Hamar - 16.06.1937, Blaðsíða 3

Hamar - 16.06.1937, Blaðsíða 3
H A M A K 3 ugu og þrjátíu þúsund krónur. Þetta kallar ísleifur víst að berjast á móti háu laununum. En svik og prettir fsleifs voru meiri. Hann tímdi ekki að borga lágt útsvar í bæjarsjóð, ca. tvö til þrjú þúsund krónur á ári af þessum gífurlegu tekj- um, heldur lét hann þessi út- svör safnast sem skuld. Bæjar- sjóður neyddist svo til að gera lögtak í húsi hans, og síðar að yfirtaka húsið í lélegu og ónot- hæfu standi fyrir 16 þúsund krónur. En húsið var ekki meira en ca. 10 þús. kr. virði. Á þennan hátt gætti fsleifur hagsmuna hinna mörgu fátæku hér í bæ. Með því hreint og beint að svíkjast um að greiða gjöld sín, sem voru mjög lág, samborðir við tekjurnar. Þetta kallar ísleifur víst að gæta hagsmuna þeirra fátæku. Þá kröfðust flokksbræður ís- leifs ákveðins hluta af hátekj- um hans í flokkssjóð, en nízka hans var svo mikil, að þá greiðslu tímdi hann heldur ekki að inna af hendi. Ætli þetta hafi ekki verið ástæðan, sem Kr. Linnet var að dylgja með á þingmálafundin- um, að hefði leitt til þess að Vínverzlunin var tekin af ís- leifi? Þegar komið er með sam- skotalista til ísleifs handa bág- stoddum mönnum, þá þykist hann ekki geta gefið neitt, þrátt fyrir það að hann lætur fátæk- an almenning launa sig með 6 þúsund grónum á ári við kaup- félagið. I brjósti ísleifs berjast sterk- ast tvö reginöfl, ágirnd og nírfia. Þetta er skýringin á því, hvað hann talar mikið um þessa lesti á opinberum fundum, og heldur að allir séu haldnir af þessum sömu sjúkdómum og hann. Satt er það, að orð ísleifs eru ekki tekin trúanleg af öll- um, en eftir lestur þessarar greinar munu allir taka ísleif trúanlegan, hvað snertir grein hans í Verklýðsblaðinu árið 1934: ,,Að hann hafi alla tíð verið f jandsamlegur öllu verka- lýð.“ Guðl. Br. Jónsson. Opið bréf til Jóns Rafnssonar. Dekkirðu manninn? Það er maðurinn, sem hefur skrifað flest níðskrif. Það er maðurinn, sem ort hefir flestar níðvísur. Það er maðurinn, sem legg- ur í einelti alla sér betri menn. Það er maðurinn, er spillir og afvegaleiðir alla æsku. Það er maðurinn, sem pré- dikar lygar og kallar þær sann- leika. Það er maðurinn, sem æsir menn til óvináttu. Það er maðurinn, sem elskar deilur og sundrung og gerir það að sínum atvinnuvegi. Það er maðurinn, er svívirðir öll trúarbrögð og treður á helg- ustu tilfinningum mannanna. Það er maðurinn, sem öll versta spilling hefur gagntekið. Það er maðurinn, sem reynir að eitra og spilla hverri einustu mannssál, er hann kemst í kynni við, og kennir mönnum að Kr. Linnet lýsti yfir á þing- málafundinum þann 11. þessa mánaðar, að haim væri alls eldii kommúnisti og Linnet lýsti einnig yfir, að hann væri and- vígur stefnu og skoðunum kommúnista. Linnet lýsti enn- fremur yfir, að hann væri stuðn- ingsmaður kommúnsta, vegna þess að fólkið óskaði efth’ kommúnisma. Allar þessar yfirlýsingar bæjarfógetans eru svo aulaleg- ar, að þær eru ekki samboðnar hugsandi og mentuðum manni. Ég held, að það hefði verið miklu betra fyrir ísleif að vera án stuðnings bæjarfógetans. Bæjarfógetinn er að verða að heimta alt af öðrum, en ekkert af sjálfum sér. Það er maðurinn, sem ekki þekkir neitt það, sem er fagurt eða göfugt. Það er maðurinn, sem notar hvert einasta tækifæri til að tala um vonsku og spillingu annara, en sjálfur er hann verri en nokkur skepna, sem iífsanda dregur. Hann reynir af öllum lífs og sálarkröftum að gera unga og gamla að sér líkum. Skyldleika og trygðabönd fótum treður hann og vanvirðir á allan hátt. Hann hikar ekki við að gera hvern þann, er af honum nemur, að svikara og ódreng. Það er maðurinn, sem brýst inn í helgidóm musterisins. Hann lætur sálir svíkja sín helgustu loforð, loforð, sem gefin voru á helgri stund og stað. Sæll er sá maður, sem ekki þekkir .hann. myllnusteini á hálsi ísleifs. Og má þá bæjarfógetinn eiga skilið þökk allra góðra manna. Reimleiki. ísleifur og Jón Rafnsson eru að verða mjög myrkfælnir, þeir þykjast sjá drauga og púka í hverju horni. Ekki má nokkur maður tala hér á fundum, svo það eigi ekki að vera vofa, send af Jóhanni Þ. Jósefssyni. — Haraldur Guðmundsson ráð- herra, Stefán Pétursson, Páll Þorbjarnarson og ég eigum að vera uppvakningar og vofur sendar af Jóhanni Þ. Jósefs- syni. Ef Isleifur yrði kosinn á þing, þá lætur hann sennilega

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/630

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.