Vesturland

Árgangur

Vesturland - 09.12.1938, Blaðsíða 1

Vesturland - 09.12.1938, Blaðsíða 1
VESTURLAND BLAÐ VESTFIRZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA RITSTJÓRI: ARNGR. F R. BJARNASON XV. árgangur. ísafjörður, 9. des. 1938. 47. tölublað. Hlidstæd dæmi. Hýðing Hólmfasts og „frelsi og fullveldi“ Finns Atvinnuhótavinnan. Það er löngu af sú tíð þegar verkamenn höfðu næga atvinnu. Nú er svo breytt, að þeir verða að ganga atvinnulausir vikum og jafnvel mánuðum saman, og horfa vonaraugum á opinberar fram- kvæmdir eða svonefnda atvinnu- bótavinnu. Atvinnubótavinnan hér í bæn- um hefir lengst af verið lítil, a. m. k. miðað við þörfina, en aldrei hefir hún verið minni en í ár, og mikið af vinnunni unnið af föstum styrkþegum bæjarins. Þykir flestum þar öfugt þjóið, því tilgangur atvinnubótavinn- unnar hlýtur fyrst og fremst að vera sá, að styðja þá sem bjarga sér án þess að þiggja opinberan styrk, en ekki til þess að létta af þeim kostnaði, sem bæir og hreppar hafa áður borið vegna fátækraframfæris, enda mun óvíða þannig háttað með atvinnubóta- vinnuna eða jafnvel hvergi nema hér. Aldrei verður verkamönnum sárara atvinnuleyslð en fyrir jól- In. Oían á daglegar þarfir bætist þá, að geta gert sér og sínum dagamun um hátiðarnar, og bæta úr mörgu, til fæðis og klæðis, sem orðið hefir að bíða. Það er þvf háttur flestra bæj- arfélaga, að láta vinna sem mesta atvinnubótavinnu í desember og miðla henni meðal sem flestra. Þar sem lítil atvinnubótavinna fór fram hér í bænum í nóvem- bermánuði væntu verkamenn þess að stöðug atvinnubótavinna yrði i desember. Þeir vissu um þörf- ina, og ráðgerðu, að þeim sem völdin hafa væri þörfin augljós, ekki síður en þeim sjálfum. En þetta hafa oröið verka- mönnum vonbrigði, eins og fleira sem þeir hafa reynt af valdhöf- um bæjarins. í dag eru að eins 14 dagar til jóla, og enn hefir engin atvinnubótavinna verið i desember, svo kunnugt sé. Þar sem verkefni um þennan tíma eru naumast önnur en grjót- rnulningur er ekki hægt að koma að nema fáum mönnum í einu, svo margur þurfandi verður út undan, þótt vinna hefjist nú um helgina, sem vonandi verður. Erlend tiðindi. Vináttusáttmáli Frakka og Þjóðverja. Eftir langvinna ófriði og úlfúð milli þessara voldugu nágranna hafa þau merkilegu tiðindi gerst, að þeir hafa nú gert „vináttu- sáttmála" sin á milli. Var hann undirritaður 6. þ. m. af utanrík- málaráðherrum beggja þjóðanna. Sáttmálinn er í þremur liðum. í 1. lagi eru viðurkend núverandi landamæri beggja ríkjanna, í 2. lagi heita báðar þjóðirnar að ieit- ast við að jafna ágreiningsmál sín með samkomulagi, og í 3. lagi, að gera ekki sáttmála sem þennan við önnur ríki, án vit- undar beggja ríkjanna. Flestir telja sáttmála þennan mikilsvert spor að auknum friði í Evrópu, og er honum fagnað í frönskum og þýzkum”blöðum. Blöð annara þjóða hafa og yfir- leitt tekið sáttmálanum vel. Ýfingar ítala og Frakka. ítalir hefja nú ýfingar við Frakka og hafa stofnað til fjölda funda, sem krefjast Tunis Korsíku og Nissa úr höndum Frakka. Tunis lögðu Frakkar undir sig 1881, og er það nú blómleg nýlenda, enda hafa Frakkar varið miklu fé til viðreisnar landinu. Áður en Frakkar tóku landið höfðu ítalir leitað þar fótfestu, en gátu ekki haldið hlut sínum fyrir Frökkum. íbúar Korsíku eru flestir ítalskir að þjóðerni, en eyjan hefir lotið Frökkum síðan 1779. Nissa fengu Frakkar með friðarsamningum við ítali. Þessum kröfum ítala hefir að vonum verið illa tekið í Frakk- landi, og líka i Tunis. Hafa Frakkar þar hafið mótmæli gegn kröfum ítala, og gert aðsúg að bústað italska ræðismannsins þar og ráðist á ítalska borgara. Ekki má enn sjá hvernig þess- um ýfingum lyktar. Þær geta hjaðnað aftur, en líka orðið til- efni styrjaldar. Sem stendur virð- ast ítalir reiðubúnir að berjast við Frakka út af landaþrætum þessum, en flestir spá, að stýrt verði hjá friðslitum. Skemtiklúbbur Fylkis heldur dansleik að Uppsölum 10. þ. m. kl. 9 síðd. Finnur Jónsson gat i ræðu sinni á fullveldisdaginn, hins alþekta dæmis um kúgun Dana hér á landi, er Hólmfastur var hýddur við staur á Bessastöðum fyrir að selja fisk I öðrum kaupstað en fyrir var lagt af kúgunarstjórn- inni dönsku. Lét Finnur svo sem sér blöskraði slfk kúgun. Vaka, tímarit um þjóðféiags- ogmenn- ingar-mál, geflð út að tilhlutun Vökumanna. 1. hefti þessa nýja tímarits er að koma á bókamarkaðinn, og fer glæsilega af stað með efni og búning. í þetta hefti rita af þjóð- kunnum mönnum þeir Ásgeir Ásgeirsson, Jónas Jónsson og Magnús Jónsson professor, og fjöldi ungra efnilegra höfunda eiga þar kvæði og ritgerðir. Vaka er óháð einstökum stjórn- málaflokkum; vill vernda frelsi og lýðræði, og ræða þjóðfélags- og menningarmál frá ólikum sjónar- miðum. Ritstjóri Vöku, Valdemar Jó- hannsson, er ungur áhugamaður, sem mikils má af vænta. Forsíðu þessa Vökuheftis prýð- ir gullfalleg mynd frá Breiða- fjarðareyjum; margar aðrar mynd- ir eru I heftinu. Á yfirst. ári er ætlað að útkomi 3 hefti af tlmaritinu, og kosti samtals 3 kr., en framvegis komi 4 hefti á ári; verð 4 kr. Haldi Vaka svo áfram, sem hún byrjar,. verður hún eigulegt tímarit. (Grott piano óskast keypt. Ritstjóri visar á kaupanda. í sfðastliðnum mánuði var bóndi austan úr sveitum settur í járn, og fluttur f fangahúsið f Reykja- vik. Hann hafði það eitt til saka unnið, að hann flutti með sér til Reykjavíkur eina flösku af rjóma til að selja eða gefa kunningja sínum, en hafði ekki fengið leyfi mjólkursölunefndar til þess. M u n i ð rakarastofu mina, í Kaupfélagshúsinu, Dömu, herra- og barna- klippingar. Komið sem fyrst. Fljót og góð afgreiðsla. Virðingarfylst Jónas Halldórsson. Bíó Alþýðuhússins sýn i r: Laugardag kl. 9 hina marg-eftirspurðu mynd: Eigum við að dansa. Aðalhlutverkin leika hið vin- sæla danspar: Fred AstaireogGingerRogers. V egna jólaauglýsinga kemur næsta blaðs Vesturlands um miðja næstu viku. Skilið auglýsingum tímanlega. Hver er munurinn á kúguninni hjá eldri og yngri Hólmfasti? Báðir vildu koma afurðum sínum til verðs; sjómaðurinn fiskinum og bóndinn rjómanum. Sjómaðurinn var af kúgunarstjórn Dana hýddur.við staur, en bóndinn var af kúgunarstjórn Finns og hinna rauðu settur f járn og fiuttur í svartholið. Munurinn er sá, að kúgun yngri Hólmfastar er sýnu meiri, og að danska kúgunarstjórnin kom fram hræsnislaust og án undirferli. Hún lézt ekki vera að auka „frelsi alþýðunnar** meðan hún var að ramfjötra hana og kúga, eins og rauðu loddararnir gera nú á dög- um, og enginn frekar en Finnur Jónsson, sem liklega hefir arðrænt alþýðu allra manna mest, fyr og sfðar. Og svo eru þessir kúgunarpostular, sem telja má arftaka dönsku einokunarinnar og kúgunarinnar hér á landi með „frelsi" á vör- unum. Fussum, svei, Finnur!

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.