Svindlarasvipan - 18.04.1933, Blaðsíða 1

Svindlarasvipan - 18.04.1933, Blaðsíða 1
Verð 25. aurar. Reykjavík 18. apríl 1933. 4. tölublað. O 111 - urinn seinna vænna, þar sem Ari er bráðum sextugur og verður því tæpra hundrað og tuttugu ára þegar hann er búinnað afplána afbrot sín. Það er ekki svo að skilja, að ég búist ekki við að Ari lifi svo lengi að honum endist ald- urinn til að afplána dóminn, það lifir lengst sem lýðum er leiðast, en það er nú svo, að fyrir Ara er illu bezt aflokið, nfl. því að sitja af sér þessa sexhundruð áttatíu og fjóra mán- uði, sem ég hefi dæmt hann í. Verð ég því víst að hætta blaða- útgáfu minni, enda líka ekki hægt fyrir mig að eyða orðum við Ara, dæmdan manninn. Útgefandinn. Hann er birtur hér á öðrum stað í blaðinu, dómur sá, sem ég hefi kveðið upp yfir Ara Þórðarsyni. Ég get búizt við því, að skoðanirnar verði skipt- ar um þenna dóm minn, en það er þá ekkert nýmæli þó menn greini á í þeim efnum, hefir ef til vill aldrei verið kveðinn upp dómur svo að allir væri sam- mála um að hann væri réttur eða þá allir sammála um að hann væri rangur. Læt ég mig allt umtal litlu skipta í þessu efni, þar sem ég veit, að dóms- niðurstaða mín er gjörð eftir beztu vitund. Vil ég því skora á hlutaðeig- andi lögreglustjóra að fullnægja dómnum sem fyrst, enda líka ekki Ari á kvennafari Samanber Dómasafn Landsyflrréttarins frá 1915, nr. 12 í Dómasafninu bls. 454. SVINDLftRftSTIPRH Ari dæmdnr — 57 ára fangelsi r j á 1 s e Alðg eða ö r 1 ö g m i i. Er manninum sjálfrátt. Þeg-ar ég byrjaði á útgáfu þessa blaðs, hafði ég- aðallega tvennt í huga. f fyrsta lagi það, að gera meðborgurum mínum það fylli- lega ljóst hvaða stórsvikari og stórþjófur Ari Þórðarson er, ryfjaði ég því upp viðskipti mín og Ara og einnig fór ég til manna sem ég vissi um að Ari hafði svikið eða flekað í viðskiptum, og einnig hafa komið til mín menn hópum saman sem hafa haft sömu hörm- ungarsöguna að segja. í öðru lagi vildi ég hnekkja þeirri lygi og þeim rógi, sem Ari fór að ausa út í blaðsnepli sínum um tvo merka menn hér í bænum. Það liggja hér á borðinu hjá mér þéttskrifuð örk eftir örk af eintóm- um sannanlegum svikum og þjófnuðum á Ara, og það verður minnst af þessu sem ég anna að' koma á prent, enda líka nokkuð einhæft fyrir lesendur blaðsins eintómar svika- og þjófnaðarsögur um einn ómerkilegan mann. Það er í fyllsta máta ömurlegt að lesa í gegn alla þessa skráðu kafla úr æfiferli Ara Þórðarsonar, það eru ekki ein einustu ærleg- heit sem auganu mæta, það eru undantekn- ingarlaust svikasögur í viðskiptum, þjófnaður í viðskiptum, lygi og nauðganir eða tilraunir ti’ þeirra, sem sagt allt af verstu tegund niannlegrar glæpamennsku. Það er sagt, að enginn skáldskapur sé svo öfgakenndur, að hann hafi ekki átt sér stað eða hefði getað átt sér stað einhversstaðar. í öðru tölublaði þessa blaðs er æfintýri eftir andlegrar stéttar mann hér í bænum. Það heit- ir „Æfintýrið um syndugu sálina“. Hafi einhver af lesendum blaðsins hlaupið yfir þessa smágrein, þá vil ég ráðleggja þeim að lesa hana, því þeir sem þekkja Ara og' við- skiptaferil hans, þeim finnst að þetta hljóti ao vera, eins og þar er sagt, og er það um leið eins og afsökun fyrir Ara og aumingja- skapinn hans. Það eru margir sem komast þannig að orði: „Það er eins og manninum sé ekki sjálfrátt“. Þeim, sem eitthvert ódáðaverkið vinnur og auðvitað væri það bezta lausnin á öllum ó- dáðaverkum Ara, að honum hefði ekki verið sjálfrátt þegar hann vann þau, og þó að þarna væri nú gátan ráðin, um tilganginn fyrir ódáðaverkum Ara, þá vantar þó lausn- ina á því hvers vegna hann gengur óhegndur allra afbrotanna. II. Brjálsemi — rannsókn nauðsynleg. Það liggja hér hjá mér 2 blaðsneplar út- gefnir af Ara og dagsettir 22. febr. og 30. mars þ. á. Ég er ekki svo hissa á margendur- teknri lygi, sem í þessum blöðum stendur, því hún er Ara svo eiginleg, en hitt gengur yfir n.-ig, hvernig Ari, öreiga maðurinn, getur kom- ið því við, að standa í stöðugri blaðaútgáfu. Ég benti blaðakaupendum í þessum bæ á þá staðreynd, að um leið og þeir keyptu eitt blað af Ara, stæli hann af hverjum kaupanda 10 aurum og gæti með þessum stolnu tíeyringum haldið útgáfunni áfram, menn tóku þetta til athugunar og hafa sem sagt ekkert keypt af þessum tveimur síðustu blöðum, en samt held- ur Ari áfram útgáfunni og hlýtur að reita í gráðugan og ágengan prentsmiðjueigandann aurana sem ætlaðir voru til matvælakaupa þann og þann daginn, og tilvonandi máltíðir konunnar hans Ara og barnanna hans eru komnar í pappír og prentsvertu til Hallgríms á Bergstaðastígnum. Fyrir nokkrum árum var það nokkuð stór ílokkur manna í þessu landi, sem hélt því á- kveðið fram, að merkur maður í þessu þjóð- félagi væri brjálaður, og þó það sé nú ólíku saman að jafna, ljósinu og myrkrinu, Ara og þessum merka manni, þá er sú getgáta sem fram kemur á öðrum stað í þssu blaði um brjálsemi Ara ærið sennileg, enda fram kom- in af glöggum manni og Ara nákunnugum, verður því að krefjast þess að Ari sé tekinn og rannsakaður og má ólíklegt teljast, að geðveikissérfræðingnum Helga Tómassyni sé það um megn að ákveða það hvort Ari gengur með dellu og þá um leið hverrar tegundar að dellan er. III. Örlagaríkur kjallari. Kjallari hússins nr. 20A við Grettisgötu virðist ætla að verða örlagaríkur fyrir Ara Þórðarson. I þessum kjallara bjó fyrir 18 ár- um kona nokkur ein síns liðs, sem Ari mæltist allákveðið til samfara við, og sýnt er á öðrum stað með mynd hér í blaðinu. Nú bý ég, útgefandi þessa blaðs í þessum sama kjall- ara og má þar ekki á milli sjá af hverju Ari hefir meiri óvirðinguna. nauðungardómnum frá

x

Svindlarasvipan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svindlarasvipan
https://timarit.is/publication/621

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.