Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.10.1971, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 20.10.1971, Blaðsíða 5
ÁRIÐ 1928 fluttist ungur maður frá Svalbarðs- strönd til Akureyrar. Ekki hleypti hann heimdrag- anum auðugur að fé. Foreldrar hans voru að vísu bjargálna, en litla jörðin þeirra gaf heldur ekki meira af sér, en til þurfti að fæða og klæða börnin fimm. Vegarnesti hans var óbilandi trú á tilveruna, og sá metnaður að verða aldrei öðrum til byrði. — Lítið grunaði þennan unga mann þá, að hann yrði síðar meir eigandi stærsta einkafyrirtækis bæjar- ins. Saga Skarphéðins Ásgeirssonar, forstjóra Am- arós, er dæmigerð saga um hvað ná má langt með óbilndi viljaþreki, þó byrjað sé með tvær hendur tómar. Samt er Skarphéðinn ólíkur þeirri hugmynd, er fólk gerir sér um mikla athafnamenn. Velgengn- in hefur haft lítil áhrif á hann, tengsl hans við með- bræður sína og umhverfi hafa ávallt verið honum meira virði en gengi fyrirtækisjns. Skarphéðinn Ás- geirsson forstjóri, er enn þá sami maðurinn og hann var, er hann kom fyrst til Akureyrar með tvær hend- ur tómar, fyrir rúmum fjórum áratugum. — Flvað byrjaðir þú að starfa, er þú komst til Akur- eyrar? — Ég hafði hugsað mér að leggja fyrir mig 'húsasmíði, og vann hjá þeim Eggerti Guð- mundssyni, Guðmundi Ólafs- syni og Sigtryggi Espólín. En svo skall kreppan á 1930, og allt fór að dragast saman. 1932, var t. d. ekki byggt nema 1 faús hér á Akureyri, svo að þýðingarlaust var að ætla sér að lifa á þessari vinnu. Svo að ég fór í kolavinnu til Sverris Ragnars. Þá var ein- göngu um kolakyndingu að ræða hér, og segja má, að á kyrrum vetrardögum hafi vart grillt í Akureyri fyrir kolareyk. Tímakaupið var 1 króna og unn- ið í 10 tíma á dag. Um eftir- vinnu var ekki að ræða, en manni þótti bara gott að koma heim með 10 krónur að loknu dagsverki. Til að bæta kjör mín, fór ég svo í rælni að smíða leik- föng, gekk á fund Indriða Helga sonar í Electro Co., og spurði 'hvort hann teldi þetta söluhæft. Hann hélt nú það, bauðst til að selja þetta á 1 til 2 krónur stykk- ið, með sölulaunum sínum inni- földum. Þetta þóttu mér góð við skipti, og þú mátt trúa því, að mér fannst ég vera auðugur, er ég gekk út frá 'honum með 8 krónur og fimmtíu í vasanum. Fyrir þessa peninga keypti ég svo efnivið, krossvið og timbur í fleiri lekföng, svo að segj a má, að þetta 'hafi verið stofnfé Leik- fangagerðar Akureyrar, sem ég rak í 9 ár. — Hvernig var bœjarlífinu háttað á þessum tíma? — Almenningur hafði afar lítil áuraráð. Maður þóttist góð- ur, ef maður gat komizt yfir 75 aura til að fara í bíó, að mað- ur minnist nú ekki á dansleik eða leiksýningu, en þar var að- gangseyrir 1 króna. Þá var það Leikfélagið, er hélt uppi aðal félagslífinu. Hæstu tekjur manna voru um 300 krónur á mánuði, það er að segja ef vinna var stöðug. Þá var áber- andi stéttarskipting. Þeir sem tilheyrðu 'hinum svokallaða „aðli“, voru kaupmenn, læknar, prestar og sýslumaður. Þetta fólk bar af öðrum í klæðaburði, og setti mikinn svip á bæjarlíf- ið. Ég er mikið á móti stéttar- skiptingu, en samt get ég ekki gert að því, að ég sé eftir að sjá ekki framar þessa prúðbúnu kalla, eins og Stephensen lækni og Karl Nikulásson o. fl. ganga eftir Hafnarstrætinu. Þetta voru svipmiklir persónuleikar. Þá voru verzlanir hér líka í kring- um 40, svo að af nógu var að taka. — Þig hefur sennilega ekki grunað þá, að þú tilheyrðir síð- ar meir þessum hópi? — Nei, síður en svo, og hefði 'heldur ekki óskað eftir því. Ég 'hef aldrei verið metnað- argjarn. Að svona skyldi fara er fremur tilviljun, þetta hefur þró- azt svona, hefur sennilega verið mér ætlað. — Hvað varð svo um atta þessa kaupmenn. Var grundvöll- ur fyrir svona margar verzktn- ir þá? — Nei, enda urðu þær, er þær voru fæstar á árunum 1930 til 1940, ekki nema milli fimm og tíu. Enda mikið atvinnuleysi og vinna stopul. Það er eigin- lega óskiljanlegt, hvemig fólk komst af. Þá var Kaupfélagið líka komið til sögunnar, sem varð til þess að margir smærri kaupmenn flosnuðu upp. Það voru svo margir af gömlu kaup- mönnunum, sem ekki gerðu sér grein fyrir, að það var kominn nýr dagur. Hins vegar var Kaup- félagið rekið af mikilli fram- sýni og dugnaði, þeir notuðu hina nýju tíma út í ítrustu æsar. Þess vegna hafði það mikla yfir- burði yfir gömlu verzlanirnar. Ég er þess -fullviss, að Samvinnu hreyfingin varð öllum viðskipt- um til góðs og til mikillar efl- ingar iðnaðinum. — Þú hefur verið ókvœntur, er þú komst til bæjarins? — Já, ég kvæntist árið 1930 Laufeyju Tryggvadóttur frá Meyjarhóli á Svalbarðsströnd. Við hófum 'búskap í lítilli tveggja heihergja íbúð og bjugg um þar til 1933, er ég byggði sjálfur í -félagi við annan mann. Sú rbúð var 85 fermetrar, og við leigðum meira að segja út frá okkur! Þá voru kröfurnar um húsrými ekki miklar. Við eignuðumst 3 drengi, þá áraði ekki vel fyrir stórari barnahóp. Væri ég ungur núna, vildi ég gjarnan eiga fleiri böm. Konan um að sauma. Nærfatagerðin Amaró var svo stofnuð í Reykja- vík af mér og Valgarði Stefáns- syni, sem eiginlega átti frum- kvæðið að þessu. Stofnféð var 40 þúsund krónur, við keyptum þrjár vélar frá Ameríku og réð- um til okkar þrjár stúlkur. Hún gekk mjög vel , sérstaklega var brezki herinn góður viðskipta- vinur, og íslenzku nærfötin vöktu 'hrifningu í Bretlandi. Seinni heimsstyrj öldin veitti miklum peningum til landsins, og þó að framfarir 'hafi orðið geysimiklar, held ég varla, að öll þess auknu auraráð hafi orð- ið þjóðinni til mikillar gæfu. Ég held, að við, sem lifðum í krepp- unni höfum eiginlega verið ánægðari með tilveruna heldur en fólk er nú. Hamingjan er ekki fólgin í peningum. Jæja, smám saman jókst vélakosturinn hjá okkur, þegar mest var að gera unnu hjá okkur 23 menn. 1946 fluttum við svo klæðagerðina að Lögbergsgötu 7. Árið 1947 vildi Baldvin Ryel hætta sinni verzl- un, og við keyptum verzlunina og Bandaríkin o. fl. — Deildir verzlunarinnar eru nú orðnar sex, 'búsáhöld, vefnaðarvörur, ‘herradeild, snyrtivörur, leikföng og sælgæti. — Hvernig var það með klœðagerðina, lagðist hún alveg niður? — Nei, ekki strax. Hún var líka flutt í nýja húsið og starf- rækt fram til 1968. Þá var eng- inn grundvöllur fyrir hana leng- ur og orðið tap á rekstrinum. Ég sá mikið eftir henni. Draum- ur minn hefur alltaf verið að starfa að iðnaði, að sjá eitthvað fallegt verða til. Aftur á móti hef ég aldrei haft neinn sérstak- an áhuga á verzlun, nema sem hverju öðru brauðstriti. — Heldurðu að það sé erfið- ara að koma undir sig fótunum í viðskiptalífinu núna, en það var þá? — Nei, tvímælalaust ekki. Ég tel að skilyrði og aðbúnaður til þess sé að öllu leyti ‘betri nú en þá. — Er nokkuð sérstakt, sem þú vildir ráðleggja þeim, sem Að sjá eitthvað fallegt verða til VIÐTAL VIÐ SKARPHÉÐINN ÁSGEIRSSON, FORSTJÓRA AMARÓ mín hefur ávallt verið mín styrk- ast stoð og unnið mikið að fyr- irtæki mínu, fyrst heima, er drengimir voru litlir, en nú sér hún t. d. alveg um vefnaðar- vörudeild Amarós. — Var hún þess fylgjandi, að þú legðir út í eigið fyrirtœki? — Nei, ’hún dró nú heldur úr því, fannst það of mikil á'hætta. Hins vegar hafði ég aldrei áhyggjur. Sagnarandinn minn, sem ég kalla svo, sagði mér að allt myndi fara vel, enda var aldrei flanað að neinu. Fyrir- tækið þróaðist smám saman, við færðumst aldrei meira í fang, en við töldum okkur geta. — Hvernig byrjaðir þú að verzla? — Ég byrjaði ekki á verzlun, -heldur á leikfangagerð eins og áður segir. Árið 1940 lokaðist fyrir efnisútvegun frá Þýzka- landi, svo að ég gat ekki lengur fengið efni í leikföngin mín. Svo að ég fór að hugsa til þess að finna aðra atvinnugrein, og úr því varð klæðagerð, sem ég hafði þó ekki mikla hugmynd um þá. Við vorum ekki einu sinni ákveðnir í favað við ætluð- af -honum, þó ekki húsið. Þar verzluðum við svo til ársins 1952, þá keyptum við húseign- ina af Baldvin Ryel, og skömmu seinna hætti Valgarður Stefáns- son í fyrirtækinu. Síðan hefur Amaró verið f j ölskyldufyrir- tæki. — Það hafa auðvitað orðið miklar breytingar á verzluninni síðan þá. — Já. Ég byrjaði að verzla með það sama og Baldvin Ryel, fatnað og vefnaðarvöru. En svo þróaðist þetta smám saman, eins og ég 'hef áður sagt, og um stökk- breytingu var ekki að ræða fyrr en ég byggði Amaró'húsið við Hafnarstræti 99, árið 1962. Þá fór ég að verzla með miklu fleiri vörutegundir, og heildverzlunin, sem synir mínir sjá nú um, var sett á laggirnar. Fyrst var til- gangurinn sá, að flytja inn vör- ur fyrir verzlunina, en þar sem vöruverðið er lægra þegar keypt er mikið í einu, varð þetta að sérstakri heildverzlun, og nú seljum við mikið af innflutn- ingnum til Reykjavíkur. Það eru nær eingöngu 'búsáhöld, og viðskiptalöndin aðallega Japan nú eru að leggja út á viðskipta- brautina? — Nei, ekkert nema að sýna alltaf dugnað og ráðvendni. Mér datt í 'hug, þegar þú komst hing- að til að spjalla við mig, sagan af blaðamanninum, sem kom til ameríska auðkýfingsins og spurði: „Hvernig varðst þú rík- ur?“ „Það er nú löng saga að segja frá því,“ svaraði auðkýf- ingurinn. „Má ég ekki slökkva ljósið á meðan.“ — Það eru svo oft felldir sleggjudómar um það, að engum græðist fé á ráðvendni sinni. Það er algjör misskilning- ur, ég tel ráðvendnina aðalund- stöðuna til að ná langt á sviði viðskipta. Sviknar vörur eru t. d. skammgóður gróði. Einnig er mikilvægt, að þeim finnist starf- ið skemmtilegt og að þeir finni einhvern tilgang í því. Ég álít, að við séum öll komin hingað til jarðarinnar í ákveðnum til- gangi. Ef við finnum hann, kem- ur hitt allt af sjálfu sér. Það er síður en svo, að ég þakki sjálf- um mér velgengni mína. AM þakkar Skarphéðni fyrir spjallið. J. Þ. ALÞÝÐUMAÐURINN — 5

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.