Hamar - 12.06.1937, Blaðsíða 9

Hamar - 12.06.1937, Blaðsíða 9
HAMAR 9 með stjórnmálaskoðun sinni. Meira að segja G. P. V. Kolka skrifaði um bók þessa í „Víðir“ og taldi hana bera vitni um margt ágætt hjá kommúnistum í Rússlandi. til almennings Síðastliðmn fimtudag skyldi halda bæjarstjórnarfund. Fundi þessum af- lýsti bæjarstjóri með eins til tveggja tíma fyrirvara — vegna forfalla. Ástþór Matthíasson forseti og Sigfús Scheving varaforseti bæjarstjómar höfðu skyndilega orðið veikir. Mörg hundruð bæjarbúa voru nörruð á fundarstaðinn. Orsök krankleikans. Á fjárhagsnefndarfundi síðastlið- inn miðvikudag kom fram tillaga frá Isleifi Högnasyni um að segja fá- tækrafulltrúanum Guðlaugi Br. Jóns- syni upp starfi sínu og auglýsa það laust til umsóknar. Sífeldar um- kvartanir verkafólks og styrkþega undan óþolandi framferði fátækra- fulltrúans var ástæðan. Annar full- trúi sjálfstæðismanna í fjárhags- nefnd, Guðmundur Einarsson, greiddi atkvæði með tillögu þessari og kvaðst á næsta bæjarstjómarfundi reiðubúinn að færa fram sínar á- stæður fyrir atkvæði sínu. Á móti til- lögunni greiddi atkvæði Ólafur Auð- unnsson; tillagan því samþykt með 2 atkvæðum gegn 1. Varð sjálfstæðis- fulltrúanum Ólafi Auðunnssyni svo mjög um afdrif tillögunnar, að hann iét hnígast niður í sæti sitt með þeim ummælum, að hann byggist við að verða veikur á morgun og því ekki geta mætt á bæjarstjómarfundi. En óskir samnefndarmanna hans um sama áframhaldandi heilsufar hafa uppfyllst, því það varð ekki Ölafur Auðunnsson sem tjáði sig forfallað- an er til bæjarstjórnarfundarins kom. Auðsætt er að íhaldsklíkan, sem bænum stjómar, hefir ekki treysts til að gera Ólafi upp veikindi, vegna klaufalegrar framkomu hans á fjár- hagsnefndarfundinum. En það verð- ur að teljast heppiieg tilviljun fyrir 'haldsmeirihlutann í bæjarstjóm, að þeir forsetamir Ástþór og Sigfús skyidu veikjast í skyndi, til þess að tefja afgreiðslu þessa máls og ann- ara sem almenningsheill varða. 1 dag gengur það fullum stöfum um bæinn, að innan klíkunnar séu skiftar skoð- anir um hve hentugt verkfæri fá- tækrafulltrúinn sé. Hvað sem því lið- En mér finst þessi kafli nægur til þess, að ekki verði litið á kommúnistaforingjana öðru vísi en með fullri fyrir- litningu. í Vestm.eyjum. ur er það staðreynd, að fram til þessa tíma hefir bæjarstjómarlið sjálf- stæðisflokksins myndað um Guðlaug Br. vamarmúr, þegar þess hefir ver- ið krafist að hann færi úr stöðu sinni. í>ví skyldu menn varast að trúa, að Guðlaugur væri orðinn að einskonar flokksmáli sjálfstæðisflokksins hér, enda mun allur þorri fylgenda sjálf- stæðisflokksins, sjá fulltrúa sinn í þessu máli, Guðmund Einarsson, og samfylkinguna, sem stendur að til- lögu þeirri um uppsögn Guðlaugs, er fram kom í fjárhagsnefndinni. Hitt er sennilegri tilgáta, að Guð- laugur sé orðinn klíkumál hæstu broddanna í sjálfstæðisflokknum, að Guðmundi Einarssyni undanskildum, og að þeir þori beinlínis ekki, vegna sinna pólitísku vamma, að hrófla við Guðlaugi, þ. e. a. s. af ótta við að hann muni uppljóstra einhverju því sem almenningur ekki má vita, enda mun Guðlaugur nú harma fjarveru vinar sins Jóhanns þingmanns, en ná- vist Jóhanns þýddi, að Guðmundur Einarsson, sem er varafulltrúi Jó- hanns, myndi ekki eiga sæti í bæjar- stjórn; Jóhann sæti fundinn og Guð- laugi yrði í bili bjargað við bitlings- missi. Og vissulega mun hann halda munni á meðan hann hefir eitthvað að naga. Samfylkingamefnd verkamanna- félagsins Drífandi og Alþýðuflokks- ins mun boða til almenns borgara- fundar n. k. mánudag, þar sem bæj- armálin verða rædd og þeir háu herrar, sem með taumlausri ósvífni reyna að blekkja bæjarbúa og aftra því að stungið sé á óþverrakílum klíku sinnar, verða dregnir fyrir dóm almennings og ráðstafanir gerðar til að rótað verði upp í ruslakistunni við Miðstræti. Kröfur fundarboðenda eru þessar: 1. Bæjarstjómarfund tafarlaust. 2. Fátækrafulltrúanum sagt upp og staðan auglýst laus. 3. Að haldið verði áfram vega- gerðinni í Ofanleytislandi og auknar atvinnubætur. 4. Sundlaugin opnuð nú þegar til afnota fyrir almenning. Vestmannaeyjum, 17. nóv. 1935. Samfylkingarncfndin. I bréfinu stendur að Guðm. Einarsson muni skýra frá á- stæðum sínum fyrir uppsögn- inni. Og hver reyndist svo á- stæðan? „Að ég byggi of langt frá bænum.“ Isleifur og félagar hans rót- uðu upp heilum bílhlössum af lognum svívirðingum í minn garð. Eftirtektarverðast var, að þetta gerðist á sama tíma, sem ég stóð í sem harðastri baráttu innan flokks míns, fyrir aukinni atvinnubótavinnu og ýmsum öðrum hagsmunamálum fyrir fátæka menn. Þetta vissu sumir af ofsókn- armönnum mínum. En þeim reið mest á, áð það tækist ekki, svo þeir sjálfir, foringjarnir, mistu ekki sína innbyrluðu glansgloríu hjá hinu fátækara fólki. Þannig hefir ísleifur og alt hans foringjalið altaf verið fjandsamlegt í garð þeirra fá- tæku. Kvítfun. Það er von að ísleifur Högna- son og Jón Rafnsson beri ekki hlýjan hug til mín, frekar en endranær, þar sem framboðs- listi minn, er hvorki meira eða minna, en sú allra sterkasta sönnun, mér gefin af hinu fá- tækara fólki hér í bæ, um að framkoma mín við það, sem fá- tækrafulltrúi, hafi verið hin á- kjósanlegasta. Framboðslisti minn er eitt hið stærsta hnefahögg í andlit kommúnistaforingjanna og Við- eyjar-Gvendar, sem þeir hafa fengið. Framboðslisti minn er full- komin sönnun fyrir því, að Is- leifur og alt hans foringjalið ráku hina svívirðilegustu lyga- starfsemi á hendur mér. ísleifur og foringjalið hans standa nú fyrir framan alla al- þýðu, sem brennimerktir ósann- indamenn að öllum árásum sín- um í minn garð, árásum er eiga sér ekki neitt hliðstætt dæmi hér á landi, árásir er jafnast fyllilega á við Dreifus-hneikslið í Frakklandi. Enda hefðu þess- Opið bréf

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/630

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.