Vesturland

Árgangur

Vesturland - 03.04.1936, Blaðsíða 1

Vesturland - 03.04.1936, Blaðsíða 1
VESTURLAND XIII. árgangur. ísafjörður, 3. april 1936. 14. tölublað. Alþýðutryggiugarnar. 1. þ. m. gekk í gildi hinn nýi lagabálkur, sem nefnist lög um alþýðutryggingar. — Lagabáikur þessi er ærið umfangsmikill og flytur mörg nýmæli, sem almenn- ingi tnunu sumpart lítt kunn eða ekki hafa áttað sig á enn þá. Lögin fjalla um slysatrygging- ar, sjúkratryggingar, elli- og ör- orkutryggingar og atvinnuleysis- tryggingar. — í lögunum er og sérstakur kafli um ellilaun og ör- orkubætur, sem gildir þar til hin nýja skipun um elli- og örorku- tryggingar kemst til fullra fram- kvæmda, sem ekki verður fyr en að nokkrum árum liðnum. Kaflinn um slysatryggingar er að mestu samhljóða hinum eldri lögum. Þ6 er algert nýmæli um dánarbætur hinna slysatrygðu, sem nú miðast algerlega við það, hve marga hinn trygði hefir haft á framfæri og eru þær þannig: 1. Ekkja eða ekkill hljóta 3000 krónur. 2. Barn, sem er á framiæri eftir- lifandi foreldris, hlýtur 100 kr. fyrir hvert heilt ár, setu það vantar á að vera fullra 16 ára. 3. Barn, sem ekki er svo ástatt um, sem í 2. lið segir, hlýtur 200 kr. fyrir hvert heilt ár, sem það vantar á að vera fullra 16 ára. 4. Barn yfir 16 ára aldur, sem var á framfæri hins látna vegna örorku, þegar slysið bar að hönd- um, fær 1500 krónur. 5. Foreldri, sem var á framfæri hins látna að öllu eða nokkru Ieyti, þegar slysið vildi til, hlýtur 1500 krónur. Sé þannig ástatt um bæði foreldrin, og búi þau sam- vistum, hljóta þau þó aðeins sam- eiginlega 2500 krónur. 6. Systkini hins látna, sem voru á framfæri hans, þegar slysið vildi til, hljóta dánarbætur á sama hátt og börn. Sjúkratryggingarnar eða lögskipuð sjúkrasamlög eru algert nýmæli hér á landi. Allir, eldri en 16 ára, sem eigi hafa 4500 kr. árstekjur, eru gjald- skyldir félagar Sjúkrasamlaga I kaupstöðunum 7 og i Reykjavík. — í öllum kauptúnum og sveitum skal stofna sjúkrasamlög, ef meirihluti kjósenda samþykkir, og er skylt að láta slíka atkvæða- greiðslu fara fram, ef % kjósenda, sem á kjörskrá eru, æskir þess. Stjórnir sjúkrasamlaga skulu I kaups^öðunum kosnar af bæjar- stjórnum, og hafa þær á hendi eða sjá um allan rekstur samlag- anna undir yfirstjórn Tryggingar- stofnunar rikisins. Sjúkrasamlagsstjórn skal gera skrá yfir alla, sem gjaldskyldir eru til samlagsins, og sýnist sjálfsagt að hún sé framlögð sem aðrar skrár varðandi almenning.þótt ekki séu bein fyrirmæli um það í lög- unum. Hér hefir nú verið gengið frá samningu á skrá yfir gjald- endur, og eru þeir um 1700 alls. Enn er óráðið hversu há gjöld- in verða, en lögin gera helzt ráð fyrir, að þau verði um 3 kr. á mánuði eða 36 kr. á hvern gjald- anda yfir árið. Er það þungur viðbótarskattur, eigi sízt í jafn erfiðu árferði og nú er. Bæjarsjóður og ríkissjóður leggja fram styrk til sjúkrasamlaganna, samtals alt að Va móti greiddum iðgjöldum, þó ekki yfir 9 kr. á hvern gjaldanda frá hvorum aðila eða 18 kr. frá báðum. í samþyktum sjúkrasamlaga skal tekið fram, hverra réttinda sam- lagsmenn njóti. Ávalt ákal þó sjúkrasamlag veita þá hjálp vegna veikinda, sem hér segir: 1. Læknishjálp frá tryggingar- lækni, að fullu í sjúkrahúsi og að % hlutum utan sjúkrahúss. 2. Lyf og umbúðir, samkv. fyrir- sögn tryggingarlæknis að fullu I sjúkrahúsi og að % hlutum utan sjúkrahúss. 3. Ókeypis vist eftir ráði trygg- ingarlæknis i sjúkrahúsi, sem sam- lagið eða tryggingarstjórn hefir samið við. 4. í sjúkrasamlögúm kaupstaða er ennfremur skylt að greiða dag- peninga til þeirra, sem óvinnufærir eru sökum veikinda. Dagpeningar greiðast þó ekki fyr en ein vika er liðin frá því, að hinn trygði varð óvinnufær, samkvæmt fram- ansögðu, og aldrei frá fyrri tíma en viku eftir að hann hætti að taka laun eða hætt er að reikna honum laun. Dagpeningar eru tvennskonar, persónudagpeningar og fjölskyldu- dagpeningar, er lágmarksupphæð þeirra í Reykjavlk lögákveðin, en annarstaðar verða þeir svo sem fyrir er mælt I samþyktum Sam- laganna á hverjum stað. Fjölskyldudagpeningar greiðast jafnt, hvort sem hinn trygði liggur I sjúkrahúsi eða utan sjúkrahúss. Börn samlagsmanna, yngri en 16 ára, sem eru á framfæri þeirra, fá sömu hjálp í veikindum og foreldrí á rétt til, að dagpening- um undanteknpm, Dagpeningar og meðlagskostn- aður 1 sjúkrihúsa greiðist fyrir samlagsmenn og skyldulið þeirra samkvæmt 30. gr. I alt að 32 vikur á 12 mánuðum samfieytt. Aldrei greiðist þó áður greindur kostn- aður fyrir lengri tima en 26 vikur alls fyrir einn og sama sjúkdóm. í samþyktum sjúkrasamlaga skal ákveða upphæð iðgjalda trygg- ingarskyldra manna. Skulu þau ákveðin með það fyrir augum, að heildartekjur samlagsins nægi til þess að standa straum af skuld- bindingum þess. Iðgjöld eiga að greiðast fyrir- fram, eftir því sem samþyktir ákveða. Bæjar- eða sveitarsjóðir greiða iðgjöld þeirra, sem eru á föstu sveitarframfæri, og annara er ástæður eru taldar til að halda í tryggingu. Lifeyrissjóður íslands greiðir iðgjöld þeirra manna, sem njóta elli- eða örorkulífeyris, enda dregst iðgjaldið frá lífeyrinum. Ellistyrkt- arsjóðir greiða iðgjöld þeirra gam- almenna, sem ellilauna njóta, og dragast þau frá ellistyrknum. Ef trygður maður veikist utan samlagssvæðis, á hann rétt til sjúkrastyrksfrá sjúkrasamlagi slnu, en þó eigi hærri en ef hann hefði veikzt á samlagssvæðinu. Hér hafa verið rakin aðalatriði laganna um sjúkrasamlög, og að- albreytinganna um slysatryggingar. f næsta blaði verður nánar sagt frá elli-, örorku- og atvinnuleysis- tryggingum. Frækileg björgun. 12 mönnum bjargað í æðandi hafróti úti á Atlantshafl. Kristján Samúelssoti skipstjóri, bjargaði i siðastl. febr.mánuði 12 manna áhöfn af fiskiskipinu „Ger- trude M. Fauce“ frá Boston. Skip- ið var 126 smál. að stærð, með hjálparvél, og hrepti rok og stór- sjói, er það var að leita iands. Braut sjórinn gat á kinnung skips- ins og sjór komst I vélarrúrnið, en skipshöfnin af „Gertrude11 vann eins og berserkir til þess að halda skipinu á floti, en árangurslaust. Skipið sökk smátt og smátt. Sendi þá „Gertrude“ út neyðar- skeyti. Var togarinn „Lemberg" frá Halifax, sem Kristján er skip- stjóri á, næstur, og flýtti sér alt hvað af tók. Þrátt fyrir ofviðri og ósjó hepnaðist honum að bjarga allri skipshöfninni á bátum frá togaranum, og varð að flytja þá I fjórum ferðum. Þegar slðasta skipverjanum var náð var skipið rétt að sökkva, og hefðu skipverjar allir farist, ef Kristján hefði eigi borið gæfu til að bjarga þeim, þvi önnur skip er nálæg voru, komu fyrst á staðinn, efiir að skipið var sokkið. Var þessa björgunarafreks Krist- jáns og skipverja hans rækilega minst og loflega f blöðum í Can- ada og Bandarikjunum, að mak- legleikum. Kristján Samúelsson, skipstjóri, er gamall ísfirðingur og var orð- inn kunnur sægarpur er hann fór héðan til Canada um 1917. Hann er bróðir frú Rannveigar Samúels- dóttur (konu Jóns Hróbjartssonar) og þeirra systra. Kristján hefir verið búsettur I Halifax i Canada siðan um 1920, og er kvæntur enskri konu. Ríkisábyrgð til rafveituframkvæmda hér kvað nú vera lofuð af fjármálaráðherra. Er nú aftur unnið af kappi að undirbún- ingi málsins til samninga, og munu samningamenn,sem verða sérfróðir menn, leggja af stað til samninga siðari hluta næstu viku. Það er óblandin gleðifregn öllum bæjarbúum, að vonir eru til að rafveitumálið komist til framkvæmda nú í sumar. Erlend tíðindi. Almenn atkvæðagreiðsla um stefnu þýzku rikisstjórnarinnar i utanríkismálum fór fram sfðastl. sunnudag (29. f.m.) Varð atkvæða- greiðsla þessi nýr stórsigur fyrir Hitler. Alls greiddu atkvæði 45 milj. og 500 þús. kjósendur, og voru 98,7% með Hitler. Um 500 þús- undir kjósenda greiddu atkvæði gegn Hitler. Margt Þjóðverja, sem búsettir eru í nágrannaríkjum Þýzkalands og ekki hafa mist þýzkan rikis- borgararétt, komu heim til að neyta atkvæðisréttar. Von Ribbentrop, fulitrúi Hitlers i utanríkismálum, kom til London ásamt þýzkri sendisveit 31. f. m. að kvöldi, og afhenti Anthony Eden 1. þ. m. svör þýzku stjörn- arinnar við tillögum rikja þeirra, er standa að Locarnosáltmálanum. Er sagt að Hitler leggi áherzlu á það i svari þessu, að tillögur þær, er samþyktar voru á Lundúnar- fundinum um daginn verði látnar gilda fyrst um sinn i 4 mánuði, meðan verið sé að skapa nýjan sáttmála milli aðila, til „varðveizlu friðarins". Að öðtu ieyti fara tillögur Hitl- ers í sömu átt, og áður hefir lýst verið. Frakkar taka svarinu tnjög illa, og virðast einráðnir í að haina tillögum Hitlers. Hefir óiriðarótt- inn í Evrópu því magnast að nýju. Harðindi. Harðindi haldast enn, nema um Suður- land. — Hér á Vestfjörðum niun þó hvorki vera um almenn heyþrot eða matskort að ræða. Einna ískyggilegast hér utn slóðir ntun ástandið vera I Aðalvík ogpljótum. Eru margir heylitlir á þessum slóðum og tnatvöruskortur víða um sveitir þessar. Hefir oddviti Itreppsins Bergtn. Sigurðs- son ásamt þeim Guðmundi B, Albertssyni og Jónasi Dósóþeussyni hreppstj. unnið að því undanfarna daga að útvega mat- björg og fóðurbætir fyrir þá setn þurfandt eru, og flutti Djúpbáturinn 2. þ. m. það norður.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.