Sunnudagsblaðið

Tölublað

Sunnudagsblaðið - 04.10.1925, Blaðsíða 1

Sunnudagsblaðið - 04.10.1925, Blaðsíða 1
Sunnudagsblaðið. II. árg. Sunnudaginn 4. október 1925. 3. tbl. ■BBH IÝJA l(ÍÓ ■■■ Ambátt Sheiksins. Kvikmynd í 8 þáttum, leikin af frægustu leikurum First Nationals félagsins, þeim Normu Talmadge Og Joseph Schildkraut. Mynd þessi tekur flestum þeim myndum fram, sem Norma hefir leikið í, þótt varla sé hægt að gera upp á milli þeirra, þá er þó talið í ummælum sem birzt hafa, að þau Joseph Schildkraut og Norma sýni hér leiklist, sem fáir aðrar leikarar gætu, í þessu hríf- andi ástaræfintýri. Allskonar sjótry^ingar og brunatryggingar Hringið 1 síina 548, 309 eða 854. Redd-Haniiesarríma fæst á afgreiðslu Sunnudagsblaðsins. — Verð: Tvær krónur. Douglas Fairbanks. Hann er, eins og kunnugt er, einhver kunnasti leikari Bandaríkjanna. Hann er einnig framúrskarandi góður íþrótta- maður og má svo heita, að allar íþróttir séu honum jafntamar. Á síðari árum hefir Douglas Fair- banks lagt stund á, að vanda sem bezt gerð kvikmynda sinna. — Kvikmyndin »Hrói höttur«, sem hér var sýnd, þótti t. d. ágæt, enda ágætlega sótt. Nú mun vera von hingað á annari ágætismynd hans, »Bagdad-þjófnum« (»The thief of Bagdad«). Fer mikið orð af henni og verður nánar á hana minst síðar. Douglas Fairbanks er giftur kvik- myndaleikkonunni Mary Pickford. Er sagt, að engir kvikmyndaleikarar vestra njóti jafn almennrar virðingar og þau, bæði vegna leiklistar sinnar og ekki síður vegna þess, hve mikils metin þau eru persónulega. Úr heimi kvikmyndanna. Hræðilegur dauðdagi. Martha Mans- field er amerísk leikkona nefnd, sem var langt á vegi til mikillar kvikmynda- frægðar. Hún lék aðalhlutverk i frægri kvikmynd: »Dr. Jekyll and Mr. Hyde«. Martha Mansfield lék ýms vandasöm hlutverk í frægum leikritum áður en hún gerðist kvikmyndaleikkona.------ Dauðdaga hennar bar þannig að, að kviknaði í fötum hennar, er hún var að leika, og lézt hún af völdum bruna- sáranna. Kvikmyndahús. í Bandarikjunum eru 18.000 kvikmyndahús, Pýzkalandi 4 000, Rússlandi 4.000, Englandi 3 500 og Frakklandi 3.000. Giskað er á, að um 50.000 kvikmyndahús séu i heiminum. tmamm GA9ILA StíÓ ■—■—— MmaOarlaisi irsiimin Hin gullfallega mynd leikin af • Jacliie Coogan verður sýnd kl. 5x/2 í kvöld í síðast ji sinn. Petta er fallegasta rnyndin sem þér getið iátið börn yðar sjá. Pall Trójuborgar sýnd kl. 7 og 9. Kent með kvikmyndnm. í þeirri álmu konungshallarinnar sænsku, er krónprins Svía og krónprinsessa búa i, eru sérstök kensluherbergi banda börnum þeirra. Kvikmyndir eru nú notaðar meðfram við kensluna á þessum stað. »Svensk Filmindustri« lagði til kvikmyndirnar. Búast menn við, að þetta verði til þess að kensla með kvikmyndum aukist mjög í barnaskólum i Svíþjóð. Abraham Lincoln. Allir Islendingar, sem komnir eru til vits og ára, kann- ast við nafn hans. Kom út hér eigi alls fyrir löngu ævisaga hans, mikil bók og vönduð. »First Nationakc kvikmynda- félagið hefir látið gera kvikmynd, sem lýsir æfi hans i aðaldráttum. Er það mikil kvikmynd og vönduð. Dorothy HcKaill, fræg leikkona og frið sýnum, er gift ameriskum auð- manni, sem Amerikumenn kalla »Sápu- kónginncc. Hún lék nýlega hlutverk í kvikmynd, þannig klædd, að manni hennar fanst hneyksli, og heimtaði þegar hjónaskilnað. En er málið kom fyrir rétt létu kviðdómendur það álit í ljós, að kona hans hefði ekki verið hneyksl- anlega klædd. Og þá stefndi leikkonan manni sinum og krafðist helmings eigna hans í skaðabætur fyiir þá óvirðingu, sem hann hefði sýnt henni.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.