Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Skutull

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Skutull

						SKUTULL
Gjöf Lionsklúbbsins
Klúbbfélagar við uppsetningu gosbrunnsins.
Við hátíðahöldin 17. júní
var formlega afhent gjöf
Lionsklúbbs Isafjarðar til
bæjarins, sem gefin var í
tilefni 100 ára afmæli Isaf jarð
arkaupstaðar.
Sigurður Jóhannsson, banka
ritari afhenti gjöfina fyrir
hönd klúbbsins en Jóhann
Einvarðsson, bæjarstjóri veitti
gjöfinni viðtöku fyrir hönd
bæjarbúa.
Kostnaður við brunninn er
rúmlega eitthundrað þús. kr.
og er þá ekki reiknað með
vinnu klúbbfélaga.
Brunninum er komið fyrir
á Austurvelli og er vonandi
að hann fái að vera í friði,
en nokkuð bar á því í upphafi
að börn og unglingar gerðust
nokkuð nærgöngul. Höfðu ein
hverjir fundið upp á því að
kasta peningum í brunninn og
var ekki laust við að hin
nýja 10 kr. mynt freistaði
sumra, þar sem hún glamp-
aði í sólskininu undir vatns-
borðinu. Hleðslan umhverfis
sjálfan brunninn bar menjar
átroðnings strax fyrsta dag-
inn. Vonandi er þetta úr sög-
unni og að brunnurinn eigi
eftir að vera bæjarbúum og
gestkomandi til yndisauka.
Sumarleyfi
LOKAÐ verður vegna
sumarleyfa dagana 15.
júlí til og með 5. ágúst.
Prentstofan ISRtJN HF.
Vestfirðingar!
Afgreiðum MOSKVITCH og  GAS  69 M jeppa
bifreiðar með stuttum fyrirvara.
Vinsamlegast gerið pantanir sem fyrst.
Hagstæðir greiðsluskilmálar.
Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf.
Suðurlandsbraut 14 — Sími 38600
Reykjavík.
UMBOÐSMAÐUR Á ÍSAFIRÐI:
Sigurður Hannesson,
Fjarðarstræti 17
Sími 217.
Skðtadino 1968 haldið á ísaiirði
SKÁTAÞING 1968 var haldið
í Húsmæðraskólanum á Isa-
firði 21. til 23. júní sl. Mættir
voru 60 fulltrúar frá 12 skáta
félögum, auk stjórnar Banda-
lagsins. Einnig voru um 10
varafulltrúar, þannig að alls
sátu þingið um 75 manns.
Skátahöfðingi, Jónas B.
Jónsson, setti þingið föstu-
daginn 21. júní kl. 6,00 e.h.
Þingforseti var kosinn Jón
Páll Halldórsson, félagsfor-
ingi Skátafélagsins Einherjar
á Isafirði og varaforseti frú
Auður Hagalín, félagsforingi
kvenskátafélagsins Valkyrjan
á  Isafirði.
Þegar kjörbréfanefnd þings
ins hafði lokið störfum, flutti
framkvæmdastjóri Bandalags-
ísl. skáta, frú Anna Krist-
jánsdóttir,      starfsskýrslu
Bandalagsins fyrir síðast lið-
in tvö ár og gerði grein fyrir
reikningum Bandalagsins og
stofnana þess.
Á þinginu var einkanlega
rætt um fjármál B.Í.S. og
framtíðarverkefni.
Leikiör
Litli leikklúbburinn er ný-
komin úr leikför um landið
með hinn vinsæla gamanleik
„SEXURNAR".
Alls eru sýningar á leik-
ritinu orðnar 27, þar af 8
hér á Isafirði, en í gærkveldi
var síðasta sýning á leiknum
í Alþýðuhúsinu.
Litli leikklúbburinn fékk
hvarvetna, hinar beztu undir-
tektir og verður ekki annað
sagt en að hér er um lofsvert
framtak áhugamanna að
ræða.
auglýsir
GANDY
sjálfvirkar þvottavélar
VIDURKENND GÆÐI
Verð aðeins:
kr. 17.765,00 og
— 30.265,00.
Lítið í
sýningargluggann
STRAUMUR
Aðalstræti 20
Sími 321
ísafirði
Á laugardagseftirmiðdag
skoðuðu þingfulltrúar sýning-
una „40 ára skátastarf" í
Skátaheimilinu, en um kvöld-
ið héldu ísfirzkir skátar kvöld
vöku fyrir gestina í Hús-
mæðraskólanum.
Á sunnudagsmorguninn var
helgistund í Isafjarðarkirkju,
þar  sem  séra  Jón  Ólafsson,
fyrrv. prófastur í Holti, flutti
morgunhugvekju, en á eftir
flutti dr. Matthías Jónasson,
prófessor, erindi, er hann
nefndi Gildi persónuleikans.
Skátaþinginu var slitið kl.
15,00 á sunnudag, og héldu
flestir þingfulltrúar heim þá
um kvöldið.
D
Knattspyrna
Sem kunnugt er héldu ís-
firðingar sæti sínu í 2. deild
Islandsmótsins í knattspyrnu,
er þeir unnu Siglfirðinga í
úrslitaleik um fallið í 3. deild,
á Melavellinum í Reykjavík
með 5:1. Áður höfðu liðin
skilið jöfn.
Isfirzka liðið hefir nú leik-
ið tvo leiki í 2. deildinni og
hefur farið vel af stað. 16.
þ.m. lék það við Selfyssinga
á heimavelli þeirra og lauk
þeim leik með janftefli  1:1.
Um síðustu helgi lék liðið
svo í Kópavogi við Breiðablik
og vann þann leik 2:1 og hef-
ur þar með tryggt sér 3 dýr-
mæt stig.
Næsti leikur liðsins er n.k.
sunnudag við Akranes og fer
leikurinn fram hér á ísafirði.
Fyrir dyrum stendur nú að
sækja Siglfirðinga heim og
er það liður í hátíðahöldum
þeirra, sem fram eiga að
fara 6 og 7. júlí n.k. Hafa
löngum verið hin ákjósanleg-
ustu samskipti á milli Isfirð-
inga og Siglfirðinga á sviði
íþrótta og er það ánægjuefni
að geta sótt þá heim á hinum
merku tímamótum í sögu
Sigluf j arðarkaupstaðar.
Hjartans þökk fyrir auðsýnda samúð og vináttu
við andlát og jarðarför móður íninnar
ÞORBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR
Ragnhildur Eiríksdóttir.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
Rannveigar Salome Sveinbjarnardóttur
Isafirði.
Vandamenn.
Fyrir veiðimenn:
stengur,
hjól,
girni, spúnar,
og margskonar annar
veiðibúnaður.
Bókaverzlun
Jónasar Tómassonar
SlMI: 123 OG 205, — PÓSTHÓLF 123 —ISAFIRÐI
M
SKUTllLL
Útgefandi: Alþýðuflokkurirm í Vestfjarðakjördæmi
Ábyrgðarmaður: Birgir Finnsson, Neðstakaupstað
Blaðnefnd: Haraldur Jónsson, Sigurður Jóhannsson,
Þorgeir  Hjörleifsson,  Isafirði,  Eyjólfur  Bjarnason,
Suðureyri, Hjörtur Hjálmarsson,  Flateyri,  Ágúst
Pétursson, Patreksfirði.
Innheimtumaður:  Haraldur Jónsson, Þvergötu 3.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4