Skutull

Árgangur

Skutull - 06.02.1937, Blaðsíða 1

Skutull - 06.02.1937, Blaðsíða 1
SKUTULL tTtgefandi: Alþýðusamband Vestfirðingafjórðungs. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hannibal Valdimarsson. XV. ár íeafjörður, 6. febráarfiar 1937. 5. tbl. Alþýðuhúsið: Ódýr matarsala. Húsnæði fyrir stóra og smáa fundi. — Dansleika, söngskemmtanir og sjón- leika. Opið kaffihús á hverju kvöldi. Ágæt músik. Stækkun síldarverksmiðjanna knýjandi nauðsyn. Tillögur stjórnar síldarverksmiðja ríkisins. Ríkisverksmiðjurnar verða mikið endurbættar. Nýjar þrær verða byggðar. Verksmiðjur einstakra manna stækka. ðllum blæðir í augum að sjá síldarskipin liggja viö verksmiðju- bryggjurnar dag eftir dag, oft í bezta veðri, þegar mestur er aflinn, og fá sig ekki losuð. Úr þessu þarf að bæta sem allra fyrst; einnig þarf að lótta skipverjum uppskipun á síldinni og auka hraðann við uppskipunina með því að nota meira vélaafl en nú er gert. Verður þó jafnframt að gæta nokkurs hófs um byggingu nýrra verksmiðja, svo þeim fjölgi ekki miklu örar en síldarskipun- um, því þá gæti svo farið, að verksmiðjurnar stæðu tómar um hásíidartímann; myndi það fella verð á bræðslusíld. Hór er sagt frá ýmsum tillög- um stjórnar sildarverksmiðja rík» isins um umbætur á ríkisverk- smiðjunum og stækkun og bygg- ingu á verksmiðjum einstakra manna. Á fundum, sem stjórn sildar- verksmiðjanna hélt í september og október í haust, voru gerðar eft- irfarandi tillögur um stækkun síldarverksmiðja: 1. Mælt með að síldarverksmiðjan á Djúpuvík fengi leyfi til stækkunar fyrir næstu síldarvertíð um 2. Mælt með að H/f Kveldúlfur fengi leyfl til að reisa verksmiðju á Hjalteyri, er vinni .... 3. Mælt með nýrri verksmiðju á Hólmavík . . . 4. Mælt með nýrri verksmiðju á Húsavík . . . . 6. Skorað á ríkisstjórnina að leita samninga þegar i stað um að kaupa Ægi í Krossanesi og stækka þá verksmiðju um 1000 mál á sólarhring, áður upplagt af Norðmönnum 1800 mál á sólarhring. Stækkun alls...................................... Mál á sólar- hring: 2500 2400 200 1200 2800 Mælt með stækkun alls . Þá heflr og verið mælt með því, að reist yrði karfa* og síldar- verksmiðja á ísaflrði fyrir 1200 — 1500 mál á sólarhring. Auk þess var rætt um marg- víslegar umbætur á ríkisverksmiðj- unum, er bæði miða að því að bæta afkomu þeirra og þannig auka verðmæti bræðslusíldarinnar, og eins að auka afköstin og stækka þrærnar. En þar eð telja má, að ríkisverksmiðjurnar ráði verði á bræðslusíld, er lífsnauðsyn, að allur rekstur þeirra sé sem hagkvæm- astur, og í svo stórum rekstri kemur margt til athugunar. Helstu umbæturnar, sem búið er að samþykkja að gera, eru þessar: S. R. 30. Breytingar á kyndiofnum, sem 9100 áætlað er að geti aukið afköstin um 200—300 mál á sólarhring, umbætur á hitanotkun, ný mjöl- sýja, nýjar mjölkvarnir í stað sigta, bætt við skilvindum o. fl. Kostnaður áætlaður 69 þús. kr. Nýja verksmiðjan. Keypt ný pressa í stað Myrens pressunnar, sem vinnur illa venju- lega Norðurlandssild, viðgerð á húsum, viðgerð á raflögnum og skilvindukerfl. Yonast er til, að þessar aðgerð- ir geti aukið talsvert afköst verk- smiðjunnar, enda er áætlað, að þær og ýmislegt fleira, sem geia þarf, kosti um 85 þús. krónur. S. R. P. (Dr, Paul). Stækkun á mjölhúsi, aðgerð á þróm, blásara, þurkara o. fl.; á» ætlaður kostnaður 22 þús. krónur. S. R. S. (Sólbakki.) Hleðsla á þurkara, endurnýjun á mjölflutningi, stækkun á mjöl- húsi o. fl. Áætlaður kostnaður 25 þús. krónur. S. R. R. (Raufarhöfn). Byggður olíugeymir, keypt ný mjölkvörn, stækkun á mjölhúsi, bætt við skilvindu, lögð ný vatns- leiðsla, skilrúm í þrær og endur- bætur á þeim, byggð upp bryggj- an, nýr eimketill o. fl. Kostnaður áætlaður 89 þús. krónur. Alls er kostnaður við endur* bætur þessar áætlaður um kr. 290 þús. Hefir ríkisstjórnin gefið sam- þykki til þess að þær verði gerðar, en eftir er að afla fjár tii fram- kvæmda, því hið mikla tap, sem verksmiðjurnar urðu fyrir á rekstr- inum 1935, hvílir mjög þungt á þeim. Ýmsar þessar framkvæmd- ir munu spara ríkisverksmiðjunum mikið fó, sem annars ferísúginn. T. d. var umbúðakostnaður við að hafa olíu á fötum á Raufarhöfn í sumar um 24 þús. krónur, sem myndi sparast, þegar búið er að Aðalfundur Verklýösfélagsins Baldixr verður haldinn sunnud. 7. febr. kl. 1Va síðdegis í Alþýðu- húsinu. Stjórnarkosningar og önnur dagskrá samkv. félagslögum. Fjölmennið fólagar I S tj ó r nin. Bíó Alþýðuhússins. Laugardag kl. 8 og sunnudag kl. 9: Léttúðuga dansmærin. Ný mynd, falleg, skemmtileg og spennandi. Sunnudag kl. 5: „19 ára“. Alþýðusýning. reisa þar olíugeymi, og að auki öll vinna og fyrirhöfn við fata- lýsið. Auk þessa, sem hér er talið, heflr stjórn ríkisverksmiðjanna falið framkvæmdarstjóra þeirra að gera áætlun og uppdrætti aí nýj- um síldarþróm á Sigluflrði, og er verksmiðjustjórninni fyllilega ljóst, hverja þýðingu slíkt myndi hafa fyrir síldveiðarnar, ekki síst ef unt yrði að byggja geymsluþrær, er héldu sildinni óskemdri um lengri tíma. Bæði minnka afköst verksmiðjanna að miklum mun, þegar verið er að vinna skemmda síld í þeim, og eins verður bæði mjöl og lýsi verðminna, en úr nýlegri síld. Yerður þetta tekið til vandlegrar íhugunar áður en fullnaðarákvörðun er tekin um þróarbyggingu, en augljóst virðist, hvað sem þessu líður, að stækka þyrfti þrærnar þegar í vor um að minnsta kosti 16 þús. mála geymslu. Ýmsir hafa stungið upp á, að stækka verksmiðjuna á Raufar- höfn um helming, en stækkun á verksmiðjunni á Raufarhöfn mun reynast erflð, vegna þess, hve höfnin er grunn. Hvorki fljóta stærstu síldarskipin inn á höfnina, nó heldur önnur en minnstu flutningaskip. Yerða því ætíð vand- kvæði um útflutning frá Rauíar- höfn, og þegar síld er lítil að austanverðu, gæti einnig orðið vandkvæðum bundið með síld til vinnslu í verksmiðjuna þar, þó nóg síld væri annarstaðar. Þá hefir verið skorað á stjórn síldarverksmiðja ríkisins að setja upp sjálfvirk losunartæki á Siglu- flrði, en sjálfvirkum losunartækj- (Framhald á 4. síðu).

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.