Okrarasvipan - 22.02.1933, Blaðsíða 1

Okrarasvipan - 22.02.1933, Blaðsíða 1
OKRARASVIPAN Blað um okur, íjárdrátt og vlðskllta-melnföng af ýmsu tœgl. Útgefandi og ábyrgðarmaður Ari Þórðarson. 3. tölublað. Miðvikudaginn 22. febrúar 1933. 1. árgangur. J át ningin. i. Metúaalem Jóhannsson játar, að hann hafi f a 1 s a ð kaup- verð húsains nr. 161 við Lauga- veg i afsalsbréfinu, til þess að geta s n u ð a ð ríkissjóð um 66 krónur í stimpilgjaldi, og Pétur Jakobsson j á t a r, að honum hafi veriö þetta vitanlegt. í grein, sem Metúsalem Jóhannsson hefur birt í málgagni sinu, »Svindlarasvipunni«, 13. þ. ra., skýrir hann frá húseignarsölu sinni til ekkjunnar Jóhönnu A. Jónsdóttur, semvjergerð- um að umtalsefni 1 blaði voiu síðast. — Hann játar þar, að kaupverð hússins hafi verið 33 þúsund kr., og að kaupsamningur hafi verið gerður um þá fjárhæð. En þegar til kemur, og afsal er skrifað, þá er logið til um kaup- verðið, að ráðum Metúsalems, og það sett í afsalið, rúm 26 þúsund, »til að spara kaupanda útgjöld (stimpilgjald)*, eins og Metúsalem orðar það. Hjer er því um bersýnileg svik gegn ríkissjóði og fals að ræða, og legst litið fyrir kappann Metúsalem, að vilja gerast ber- sýnilegur svikari og falsari, og þar með eiga það á hættu, að fá ókeypis húsaskjól um tíma í tugthú8inu fyrir einar litlar 66 krónur. — Þetta er nú játningin! En sannleik- u r i n n mun vera sá, að húsið hefur verið alt of dýrt selt á 33 þúsund kr., enda kemur það óbeinlinis fraro i vottorði, sem Lúðvik Ásgrimsson hefur gefið I sama blaði, og að öðru leyti er mjög litilsvert og loðið. Eu Metúsalem, sem vanalega lætur sjer ekki alt fyrir brjósti brenna, hefur, aldrei þessu vant, Bkammast sin fyrir að láta það koma opinber- lega fram, að hann notar sjer aðstöðu sína gagnvart fákunnandi og forsvarBlausri ekkju, til þess að hafa af henni fje. — En hvernig svo sem öllu þessu er varið, þá sjáum vjer ekki betur, en að Metúsalem, eftir öllum sólar- merkjum að dæma og eftir þeim upplýsingum, Bem fram eru komnar í málinu, þá hafi hann ekki nema um tvent að velja: annaðhvort tukthúBið fyrir fals og svik, eðaþáað endurborga ekkjunni þær 6000 krónur, sem hann hefur snuðað hana um, eða þá hvort- tveggja. — II. Þá kemur Pjetur Jkobsson, sem ofur- lítið þarf að taka til bænar, þessi saklausi og heiðarlegi borgarí bæjarins, aem ekkert gerir annað en það, sem er í alla staði rjett og heiðarlegt (!), og styðst, i öilum sinum þanka- gangi og gjörðum, við sína makalausu og óvið- jafnanlegu lögfræðisþekklngu, en forðast eíns og heitan eldinn, að koma nálægt nokkrum óþrifaverkum (!!) — h a n n fer að afsaka sig í »SvindlarasvipunnÍ€. — Hann játar, að Metúsalem hafi komið til sín og beðið sig að skrifa kaupsamning um húsið nr. 161 við Laugaveg, milli Metúsalems Jóhannssonar ann- ars vegar og Jóhönnu Jónsdóttur hins vegar. Hafi i kaupsamningi þessum kaupverð hússins verið ákveðið 33 þúsund krónur. Daginn eftir hafi hann svo komið með fullgerðan kaup-

x

Okrarasvipan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okrarasvipan
https://timarit.is/publication/607

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.