Hamar - 12.06.1937, Blaðsíða 12

Hamar - 12.06.1937, Blaðsíða 12
12 HAMAR ur alls ekki stjórna sér til verri verka. Þeir kjósa mig því allir með tölu. Guðl. Br. Jónsson. Kosningarnar 20. júní. Ég mun ekki biðja neinn sér- staklega að kjósa mig. Ég mun ekki hafa neina kosningaskrifstofu. Ég mun ekki hafa neina kosningasmala. Ég mun ekki hafa neina bíla. Ég treysti því, að hver kjósi eftir bestu þekkingu á málefn- um og mönnum. Ég vil aðeins biðja kjósendur að hlusta á ræður mínar og lesa skrif mín. Virðingarfylst Guðl. Br. Jónsson. Það eina rétta, sem þú kjósandi gerir 20. júní er að greiða mér atkvæði þitt. Sértu á báðum áttum um að greiða mér atkvæði eða Jóhanni, þá áttu að láta atkvæði þitt falla mín megin, því Jóhann er viss að ná kosningu. Sértu á báðum áttum að kjósa mig eða ísleif, þá áttu að kjósa mig, því Isleifur nær ekki kosningu. Sama gildir hvað Pál snertir. Þú átt því í öllum tilfellum að kjósa mig.. Þau atkvæði sem ég fæ, mega teljast fullkomið vitni um þá lítilsvirðingu er þið og ég hefi á stjórn bæjarins. Atkvæði þau er ég fæ eru því hrein aðvörun til allra bæjar- fulltrúanna. Guðl. Br. Jónsson. ísleifur var í upphafi dæmdur til að falla í komandi kosningum þó hann hefði verið einn á móti Jóhanni Þ. Jósefssyni, því hin- ir gætnari alþýðuflokksmenn hefðu aldrei kosið hann. Vinnumiðlunin. Sjálfstæðismenn guma nú mikið af því, hvað vinnumiðlun þeirra hafi tekist vel. Ég fullyrði að vinnuúthlutun þeirra var síst betri, áður en ég tók við henni, en nú. Það eina tímabil, sem vinnu- miðlunin hefir tekist vel, er það tímabil, sem ég stjórnaði henni. Þakkirnar ber mér einum, enda gerði ég það að fráfarar- sök ef vinnuúthlutunin yrði dregin úr hendi minni. Þetta vita þeir Jóhann Þ. Jósefsson og Ólafur Auðunsson. iibœtir þessi er orðimi fyrir löngu þjóðkitnnur fyrir bragðgæði af þeim, sem stöðngt nota hann. Nýjustu framfarir á sviði kaffibætisframleiðsl- unnar ávait teknar upp, þannig að kaffibætir þessi er ávalt unninn ór bezta efni og eftir nýjustu þekkingu. Látið ekki gamlan vana hindra ykkur frá því bezta. G. S. kaffibætir sparar þjóðinni 50 þúsund kr. Allar vandlátar húsmœður biðfa um VAiAVÖRUR ' STEINDÖRSPRENT H.P.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/630

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.