaður dregur svo fóð ur af mjólkurkúnni sinni, að hún veslist upp, og glögg- sýn launþegaforysta knýr (Framhald á blaðsíðu 6) MUNIÐ SÍMA A-LISTANS: 2-18-90 Samtaka nú jafnaáarmenn! Góður rómur var gerður af málflutningi Þorvaldar, Val- garðs og Braga. En að loknum framsöguerindum þeirra, gaf fundarstjóri orðið laust. Til máls tóku Konráð Jóhannsson sjómaður, frú Helga Tryggva- dóttir, formaður Kvenfélags A1 þýðuflokksins, Þorsteinn Svan- laugsson bifreiðastjóri, Steindór Steindórsson skólanieistari, Magnús Aðalbjarnarson kenn- ari, Ólafur Jónsson vélstjóri — og fundarstjórinn, Albert Sölva son — og svöruðu Bragi Sigur- jónsson og Þorvaldur Jónsson fyrirspurnum, sem fram voru bornar. Steindór skólameistari hélt eldheita hvatningaræðu, þar sem liann lét fögnuð sinn í ljósi yfir því, að sjá svo margt ungt fólk, sem landið á að erfa á íund inum — og AM tekur undir þau unimæli skólameistara að Fram sókn og íhaldið sé nú hætt að tala uni „pínulitla flokkinn eða (Framhald á blaðsíðu 7) ÁSKORUN TIL JAFNADÁRMANNA við Alþýðuflokksfélag Akureyr ar, að gerast nú þegar virkir meðlimir undir merkjum Al- þýðuflokksfélagsins, með slíku stuðlið þið að öflugra félags- starfi. OG SVO UNGA FÓLKIÐ OG F.U.J. Það er líka staðreynd, er AM hefur orðið var við, að unga fólkið treystir fyrst og fremst jafnaðarstefnunni sem leiðar- vísi til öryggis og jafnréttir í þjóðfélaginu. AM skorar á F.U.J. á Akur- eyri, að auka liðskraft sinn. Tug ir ungs fólks er reiðubúið að ganga inn í raðir félagsins. Það er minnugt þess að jafnaðar- menn hafa ávallt treyst æsk- unni m. a. með baráttu sinni fyrir lækkun kosningaaldurs. F.U.J. kallið þið þessa ungu krafta til starfa innan samtaka ykkar sem fyrst. Sá flokkur sem æskan vill ganga með, starfa með og hylla þarf eigi að örvænta um fraintíðina. — s. j. HIN glæsilega félagsstofnun Kvenfélags Alþýðuflokksins hef ur vakið mjög mikla athygli í bænum, þá er 60 konur fylktu liöi undir merki jafnaðarstefn- unnar — og enn eru konur að bætast í hópinn og niun lialda áfram. Konurnar hafa gefið rás merki — og nú mega ekki karl- memiirnir láta hlut sinn eftir hggja- Því vill AM hvetja þá jafn- aðarmenn, er enn standa utan Voru einkunnarorð Alþýðu- flokksfélaganna á Rjargi JAFNT UNGIR SEM ALDNIR VORU EINHUGA UM AÐ GERA SIGUR JAFNAÐARMANNA SEM MESTAN í BÆJARSTJÓRNARKOSNINGUNUM ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG Akureyrar, Kveníélag Alþýðuflokks- ins og Félag ungra jafnaðarmanna liéldu sameiginlegan fund að Bjargi sl. mánudagskvöld. Mikill sóknarhugur ríkti á fundinmn — og Iofar þessi fyrsti fundur jafnáðarnianna vissulega góðu, að þeir munu standa allir sem einn að sigri jafnaðarstefnunnar. Fagnað var hinni glæsilegu endurvakningu Kvenfélags Alþýðuflokksins. Það var létt yfir sameiginleg- um fundi Alþýðuflokksfélag- anna á Bjargi, eins og fyrr segir og fjörugar umræður. Albert Sölvason, formaður Alþýðu- flokksfélagsins, stjómaði fundi, en framsöguerindi fluttu þrír efstu menn A-listans, þeir Þor- valdur Jónsson, Bragi Sigurjóns son og Valgarður Haraldsson. Þorvaldur Jónsson gaf fróð- legt yfirlit um gang mála í bæjarráði og bæjarstjórn á því kjörtímabili, sem senn er á enda runnið — og gaf hann upp mjög fróðlegar upplýsingar um gang mála varðandi bæjarstjórn armál í bæjarstjórn þar sem enginn ábyrgur meirihluti er fyrir hendi — og átaldi mál- flutning þann, er fram hefur komið í Degi nú að undanförnu, að allt sem á betra veg hefur áunnizt sé Framsóknarmönnum að þakka, sem hann kvað fjarri sanni. Var málflutningur Þor- valdar rökfastur og prúðmann- legur sem hans er vandi. Næstur tók til máls þriðji maður A-listans, Valgarður Haraldsson námsstjóri — og ræddi liann einkum um skóla og félagsmál — og um hugsjónir jafnaðarstefnunnar, ríkti bar- áttugleði hjá Valgarði og trú á sigur jafnaðarstefnunnar — að áhrifa hennar gætti í vaxandi mæli liér á íslandi. Að lokum tók til máls af fram sögumönnum Bragi Sigurjóns- son alþingisinaður, er skipar sem kunnugt er annað sætið á A-Iistanum, skýrði liann frá gangi þingmála, en eins og sjá hefur mátt af Morgunblaðinu nú að undanförnu má segja með réttu að geiri lians sé stefnt gegn Alþýðuflokknum, sam- starfsflokki jafnaðarmann í rík isstjórn — og mun að því stuðla fylgisaukning Alþýðuflokksins, en tap Sjálfstæðisflokksins í síðustu bæjar- og alþingiskosn- ingum. Þorvaldur Jónsson. Bragi Sigurjónsson. Valgarður Haraldsson. Albert Sölvason. v MINNST TVEIR NÝIR TOGARAR - sjá bls. 5 Leiðarinn: GLJÚFURVERSVIRKJUN VERÐUR GERÐ |

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.